Innlent

Eygló ýtir á eftir starfsfólki fjármálaráðuneytisins með orkustöngum

Birgir Olgeirsson skrifar
Kveðjan sem Eygló sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins ásamt orkustöngunum.
Kveðjan sem Eygló sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins ásamt orkustöngunum. Vísir/GVA/Facebook
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sent starfsfólki fjármálaráðuneytisins kveðju þar sem hún segir starfsfólk velferðarráðuneytisins bíða spennt eftir kostnaðarmati á frumvörpum um uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis og aukins húsnæðisstuðnings fyrir leigjendur.

Eygló birtir mynd af kveðjunni á Facebook en með henni fylgdu orkustangir sem Eygló vonast til að muni hjálpa starfsfólki fjármálaráðuneytisins við að meta áhrifin á ríkissjóðs og þjóðarbúskapinn að hjálpa þeim allra fátækustu að fá öruggt húsaskjól.

Við upphaf kjörtímabilsins hafði Eygló boðað að farið yrði í umfangsmiklar aðgerðir í húsnæðismálum en þrjú frumvörp þess efnis eru að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi þingi. Þau eru um húsnæðisbætur, húsnæðismál og húsnæðissamvinnufélög.

Eygló hefur lagt ríka áherslu á að þessi mál verði kláruð fyrir þingfrestun í vor en hún hefur sagt að Alþingi verði að starfa eins lengi og þarf til að klára þau og sagði við Fréttablaðið í mars að ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að halda sumarþing sé það vegna þessara mála.

Sjá einnig: Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum

Fréttablaðið sagði frá því sömuleiðis í mars síðastliðnum að nokkuð hefði verið beðið eftir þessum frumvörpum og hefur fyrst og fremst staðið í mönnum hvernig eigi að fjármagna aðgerðirnar.

Ákvað að senda Fjármálaráðuneytinu góða kveðju :)

Posted by Eygló Harðardóttir on Tuesday, April 7, 2015Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.