SPRON-málið: „Engar vísbendingar um að brot hafi yfir höfuð átt sér stað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2015 13:01 Frá aðalmeðferð málsins fyrr í þessum mánuði. vísir/gva Óttar Pálsson, verjandi Rannveigar Rist sem sýknuð var af ákæru um umboðssvik í morgun, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms í málinu sé ánægjuleg og í samræmi við það sem lagt var upp með. Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins voru ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON lánaði Exista þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir voru allir sýknaðir fyrir dómi í dag. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Margrétar Guðmundsdóttur sem sat í stjórn SPRON, segir að dómurinn komi ekki á óvart. Hann sé afdráttarlaus og meðal annars hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að ekki hafi verið aflað nægjanlegra upplýsinga um Exista. Þvert á móti segir dómurinn að hið gagnstæða eigi við og að stjórnin hafi byggt á nýjustu og bestu upplýsingum sem völ var á þegar lánið var veitt.Engin skilyrði sakfellingar til staðar „Það er því ekki þannig að það skorti upp á að eitthvað teljist sannað í málin og að það ráði niðurstöðunni, þvert á móti finnur dómurinn engar vísbendingar um að brot hafi yfir höfuð átt sér stað. Dómurinn fellur því ekki á skorti á sönnun sem slíkri heldur öllu fremur á því að nákvæmlega engin skilyrði sakfellingar séu til staðar. Ekki eitt einasta,“ segir Páll. Hann segist ekki eiga von á því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en bendir jafnframt á að það séu aðrir sem taki ákvörðun um það. Aðspurður hvort hann vilji eitthvað segja um málatilbúnað sérstaks saksóknara vegna málsins segir Páll: „Nei. Það væri ósanngjarnt að beina einhverjum gífuryrðum að Sérstökum saksóknara vegna þessa máls. Þar vinnur gott, heiðarlegt og hæft fólk sem er að gera sitt besta og vinnur mikilvægt starf í þágu samfélagsins.“ Tengdar fréttir Yfir 30 milljónir falla á ríkið vegna SPRON-málsins Fimmmenningarnir í SPRON-málinu voru allir sýknaðir og þá fellur allur málskostnaður á ríkið. 25. júní 2015 10:55 Öll sýknuð í SPRON-málinu Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik. 25. júní 2015 10:00 Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Óttar Pálsson, verjandi Rannveigar Rist sem sýknuð var af ákæru um umboðssvik í morgun, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms í málinu sé ánægjuleg og í samræmi við það sem lagt var upp með. Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins voru ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON lánaði Exista þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir voru allir sýknaðir fyrir dómi í dag. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Margrétar Guðmundsdóttur sem sat í stjórn SPRON, segir að dómurinn komi ekki á óvart. Hann sé afdráttarlaus og meðal annars hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að ekki hafi verið aflað nægjanlegra upplýsinga um Exista. Þvert á móti segir dómurinn að hið gagnstæða eigi við og að stjórnin hafi byggt á nýjustu og bestu upplýsingum sem völ var á þegar lánið var veitt.Engin skilyrði sakfellingar til staðar „Það er því ekki þannig að það skorti upp á að eitthvað teljist sannað í málin og að það ráði niðurstöðunni, þvert á móti finnur dómurinn engar vísbendingar um að brot hafi yfir höfuð átt sér stað. Dómurinn fellur því ekki á skorti á sönnun sem slíkri heldur öllu fremur á því að nákvæmlega engin skilyrði sakfellingar séu til staðar. Ekki eitt einasta,“ segir Páll. Hann segist ekki eiga von á því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en bendir jafnframt á að það séu aðrir sem taki ákvörðun um það. Aðspurður hvort hann vilji eitthvað segja um málatilbúnað sérstaks saksóknara vegna málsins segir Páll: „Nei. Það væri ósanngjarnt að beina einhverjum gífuryrðum að Sérstökum saksóknara vegna þessa máls. Þar vinnur gott, heiðarlegt og hæft fólk sem er að gera sitt besta og vinnur mikilvægt starf í þágu samfélagsins.“
Tengdar fréttir Yfir 30 milljónir falla á ríkið vegna SPRON-málsins Fimmmenningarnir í SPRON-málinu voru allir sýknaðir og þá fellur allur málskostnaður á ríkið. 25. júní 2015 10:55 Öll sýknuð í SPRON-málinu Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik. 25. júní 2015 10:00 Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Yfir 30 milljónir falla á ríkið vegna SPRON-málsins Fimmmenningarnir í SPRON-málinu voru allir sýknaðir og þá fellur allur málskostnaður á ríkið. 25. júní 2015 10:55
Öll sýknuð í SPRON-málinu Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik. 25. júní 2015 10:00
Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13