Samþykkja skilyrði fyrir arðgreiðslum Orkuveitu Reykjavíkur Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2015 13:26 Tillagan var samþykkt samhljóða en eigendur OR eru þrír; Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Vísir/Róbert Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafa samþykkt tillögu stjórnar um fjárhagsleg skilyrði fyrir því að arður verði greiddur til eigenda í framtíðinni. Í tilkynningu frá OR kemur fram að forstjórinn Bjarni Bjarnason segi samþykktina afar mikilvæga og að hún sýni hve eigendur OR telji mikilvægt að tryggja góðan rekstur og traustan fjárhag OR til framtíðar. Tillagan var samþykkt samhljóða en eigendur OR eru þrír; Reykjavíkurborg, sem á 93,5 prósenta hlut, Akraneskaupstaður sem á 5,5 prósenta hlut og Borgarbyggð sem á eins prósenta hlut. „Sveitarstjórnir allra eigenda hafa nú samþykkt tillögu stjórnar um að OR greiði eigendum ekki arð nema að fjárhagsstaða fyrirtækisins uppfylli tiltekin skilyrði. Þau snúa meðal annars að eiginfjárhlutfalli, lausafjárstöðu, skuldsetningu og hlutfalli hagnaðar sem greiða má út í formi arðs. Tillagan var samþykkt samhljóða af öllum sveitarfélögunum,“ segir í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að samþykkt eigendanna á arðgreiðsluskilyrðunum sýni skýran vilja þeirra til að standa vörð um þann árangur sem hefur náðst í að rétta við reksturinn og koma fjárhag Orkuveitu Reykjavíkur í gott horf. „Sameiginlegt átak eigenda, stjórnar og starfsfólks hefur skilað því að markmiðum Plansins um bætta sjóðstöðu var náð á miðju árinu 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Hlutverk OR er að veita íbúum góða þjónustu á sanngjörnu verði. Mér sýnist að dótturfélögin – Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur – standi sig prýðilega í þeim efnum og þau stefna að því að gera enn betur,“ segir Bjarni.ArðgreiðsluskilyrðinÍ samþykktinni um arðgreiðsluskilyrðin er gert ráð fyrir að stjórn samþykki arðsstefnu fyrir fyrirtækið, sem hljóta skuli staðfestingu eigenda. „Í samþykktinni eru fjárhagslegir mælikvarðar, sem uppfylltir skulu, áður en til arðgreiðslu kemur og arðgreiðslur mega ekki brjóta gegn. Skilyrðin eru þessi:„Samkvæmt Planinu, aðgerðaáætlun sem OR hefur unnið eftir frá árinu 2011, er ekki greiddur arður á gildistíma þess. Planið er í gildi til ársloka 2016,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafa samþykkt tillögu stjórnar um fjárhagsleg skilyrði fyrir því að arður verði greiddur til eigenda í framtíðinni. Í tilkynningu frá OR kemur fram að forstjórinn Bjarni Bjarnason segi samþykktina afar mikilvæga og að hún sýni hve eigendur OR telji mikilvægt að tryggja góðan rekstur og traustan fjárhag OR til framtíðar. Tillagan var samþykkt samhljóða en eigendur OR eru þrír; Reykjavíkurborg, sem á 93,5 prósenta hlut, Akraneskaupstaður sem á 5,5 prósenta hlut og Borgarbyggð sem á eins prósenta hlut. „Sveitarstjórnir allra eigenda hafa nú samþykkt tillögu stjórnar um að OR greiði eigendum ekki arð nema að fjárhagsstaða fyrirtækisins uppfylli tiltekin skilyrði. Þau snúa meðal annars að eiginfjárhlutfalli, lausafjárstöðu, skuldsetningu og hlutfalli hagnaðar sem greiða má út í formi arðs. Tillagan var samþykkt samhljóða af öllum sveitarfélögunum,“ segir í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að samþykkt eigendanna á arðgreiðsluskilyrðunum sýni skýran vilja þeirra til að standa vörð um þann árangur sem hefur náðst í að rétta við reksturinn og koma fjárhag Orkuveitu Reykjavíkur í gott horf. „Sameiginlegt átak eigenda, stjórnar og starfsfólks hefur skilað því að markmiðum Plansins um bætta sjóðstöðu var náð á miðju árinu 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Hlutverk OR er að veita íbúum góða þjónustu á sanngjörnu verði. Mér sýnist að dótturfélögin – Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur – standi sig prýðilega í þeim efnum og þau stefna að því að gera enn betur,“ segir Bjarni.ArðgreiðsluskilyrðinÍ samþykktinni um arðgreiðsluskilyrðin er gert ráð fyrir að stjórn samþykki arðsstefnu fyrir fyrirtækið, sem hljóta skuli staðfestingu eigenda. „Í samþykktinni eru fjárhagslegir mælikvarðar, sem uppfylltir skulu, áður en til arðgreiðslu kemur og arðgreiðslur mega ekki brjóta gegn. Skilyrðin eru þessi:„Samkvæmt Planinu, aðgerðaáætlun sem OR hefur unnið eftir frá árinu 2011, er ekki greiddur arður á gildistíma þess. Planið er í gildi til ársloka 2016,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun