Annars konar valkostur um verðlagningu Sæunn Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 14:24 Átta bensínstöðvum Skeljungs hefur verið breytt í Orkuna X. Átta bensínstöðvum Skeljungs hefur verið breytt í Orkuna X. Á þeim stöðvum verður boðið upp á lægra dæluverð. Ekki verður boðið upp á afslátt á þessum stöðvum, heldur einfaldlega lægra verð á dælu. Í dag bjóða stöðvarnar til að mynda sjö krónum lægra verð en annars staðar samkvæmt tölum GSMbensín.„Verðið breytist bara í takt við sveiflur í innkaupsverði, eins og það gerist á öðrum stöðum. Aðalbreytingin á þessum stöðum er að þetta er annars konar valkostur um verðlagningu. Flest olíufélög bjóða viðskiptavinum sínum afsláttarkerfi. En það er allnokkur hópur neytenda sem er ekki inn í þessum afsláttarkerfum. Við höfum ákveðið að bjóða þeim hópi sem kýs að vera utan þessara afsláttarhópa, eða þeim sem fá lægri afslátt, upp á lægra verð. Í dag erum við með sjö krónum lægra verð á dælu, það getur orðið lægra verð en einnig aðeins hærra. Aðalmálið er að bjóða upp á fjölbreyttari valkosti gagnvart verðlagningunni," segir Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs. Valgeir segir að vel hafi verið tekið í nýju stöðvarnar frá því að þær opnuðu. „Þessu hefur verið mjög vel tekið. Auðvitað er þetta svo sem ekki skýrt fyrir öllum en við sjáum alla veganna á þessum stöðvum að þeim hefur verið mjög vel tekið. Það er töluvert af nýjum viðskiptavinum sem eru að koma á stöðvarnar sem segir okkur klárega að það sé rými fyrir þessa tegund af verði fyrir einhvern hóp fólks," segir Valgeir. Enn sem komið er hefur ekkert olíufélag brugðist við að sögn Valgeirs. „Þetta er fyrst og fremst öðruvísi nálgun á verðlagningu, þannig að það væri ósanngjarnt að segja að þetta væri lægra verð. En þetta er lægra verð fyrir þá sem hafa ekki verið inn í afsláttarkerfum olíufélaganna." Valgeir segir að stöðvunum gæti fjölgað í framtíðinni. „Við munum fjölga í takt við þann meðbyr sem þetta konsept fær. Ef heldur áfram að vera tiltölulega ríkjandi ánægja með þetta, þá held ég að við munum fjölga þeim." Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Sjá meira
Átta bensínstöðvum Skeljungs hefur verið breytt í Orkuna X. Á þeim stöðvum verður boðið upp á lægra dæluverð. Ekki verður boðið upp á afslátt á þessum stöðvum, heldur einfaldlega lægra verð á dælu. Í dag bjóða stöðvarnar til að mynda sjö krónum lægra verð en annars staðar samkvæmt tölum GSMbensín.„Verðið breytist bara í takt við sveiflur í innkaupsverði, eins og það gerist á öðrum stöðum. Aðalbreytingin á þessum stöðum er að þetta er annars konar valkostur um verðlagningu. Flest olíufélög bjóða viðskiptavinum sínum afsláttarkerfi. En það er allnokkur hópur neytenda sem er ekki inn í þessum afsláttarkerfum. Við höfum ákveðið að bjóða þeim hópi sem kýs að vera utan þessara afsláttarhópa, eða þeim sem fá lægri afslátt, upp á lægra verð. Í dag erum við með sjö krónum lægra verð á dælu, það getur orðið lægra verð en einnig aðeins hærra. Aðalmálið er að bjóða upp á fjölbreyttari valkosti gagnvart verðlagningunni," segir Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs. Valgeir segir að vel hafi verið tekið í nýju stöðvarnar frá því að þær opnuðu. „Þessu hefur verið mjög vel tekið. Auðvitað er þetta svo sem ekki skýrt fyrir öllum en við sjáum alla veganna á þessum stöðvum að þeim hefur verið mjög vel tekið. Það er töluvert af nýjum viðskiptavinum sem eru að koma á stöðvarnar sem segir okkur klárega að það sé rými fyrir þessa tegund af verði fyrir einhvern hóp fólks," segir Valgeir. Enn sem komið er hefur ekkert olíufélag brugðist við að sögn Valgeirs. „Þetta er fyrst og fremst öðruvísi nálgun á verðlagningu, þannig að það væri ósanngjarnt að segja að þetta væri lægra verð. En þetta er lægra verð fyrir þá sem hafa ekki verið inn í afsláttarkerfum olíufélaganna." Valgeir segir að stöðvunum gæti fjölgað í framtíðinni. „Við munum fjölga í takt við þann meðbyr sem þetta konsept fær. Ef heldur áfram að vera tiltölulega ríkjandi ánægja með þetta, þá held ég að við munum fjölga þeim."
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Sjá meira