Hreindýraveiðar eru hundruð milljóna bransi ingvar haraldsson skrifar 24. apríl 2015 11:23 Stefán Sigurðsson, lektor við Háskólann á Akureyri, telur talsverða vaxtamöguleika vera í þjónustu við hreindýraveiðar. vísir/vilhelma Efnahagsleg umsvif af hreindýraveiðum af Austurlandi eru umtalsverð. Hver veiðimaður eyðir að meðaltali 170 þúsund krónum í hverri ferð til Austurlands við hreindýraveiðar. Á milli 1.000 og 1.400 hreindýr eru veidd á ári hverju. Þetta er niðurstaða rannsóknar Stefáns Sigurðssonar lektors og Guðmundar Kristjáns Óskarssonar dósents við Háskólann á Akureyri á hreindýraveiðitímabilinu árið 2013. Rannsóknin var gerð með því að senda spurningalista í tölvupósti á 1.048 einstaklinga sem höfðu hreindýraveiðileyfi árið 2013. Þar af svöruðu 390 manns eða 31,7% þeirra sem fengu veiðileyfi árið 2013. Hreindýraveiðin skapar 27 ársstörf Samanlagt eyddu veiðimennirnir 134 milljónum króna á Austurlandi. Með margfeldisáhrifum námu efnahagsleg áhrif veiðimanna á Austurlandi um 243 miljónum króna. Við þetta má bæta að oft eru veiðimenn ekki einir á ferð. Þeir sem ferðast með veiðileyfishafa eyða einnig í mat, drykk og gistingu. Því eru umsvif vegna hreindýraveiðinnar meiri en bara sem nemur þeim 134 milljónum sem veiðileyfishafarnir sjálfir eyða. Stefán segir að þjónusta við veiðileyfishafana eina skapi um 27 ársstörf á Austurlandi. Þó séu mun fleiri einstaklingar sem þjónusti veiðimenn enda sé það ekki fullt starf hjá neinum. Samkvæmt rannsókninni gista 26 prósent veiðimanna í heimahúsi, 25 prósent gistu hjá leiðsögumanni og aðeins færri gistu í orlofshúsi. Að meðaltali greiddu veiðimenn sem borguðu fyrir gistingu um 8.000 krónur fyrir hverja nótt sem gist var.Hreindýraveiði skapar fjölda starfa á Austurlandi ár hvert.vísir/vilhelmVaxtamöguleikar ef veiðimenn dvelja lengur á Austurlandi Stefán telur að talsverðir vaxtamöguleikar séu í greininni. Sér í lagi vegna þess um hve skamman tíma flestir veiðimenn dvelji á svæðinu. Hann bendir á að 72% veiðimanna dvelji 3 daga eða skemur á Austurlandi. Þá búa um 86% veiðimanna utan Austurlands og heimsækja Austurland einungis til þess að veiða hreindýr. „Við viljum meina að ferðaþjónustuaðilar eigi hreinlega að framkvæma könnun meðal þessara veiðimanna til þess að sjá hvað hægt sé að gera til þess að fá þá til að stoppa lengur,“ segir Stefán. Sem dæmi gætu veiðimenn tekið fjölskylduna með sér en þá þurfi hún að hafa eitthvað fyrir stafni. Tengdar fréttir Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Nú er úthlutun veiðileyfa á hreindýr lokið og það eru margir veiðimenn svekktir yfir því að fá ekki dýr og auðvitað aðrir sem fagna því að fá dýr. 25. febrúar 2015 23:01 Hreindýr á vegum á Austurlandi Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendi Norðausturlands. 30. janúar 2015 07:53 Hreindýr í miðbæ Egilsstaða „Þeir segja að þau séu að koma hingað í innkaupaferðir.“ 3. febrúar 2015 11:30 Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Erlendir veiðimenn hafa í tæplega öld sótt Ísland heim til að veiða lax en nú hafa erlendir skotveiðimenn bæst í þann hóp. 14. janúar 2015 09:45 Leyfum á hreindýr fjölgar Heimilt verður að veiða allt að 1412 dýr á árinu sem er fjölgun um 135 dýr frá fyrra ári. 19. janúar 2015 15:49 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Efnahagsleg umsvif af hreindýraveiðum af Austurlandi eru umtalsverð. Hver veiðimaður eyðir að meðaltali 170 þúsund krónum í hverri ferð til Austurlands við hreindýraveiðar. Á milli 1.000 og 1.400 hreindýr eru veidd á ári hverju. Þetta er niðurstaða rannsóknar