Viðskipti innlent

Tryggingagjald lækkar ekki jafn hratt og atvinnuleysi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Í nóvember síðastliðnum var fjöldi atvinnulausra 5.400. Mynd úr safni.
Í nóvember síðastliðnum var fjöldi atvinnulausra 5.400. Mynd úr safni. Vísir/Daníel
Munur á hlutfalli atvinnutryggingagjalds og atvinnuleysisprósentu er mun meiri tíðkast hefur. Atvinnuleysi hefur minnkað og atvinnutryggingagjald lækkað en ekki þó í takt við minnkandi atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um þetta í dag.

„Skattlagning á launagreiðslur í landinu hefur því aukist. Atvinnutryggingargjald er því í auknum mæli orðin tekjulind fyrir ríkissjóð. „Aukin skattlagning launagreiðslna með þessum hætti dregur úr getu atvinnurekenda til að ráða nýja starfsmenn og því verður fjölgun starfa minni en ella,“ segir í fréttabréfi deildarinnar sem birt var í morgun.

Beint atvinnutryggingargjald á síðasta ári 2014 var 1,45 prósent af launum og almennt tryggingargjald, sem einnig er lagt á laun, er 6,04 prósent. Tryggingagjald er því samtals 7,59 prósent á launagreiðslur. Almenna gjaldið fer að mestu leyti til Tryggingastofnunar og Fæðingarorlofssjóðs.

Hagfræðideildin bendir á að atvinnuleysi hafi minnkað stöðugt síðustu misseri en í ársbyrjun 2010 voru 14.700 einstaklingar skráðir atvinnulausir, um 9 prósent mannafla á vinnumarkaði. Í nóvember síðastliðnum var fjöldinn kominn niður í 5.400, eða um 3,3 prósent. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×