QuizUp hlaut Webby-verðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2015 07:21 Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla. Sameiginleg auglýsingaherferð QuizUp og Google hlýtur Webby-verðlaunin í ár í flokknum auglýsingar og miðlun en þetta kemur fram í tilkynningu frá Plain Vanilla. Herferð fyrirtækjanna fékk svokölluð People’s Choice verðlaun þar sem almenningur velur vinningshafann, en einnig eru veitt verðlaun sem valin eru af dómnefnd. Verðlaunaverkefnið snerist m.a. um að nota loftmyndir úr Google Maps landakortakerfinu sem spurningar í QuizUp leiknum. Það voru þeir Viggó Jónsson og Ari Tómasson sem önnuðust verkefnið fyrir hönd Plain Vanilla og í samvinnu við auglýsingastofuna Jónsson & Le'macks en verkefnið var í höndum farsímadeildar Google í Norður-Ameríku. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu og frumlegustu notkun á myndskeiðum, hljóði og hreyfimyndum fyrir farsíma og spjaldtölvur til að koma vörumerki, vöru eða almennum skilaboðum á framfæri. Meðal annarra Webby-verðlaunahafa í ár eru stefnumótaappið Tinder, Íslandsvinurinn og Vine-stjarnan Jerome Jarre, Virgin flugfélagið og TED-ráðstefnan. Verðlaunaafhendingin sjálf verður við hátíðlega athöfn í beinni útsendingu frá Los Angeles þann 19. maí næstkomandi. Webby-verðlaunin hafa verið afhent síðan 1996 og eru almennt talin þau virtustu sem veitt eru á netinu. Á heimasíðu verðlaunanna má lesa að á síðasta ári hafi umfjöllun um verðlaunaúthlutunina náð alls til tveggja milljarða manna í gegnum netfréttasíður, dagblöð og sjónvarpsstöðvar. QuizUp hefur áður unnið Webby verðlaun, en á síðasta ári hlaut leikurinn verðlaun sem besti fjölspilunarleikurinn. Þá hlaut fyrirtækið verðlaun fyrir að skara fram úr á sínu sviði. „Það er ánægjulegt að sjá að samstarfsverkefni okkar við stórfyrirtæki á borð við Google fái þessa miklu athygli. Við höfum lagt mikla áherslu á að koma leiknum á framfæri í samstarfi við ýmist stórfyrirtæki vestanhafs og var þetta verkefni liður í því. Þessi verðlaun eru mjög mikils metin í okkar geira og gaman að QuizUp sé þarna í félagskap með mörgum öðrum frábærum verkefnum og fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla sem gefur út QuizUp. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Sameiginleg auglýsingaherferð QuizUp og Google hlýtur Webby-verðlaunin í ár í flokknum auglýsingar og miðlun en þetta kemur fram í tilkynningu frá Plain Vanilla. Herferð fyrirtækjanna fékk svokölluð People’s Choice verðlaun þar sem almenningur velur vinningshafann, en einnig eru veitt verðlaun sem valin eru af dómnefnd. Verðlaunaverkefnið snerist m.a. um að nota loftmyndir úr Google Maps landakortakerfinu sem spurningar í QuizUp leiknum. Það voru þeir Viggó Jónsson og Ari Tómasson sem önnuðust verkefnið fyrir hönd Plain Vanilla og í samvinnu við auglýsingastofuna Jónsson & Le'macks en verkefnið var í höndum farsímadeildar Google í Norður-Ameríku. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu og frumlegustu notkun á myndskeiðum, hljóði og hreyfimyndum fyrir farsíma og spjaldtölvur til að koma vörumerki, vöru eða almennum skilaboðum á framfæri. Meðal annarra Webby-verðlaunahafa í ár eru stefnumótaappið Tinder, Íslandsvinurinn og Vine-stjarnan Jerome Jarre, Virgin flugfélagið og TED-ráðstefnan. Verðlaunaafhendingin sjálf verður við hátíðlega athöfn í beinni útsendingu frá Los Angeles þann 19. maí næstkomandi. Webby-verðlaunin hafa verið afhent síðan 1996 og eru almennt talin þau virtustu sem veitt eru á netinu. Á heimasíðu verðlaunanna má lesa að á síðasta ári hafi umfjöllun um verðlaunaúthlutunina náð alls til tveggja milljarða manna í gegnum netfréttasíður, dagblöð og sjónvarpsstöðvar. QuizUp hefur áður unnið Webby verðlaun, en á síðasta ári hlaut leikurinn verðlaun sem besti fjölspilunarleikurinn. Þá hlaut fyrirtækið verðlaun fyrir að skara fram úr á sínu sviði. „Það er ánægjulegt að sjá að samstarfsverkefni okkar við stórfyrirtæki á borð við Google fái þessa miklu athygli. Við höfum lagt mikla áherslu á að koma leiknum á framfæri í samstarfi við ýmist stórfyrirtæki vestanhafs og var þetta verkefni liður í því. Þessi verðlaun eru mjög mikils metin í okkar geira og gaman að QuizUp sé þarna í félagskap með mörgum öðrum frábærum verkefnum og fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla sem gefur út QuizUp.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira