Viðskipti innlent

Ísafjarðarbær segir aðgerðir Landsbankans harkalegar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ísafjörður.
Ísafjörður. Vísir/Pjetur
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á Landsbankann að endurskoða ákvörðun sína um að loka afgreiðslustöðvum á Suðureyri, Þingeyri og í Bolungarvík en til stendur að sameina útibú á Vestfjörðum sem áður tilheyrðu Sparisjóði Norðurlands og útibú Landsbankans í eitt útibú á Ísafirði. Bæjarráð segir að aðgerðir Landsbankans séu mjög harkalegar.

Um 11 manns munu láta af störfum vegna þessara breytinga og gagnrýnir bæjarráð Ísafjarðarbæjar Landsbankann fyrir að grípa ekki til mótvægisaðgerða sem komi í veg fyrir að störf á svæðinu glatist.

„Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Landsbankans að loka útibúum sínum á Suðureyri, Þingeyri og í Bolungarvík. Ljóst er að bankinn hefur ákveðið að fara strax í mjög harkalegar aðgerðir sem bitna á því starfsfólki sem missir vinnu sína auk þess að nærþjónustan hverfur úr byggðarlögunum,“ segir í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ.

„Á s.l. þremur árum hefur Landsbankinn lokað útibúum sínum í Súðavík og á Flateyri og nú fylgja Suðureyri, Þingeyri og Bolungarvík eftir. Í þeim aðgerðum hefur fjöldi starfsmanna misst vinnuna, án þess að bankinn hafi gert neina tilraun til mótvægisaðgerða t.d. með því að flytja störf úr miðlægum vinnslum inn á svæðið. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á Landsbankann að endurskoða ákvörðun sína og leita leiða hvernig tryggja megi áframhald bankaþjónustu í dreifðari byggðum.“


Tengdar fréttir

Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×