Stefáns Sigurðssonar lektors og Guðmundar Kristjáns Óskarssonar dósents við Háskólann á Akureyri á hreindýraveiðitímabilinu árið 2013. Rannsóknin var gerð með því að senda spurningalista í tölvupósti á 1.048 einstaklinga sem höfðu hreindýraveiðileyfi árið 2013. Þar af svöruðu 390 manns eða 31,7% þeirra sem fengu veiðileyfi árið 2013. Hreindýraveiðin skapar 27 ársstörf Samanlagt eyddu veiðimennirnir 134 milljónum króna á Austurlandi. Með margfeldisáhrifum námu efnahagsleg áhrif veiðimanna á Austurlandi um 243 miljónum króna. Við þetta má bæta að oft eru veiðimenn ekki einir á ferð. Þeir sem ferðast með veiðileyfishafa eyða einnig í mat, drykk og gistingu. Því eru umsvif vegna hreindýraveiðinnar meiri en bara sem nemur þeim 134 milljónum sem veiðileyfishafarnir sjálfir eyða. Stefán segir að þjónusta við veiðileyfishafana eina skapi um 27 ársstörf á Austurlandi. Þó séu mun fleiri einstaklingar sem þjónusti veiðimenn enda sé það ekki fullt starf hjá neinum. Samkvæmt rannsókninni gista 26 prósent veiðimanna í heimahúsi, 25 prósent gistu hjá leiðsögumanni og aðeins færri gistu í orlofshúsi. Að meðaltali greiddu veiðimenn sem borguðu fyrir gistingu um 8.000 krónur fyrir hverja nótt sem gist var.Hreindýraveiði skapar fjölda starfa á Austurlandi ár hvert.vísir/vilhelmVaxtamöguleikar ef veiðimenn dvelja lengur á Austurlandi Stefán telur að talsverðir vaxtamöguleikar séu í greininni. Sér í lagi vegna þess um hve skamman tíma flestir veiðimenn dvelji á svæðinu. Hann bendir á að 72% veiðimanna dvelji 3 daga eða skemur á Austurlandi. Þá búa um 86% veiðimanna utan Austurlands og heimsækja Austurland einungis til þess að veiða hreindýr. „Við viljum meina að ferðaþjónustuaðilar eigi hreinlega að framkvæma könnun meðal þessara veiðimanna til þess að sjá hvað hægt sé að gera til þess að fá þá til að stoppa lengur,“ segir Stefán. Sem dæmi gætu veiðimenn tekið fjölskylduna með sér en þá þurfi hún að hafa eitthvað fyrir stafni.
Tengdar fréttir Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Nú er úthlutun veiðileyfa á hreindýr lokið og það eru margir veiðimenn svekktir yfir því að fá ekki dýr og auðvitað aðrir sem fagna því að fá dýr. 25. febrúar 2015 23:01 Hreindýr á vegum á Austurlandi Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendi Norðausturlands. 30. janúar 2015 07:53 Hreindýr í miðbæ Egilsstaða „Þeir segja að þau séu að koma hingað í innkaupaferðir.“ 3. febrúar 2015 11:30 Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Erlendir veiðimenn hafa í tæplega öld sótt Ísland heim til að veiða lax en nú hafa erlendir skotveiðimenn bæst í þann hóp. 14. janúar 2015 09:45 Leyfum á hreindýr fjölgar Heimilt verður að veiða allt að 1412 dýr á árinu sem er fjölgun um 135 dýr frá fyrra ári. 19. janúar 2015 15:49 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Nú er úthlutun veiðileyfa á hreindýr lokið og það eru margir veiðimenn svekktir yfir því að fá ekki dýr og auðvitað aðrir sem fagna því að fá dýr. 25. febrúar 2015 23:01
Hreindýr á vegum á Austurlandi Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendi Norðausturlands. 30. janúar 2015 07:53
Hreindýr í miðbæ Egilsstaða „Þeir segja að þau séu að koma hingað í innkaupaferðir.“ 3. febrúar 2015 11:30
Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Erlendir veiðimenn hafa í tæplega öld sótt Ísland heim til að veiða lax en nú hafa erlendir skotveiðimenn bæst í þann hóp. 14. janúar 2015 09:45
Leyfum á hreindýr fjölgar Heimilt verður að veiða allt að 1412 dýr á árinu sem er fjölgun um 135 dýr frá fyrra ári. 19. janúar 2015 15:49