Fastagesturinn Dagur B. hljóp undir bagga með Frú Laugu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. október 2015 19:00 Arnar Bjarnason vísir/gva Þrátt fyrir að verslun Frú Laugu að Óðinsgötu 1 í Reykjavík muni þurfa að loka á næstunni og flytja á nýjan stað er óþarfi fyrir viðskiptavini bændamarkaðarins að örvænta; verslunin opnar einungis tuttugu skrefum ofar í götunni – að Óðinsgötu 8b. Fastagestur Frú Laugu vildi ómögulega missa verslunina úr hverfinu og ákvað því að bjóða fram jarðhæðina á húsi sínu undir reksturinn. Það boð þáðu eigendur Frú Laugu og vonir standa til að verslunin opni á nýjum stað á næstu dögum, heima hjá borgarstjóranum Degi B. Eggertssyni. Dagur segir í samtali við Vísi að þeim hjónum, Örnu Dögg Einarsdóttur, hafi borist til eyrna að Frú Lauga væri að missa húsnæði sitt neðar í götunni. Það hafi þeim fastagestunum hugnast illa og ákváðu þau því að hlaupa undir bagga með versluninni og bjóða þeim jarðhæðina á húsi sínu undir reksturinn.Dagur B. Eggertssonvísir/pjeturÞau borgarstjórahjónin eignuðust hæðina í fyrra og eru nýlega búin að gera hana upp. Því segir Dagur að ekkert hafi staðið í vegi fyrir því að nýta rýmið undir verslunina meðan leit stendur yfir að öðru húsnæði fyrir Frú Laugu. „Nú ætlum við bara að prófa þetta og sjá hvernig þetta virkar,“ segir Dagur sem bætir við að ómögulegt sé að segja hvað þessi ráðagerð muni lifa lengi. „Þetta er alla vega til reynslu og svo sjáum við hvað framtíðin ber í skauti sér.“Borgarstjórabústaðurinn hentar vel fyrir verslunarrekstur Þegar Vísir náði tali af Arnari Bjarnasyni, sem rekur verslanir Frú Laugu ásamt eiginkonu sinni Rakel Halldórsdóttur, voru þau hjónin að ganga frá „samningnum í rólegheitunum.“ Þetta væri allt „tiltölulega nýgeirneglt,“ eins og Arnar komst að orði. Ástæður flutninganna segir Arnar vera þær að eigandi hússins að Óðinsgötu 1 hyggst opna aðra verslun í rýminu sem áður hýsti Frú Laugu. Því hafi verslun þeirra Rakelar verið á hrakhólum. „Þau hjónin nálguðust okkur og buðu að leigja á jarðhæðinni hjá sér og við þáðum það því við þurftum jú að skipta um húsnæði,“ segir Arnar sem kveðst spenntur fyrir breytingunum. Það hafi þannig komið þeim hjónum á óvart hversu vel jarðhæðin að Óðinsgötu 8b henti fyrir verslunarrekstur. Rýmið sé nýuppgert - „og það sé jafnvel skemmtilegra en það sem við vorum í áður, birtan er einhvern veginn öðruvísi en á gamla staðnum,“ bætir Arnar við. Að sögn Arnars stendur nú yfir vinna við að fá öll tilskilin leyfi frá Reykjavíkurborg og vonir standa til að þau liggi fyrir á næstu dögum. Því megi fara að huga að opnun í nýja húsnæðinu innan tíðar. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þrátt fyrir að verslun Frú Laugu að Óðinsgötu 1 í Reykjavík muni þurfa að loka á næstunni og flytja á nýjan stað er óþarfi fyrir viðskiptavini bændamarkaðarins að örvænta; verslunin opnar einungis tuttugu skrefum ofar í götunni – að Óðinsgötu 8b. Fastagestur Frú Laugu vildi ómögulega missa verslunina úr hverfinu og ákvað því að bjóða fram jarðhæðina á húsi sínu undir reksturinn. Það boð þáðu eigendur Frú Laugu og vonir standa til að verslunin opni á nýjum stað á næstu dögum, heima hjá borgarstjóranum Degi B. Eggertssyni. Dagur segir í samtali við Vísi að þeim hjónum, Örnu Dögg Einarsdóttur, hafi borist til eyrna að Frú Lauga væri að missa húsnæði sitt neðar í götunni. Það hafi þeim fastagestunum hugnast illa og ákváðu þau því að hlaupa undir bagga með versluninni og bjóða þeim jarðhæðina á húsi sínu undir reksturinn.Dagur B. Eggertssonvísir/pjeturÞau borgarstjórahjónin eignuðust hæðina í fyrra og eru nýlega búin að gera hana upp. Því segir Dagur að ekkert hafi staðið í vegi fyrir því að nýta rýmið undir verslunina meðan leit stendur yfir að öðru húsnæði fyrir Frú Laugu. „Nú ætlum við bara að prófa þetta og sjá hvernig þetta virkar,“ segir Dagur sem bætir við að ómögulegt sé að segja hvað þessi ráðagerð muni lifa lengi. „Þetta er alla vega til reynslu og svo sjáum við hvað framtíðin ber í skauti sér.“Borgarstjórabústaðurinn hentar vel fyrir verslunarrekstur Þegar Vísir náði tali af Arnari Bjarnasyni, sem rekur verslanir Frú Laugu ásamt eiginkonu sinni Rakel Halldórsdóttur, voru þau hjónin að ganga frá „samningnum í rólegheitunum.“ Þetta væri allt „tiltölulega nýgeirneglt,“ eins og Arnar komst að orði. Ástæður flutninganna segir Arnar vera þær að eigandi hússins að Óðinsgötu 1 hyggst opna aðra verslun í rýminu sem áður hýsti Frú Laugu. Því hafi verslun þeirra Rakelar verið á hrakhólum. „Þau hjónin nálguðust okkur og buðu að leigja á jarðhæðinni hjá sér og við þáðum það því við þurftum jú að skipta um húsnæði,“ segir Arnar sem kveðst spenntur fyrir breytingunum. Það hafi þannig komið þeim hjónum á óvart hversu vel jarðhæðin að Óðinsgötu 8b henti fyrir verslunarrekstur. Rýmið sé nýuppgert - „og það sé jafnvel skemmtilegra en það sem við vorum í áður, birtan er einhvern veginn öðruvísi en á gamla staðnum,“ bætir Arnar við. Að sögn Arnars stendur nú yfir vinna við að fá öll tilskilin leyfi frá Reykjavíkurborg og vonir standa til að þau liggi fyrir á næstu dögum. Því megi fara að huga að opnun í nýja húsnæðinu innan tíðar.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira