Tortryggni fyrir tortryggni sakir Stjórnarmaðurinn skrifar 4. mars 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn fylgdist forviða með fjaðrafoki kringum skipan framkvæmdahóps um afnám gjaldeyrishaftanna. Líkt og stundum virðist loða við á Íslandi má segja að aðalatriðum hafi lítill gaumur verið gefinn. Einkum virðist fólki hafa verið umhugað um þá staðreynd að þrír meðlima hópsins hafi starfað hjá MP banka. Ekki var að finna sérstök rök fyrir áhyggjunum í fréttum af málinu, önnur en þau að skipan sérfræðingana hefði valdið „titringi“ hjá öðrum fjármálastofnunum og haft var eftir þingmanni að mikilvægt væri að „eyða öllum efasemdum sem tengjast hinum mikilvægu verkefnum nefndarinnar“. Á enskri bloggsíðu Sigrúnar Davíðsdóttur var þó gengið lengra. Rakin voru ættartengsl forstjóra MP banka og forsætisráðherra, og fundið að því að enginn þriggja lögfræðinga í nefndinni hefði alþjóðlega reynslu. Stjórnarmaðurinn klóraði sér í höfðinu yfir þessum umkvörtunum, enda fær hann ekki séð að MP banki og starfsmenn hans hafi sérstaka hagsmuni aðra en almennar fjármálastofnanir og landsmenn allir af afnámi haftanna. Langsótt ættartengsl manns sem ekki situr í nefndinni og forsætisráðherra, teljast heldur vart tíðindi í litlu landi. Einkum í ljósi þess að skipan nefndarinnar var á vegum fjármálaráðherra en ekki forsætisráðuneytisins. Loks leiðir stutt Google-leit í ljós að a.m.k. einn lögfræðinganna sem um ræðir hefur starfað við lögmennsku í London um skeið, en slík starfsreynsla er nokkuð fátíð á Íslandi í ljósi staðbundins eðlis lögfræðinnar. Við það má bæta að formaður hópsins er Glenn nokkur Kim, sem hefur áratugareynslu af alþjóðafjármálamörkuðum og hefur m.a. ráðlagt þýska fjármálaráðuneytinu í tengslum við krísuna á evrusvæðinu. Umræða um þetta mál hefur einkennst af því sem kalla mætti tortryggni fyrir tortryggni sakir. Það er lágmarkskrafa þegar rætt er um jafn mikilvæg málefni að menn sái ekki efasemdafræjum að óþörfu, og beiti boðlegum rökum. Annars dæmir fólk sig úr leik í opinberri umræðu.Að hrósa því sem vel er gert Stjórnarmaðurinn hefur í fyrri pistlum kallað eftir því að innleiddir verði, að breskri fyrirmynd, skattafslættir fyrir einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpun. Fjármálaráðherra hefur nú tilkynnt að frumvarp um slíkt sé í smíðum. Stjórnarmaðurinn hrósar ráðherra og hlakkar til að kynna sér afraksturinn. Vel gert Bjarni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Stjórnarmaðurinn fylgdist forviða með fjaðrafoki kringum skipan framkvæmdahóps um afnám gjaldeyrishaftanna. Líkt og stundum virðist loða við á Íslandi má segja að aðalatriðum hafi lítill gaumur verið gefinn. Einkum virðist fólki hafa verið umhugað um þá staðreynd að þrír meðlima hópsins hafi starfað hjá MP banka. Ekki var að finna sérstök rök fyrir áhyggjunum í fréttum af málinu, önnur en þau að skipan sérfræðingana hefði valdið „titringi“ hjá öðrum fjármálastofnunum og haft var eftir þingmanni að mikilvægt væri að „eyða öllum efasemdum sem tengjast hinum mikilvægu verkefnum nefndarinnar“. Á enskri bloggsíðu Sigrúnar Davíðsdóttur var þó gengið lengra. Rakin voru ættartengsl forstjóra MP banka og forsætisráðherra, og fundið að því að enginn þriggja lögfræðinga í nefndinni hefði alþjóðlega reynslu. Stjórnarmaðurinn klóraði sér í höfðinu yfir þessum umkvörtunum, enda fær hann ekki séð að MP banki og starfsmenn hans hafi sérstaka hagsmuni aðra en almennar fjármálastofnanir og landsmenn allir af afnámi haftanna. Langsótt ættartengsl manns sem ekki situr í nefndinni og forsætisráðherra, teljast heldur vart tíðindi í litlu landi. Einkum í ljósi þess að skipan nefndarinnar var á vegum fjármálaráðherra en ekki forsætisráðuneytisins. Loks leiðir stutt Google-leit í ljós að a.m.k. einn lögfræðinganna sem um ræðir hefur starfað við lögmennsku í London um skeið, en slík starfsreynsla er nokkuð fátíð á Íslandi í ljósi staðbundins eðlis lögfræðinnar. Við það má bæta að formaður hópsins er Glenn nokkur Kim, sem hefur áratugareynslu af alþjóðafjármálamörkuðum og hefur m.a. ráðlagt þýska fjármálaráðuneytinu í tengslum við krísuna á evrusvæðinu. Umræða um þetta mál hefur einkennst af því sem kalla mætti tortryggni fyrir tortryggni sakir. Það er lágmarkskrafa þegar rætt er um jafn mikilvæg málefni að menn sái ekki efasemdafræjum að óþörfu, og beiti boðlegum rökum. Annars dæmir fólk sig úr leik í opinberri umræðu.Að hrósa því sem vel er gert Stjórnarmaðurinn hefur í fyrri pistlum kallað eftir því að innleiddir verði, að breskri fyrirmynd, skattafslættir fyrir einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpun. Fjármálaráðherra hefur nú tilkynnt að frumvarp um slíkt sé í smíðum. Stjórnarmaðurinn hrósar ráðherra og hlakkar til að kynna sér afraksturinn. Vel gert Bjarni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira