Hagnaðurinn mun dragast saman Jón Hákon Haldórsson skrifar 25. febrúar 2015 10:00 Búist er við því að starfsmönnum bankans muni fækka um 10 prósent til viðbótar. fréttablaðið/gva Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. Mismuninn má rekja til einskiptisliða, aðallega breytingar á virðismati eigna en einnig hagnaðar af sölu á fyrirtækjum. Heildarhagnaðurinn er um 319 milljónum króna minni en fyrir árið 2013. Hagnaður af reglulegri starfsemi eykst hins vegar um 2,68 milljarða króna. Á fundi Birnu Einarsdóttur, forstjóra Íslandsbanka, og Jóns Guðna Ómarssonar fjármálastjóra með blaðamönnum í gær kom fram að þessir tveir þættir hafi sífellt minni áhrif á afkomu bankans og því megi búast við að ekki sjáist jafn háar tölur um hagnað á næstu árum og gerist nú. Birna bendir á að virðisbreyting eigna sé nú 7,8 milljarðar en hafi verið 18 milljarðar í fyrra. „Það er að koma meiri vissa í safnið,“ segir Birna og bendir á að þetta eigi eftir að fjara út með tímanum. Ný útlán Íslandsbanka jukust úr 100 milljörðum króna árið 2013 í 165 milljarða á síðasta ári. Birna segir að níu mánaða uppgjör bankanna hafi bent til þess að Íslandsbanki hafi aukið markaðshlutdeild sína í útlánum. Hún bíði svo eftir því að sjá ársuppgjör hinna bankanna til að fá þessa tilfinningu sína staðfesta. Birna leggur áherslu á að verulega hafi dregið úr rekstrarkostnaði bankans að undanförnu. Það hafi orðið fjögur prósent raunlækkun á liðnu ári en 20 prósent lækkun þegar litið er til síðustu þriggja ára. „Þetta hefur verið heljarinnar verk, bæði 250 starfsmenn sem við höfum fækkað um á undanförnum þremur árum og einföldun á starfseminni hvar sem við höfum getað. Þessi verkefni eru enn þá í gangi,“ segir Birna. Búist er við því að starfsmönnum bankans muni fækka um tíu prósent á næstu árum. Þá segir hún að vaxtamunur bankans hafi lækkað frá fyrra ári og sé nú að ná jafnvægi í þremur prósentum. „Hann var mjög hár fyrstu árin eftir hrun vegna þess að hluti af því var tengt því að það var svo mikið misvægi á milli innlánsvaxtanna á lánum sem við vorum að taka yfir í íslenskum krónum og svo var stór hluti af erlendum lánum á erlendum vöxtum,“ útskýrir Birna. Hluti af matinu á lánasafninu hafi falist í því að jafna þetta eins mikið og hægt væri. Þessi mismunur hafi því verið inni í vaxtatekjunum fyrstu árin en síðan jafnast út. „En við sögðum alltaf á þessum fundum að við höldum að þetta verði í þremur prósentum,“ segir hún. Spurð hvort góð afkoma bankans verði til þess að hægt verði að minnka vaxtamun enn frekar eða lækka gjöld á viðskiptavini segir Birna að nú þegar óreglulegir liðir detti út sé horft til þess að styrkja frekar undirliggjandi rekstur bankans. „Mér finnst ég ekki vera komin þangað sem ég vil vera með hann. Þannig að það er töluvert erfitt í því. Við erum bara að vinna að því. Við erum að vinna að einföldun í kerfunum okkar og að sjálfsögðu vonum við að við getum skilað því. En það er þó þannig að það er mikil samkeppni á útlánamarkaði,“ segir Birna og bendir á að þessi samkeppni komi viðskiptavinum bankans til góða. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. Mismuninn má rekja til einskiptisliða, aðallega breytingar á virðismati eigna en einnig hagnaðar af sölu á fyrirtækjum. Heildarhagnaðurinn er um 319 milljónum króna minni en fyrir árið 2013. Hagnaður af reglulegri starfsemi eykst hins vegar um 2,68 milljarða króna. Á fundi Birnu Einarsdóttur, forstjóra Íslandsbanka, og Jóns Guðna Ómarssonar fjármálastjóra með blaðamönnum í gær kom fram að þessir tveir þættir hafi sífellt minni áhrif á afkomu bankans og því megi búast við að ekki sjáist jafn háar tölur um hagnað á næstu árum og gerist nú. Birna bendir á að virðisbreyting eigna sé nú 7,8 milljarðar en hafi verið 18 milljarðar í fyrra. „Það er að koma meiri vissa í safnið,“ segir Birna og bendir á að þetta eigi eftir að fjara út með tímanum. Ný útlán Íslandsbanka jukust úr 100 milljörðum króna árið 2013 í 165 milljarða á síðasta ári. Birna segir að níu mánaða uppgjör bankanna hafi bent til þess að Íslandsbanki hafi aukið markaðshlutdeild sína í útlánum. Hún bíði svo eftir því að sjá ársuppgjör hinna bankanna til að fá þessa tilfinningu sína staðfesta. Birna leggur áherslu á að verulega hafi dregið úr rekstrarkostnaði bankans að undanförnu. Það hafi orðið fjögur prósent raunlækkun á liðnu ári en 20 prósent lækkun þegar litið er til síðustu þriggja ára. „Þetta hefur verið heljarinnar verk, bæði 250 starfsmenn sem við höfum fækkað um á undanförnum þremur árum og einföldun á starfseminni hvar sem við höfum getað. Þessi verkefni eru enn þá í gangi,“ segir Birna. Búist er við því að starfsmönnum bankans muni fækka um tíu prósent á næstu árum. Þá segir hún að vaxtamunur bankans hafi lækkað frá fyrra ári og sé nú að ná jafnvægi í þremur prósentum. „Hann var mjög hár fyrstu árin eftir hrun vegna þess að hluti af því var tengt því að það var svo mikið misvægi á milli innlánsvaxtanna á lánum sem við vorum að taka yfir í íslenskum krónum og svo var stór hluti af erlendum lánum á erlendum vöxtum,“ útskýrir Birna. Hluti af matinu á lánasafninu hafi falist í því að jafna þetta eins mikið og hægt væri. Þessi mismunur hafi því verið inni í vaxtatekjunum fyrstu árin en síðan jafnast út. „En við sögðum alltaf á þessum fundum að við höldum að þetta verði í þremur prósentum,“ segir hún. Spurð hvort góð afkoma bankans verði til þess að hægt verði að minnka vaxtamun enn frekar eða lækka gjöld á viðskiptavini segir Birna að nú þegar óreglulegir liðir detti út sé horft til þess að styrkja frekar undirliggjandi rekstur bankans. „Mér finnst ég ekki vera komin þangað sem ég vil vera með hann. Þannig að það er töluvert erfitt í því. Við erum bara að vinna að því. Við erum að vinna að einföldun í kerfunum okkar og að sjálfsögðu vonum við að við getum skilað því. En það er þó þannig að það er mikil samkeppni á útlánamarkaði,“ segir Birna og bendir á að þessi samkeppni komi viðskiptavinum bankans til góða.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira