Ekki hætta á „týndum áratug“ á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2015 18:30 Bæði seðlabankastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telja litlar líkur á langvinnri verðhjöðnun. Þá réttlætir lítil verðbólga nú ekki ríflegar launahækkanir að mati seðlabankastjóra því hún eigi sér alþjóðlegar skýringar. Tólf mánaða verðbólga hér á landi mældist aðeins 0,8 prósent í desember en þetta er í fyrsta skipti sem verðbólgan fer undir eins prósenta neðri fráviksmörk frá því verðbólgumarkmið var tekið upp sem ný peningastefna hinn 27. mars 2001. Þessi lága verðbólga hefur orðið tilefni til vangaveltna um hvort það sé raunveruleg hætta á verðhjöðnun, þ.e. almennri lækkun verðlags, andstæðunni við verðbólgu. Þannig sá peningastefnunefnd Seðlabankans ástæðu til að fjalla sérstaklega um þetta í greinargerð til ríkisstjórnarinnar hinn 29. desember en slík greinargerð er alltaf send ef verðbólga mælist yfir eða undir fráviksmörkum. Eitt helsta stýritæki seðlabanka, vextir, verður óvirkt í verðhjöðnun því vextir geta ekki farið undir 0 prósent. Verðhjöðnun fylgir yfirleitt samdráttur og langvinn verðhjöðnun getur haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkja. Nærtækasta dæmið er Japan en Japanir hafa glímt við verðhjöðnun í rúman aldarfjórðung. Í fyrstu var talað um „týnda áratuginn“ í Japan, frá 1990 til 2000 en nú þykir nærri lagi að tala um „týndu áratugina.“Áhyggjur af verðhjöðnun í Evrópusambandinu Í Þýskalandi hafa menn miklar áhyggjur af verðhjöðnun um þessar mundir og raunar víðar í Evrópusambandinu. Er beðið eftir nýjum hagtölum, sem birtar verða á morgun, með mikilli eftirvæntingu. Umræða um verðjöðnun er í raun framandi og sérstakt fyrirbæri fyrir Íslendinga sem hafa áratugum saman glímt við verðbólgu. „Ef við sjáum innlenda eftirspurn taka við sér og húsnæðisliðinn vega þyngra þá sé ég ekki viðvarandi verðhjöðnun framundan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Eins og staðan er núna eru litlar líkur á langri og viðvarandi verðhjöðnun hér á landi af því tagi sem Japan hefur glímt við og menn eru að óttast í Evrópu í dag. Í fyrsta lagi er Ísland lítið og opið hagkerfi og það er fljótlegt að knýja niður gengið ef þess þarf,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri en við gengisfellingu verður innflutningur dýrari og verðbólgan tekur við sér. Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins eru á næsta leiti en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins reikna með að þær hefjist af fullum krafti í byrjun febrúar. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að víkja frá markmiði um 3,5 prósenta hækkun launa á ársgrundvelli í komandi kjaraviðræðum því lág verðbólga nú skýrist aðallega af verðlækkunum á innfluttum vörum. Þannig eigi hún sér alþjóðlegar skýringar og þessi staða geti breyst snögglega. „Þetta er lækkun olíuverðs og lækkun annarrar hrávöru, mjög lág alþjóðleg verðbólga, og við vitum ekki hversu hratt það snýst við. Um leið og það kemst í normal stöðu þá erum við, miðað við þann takt sem er í launahækkunum hér, komin með verðbólguna að markmiði og jafnvel hærra,“ segir Már. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.mynd/saBýst við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist búast við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum. Ekki síst fyrir þær sakir að þessu sinni semja aðildarfélög ASÍ hvert og eitt um kjör sinna félagsmanna. „Það verður auðvitað miklu erfiðara viðfangsefni að samræma launaþróun þegar verið er að semja við hvert aðildarfélag fyrir sig en það hefur verið gert áður. Það er alveg hægt að vinna úr þeirri stöðu en það verða vissulega snúnari samningaviðræður,“ segir Þorsteinn. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Bæði seðlabankastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telja litlar líkur á langvinnri verðhjöðnun. Þá réttlætir lítil verðbólga nú ekki ríflegar launahækkanir að mati seðlabankastjóra því hún eigi sér alþjóðlegar skýringar. Tólf mánaða verðbólga hér á landi mældist aðeins 0,8 prósent í desember en þetta er í fyrsta skipti sem verðbólgan fer undir eins prósenta neðri fráviksmörk frá því verðbólgumarkmið var tekið upp sem ný peningastefna hinn 27. mars 2001. Þessi lága verðbólga hefur orðið tilefni til vangaveltna um hvort það sé raunveruleg hætta á verðhjöðnun, þ.e. almennri lækkun verðlags, andstæðunni við verðbólgu. Þannig sá peningastefnunefnd Seðlabankans ástæðu til að fjalla sérstaklega um þetta í greinargerð til ríkisstjórnarinnar hinn 29. desember en slík greinargerð er alltaf send ef verðbólga mælist yfir eða undir fráviksmörkum. Eitt helsta stýritæki seðlabanka, vextir, verður óvirkt í verðhjöðnun því vextir geta ekki farið undir 0 prósent. Verðhjöðnun fylgir yfirleitt samdráttur og langvinn verðhjöðnun getur haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkja. Nærtækasta dæmið er Japan en Japanir hafa glímt við verðhjöðnun í rúman aldarfjórðung. Í fyrstu var talað um „týnda áratuginn“ í Japan, frá 1990 til 2000 en nú þykir nærri lagi að tala um „týndu áratugina.“Áhyggjur af verðhjöðnun í Evrópusambandinu Í Þýskalandi hafa menn miklar áhyggjur af verðhjöðnun um þessar mundir og raunar víðar í Evrópusambandinu. Er beðið eftir nýjum hagtölum, sem birtar verða á morgun, með mikilli eftirvæntingu. Umræða um verðjöðnun er í raun framandi og sérstakt fyrirbæri fyrir Íslendinga sem hafa áratugum saman glímt við verðbólgu. „Ef við sjáum innlenda eftirspurn taka við sér og húsnæðisliðinn vega þyngra þá sé ég ekki viðvarandi verðhjöðnun framundan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Eins og staðan er núna eru litlar líkur á langri og viðvarandi verðhjöðnun hér á landi af því tagi sem Japan hefur glímt við og menn eru að óttast í Evrópu í dag. Í fyrsta lagi er Ísland lítið og opið hagkerfi og það er fljótlegt að knýja niður gengið ef þess þarf,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri en við gengisfellingu verður innflutningur dýrari og verðbólgan tekur við sér. Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins eru á næsta leiti en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins reikna með að þær hefjist af fullum krafti í byrjun febrúar. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að víkja frá markmiði um 3,5 prósenta hækkun launa á ársgrundvelli í komandi kjaraviðræðum því lág verðbólga nú skýrist aðallega af verðlækkunum á innfluttum vörum. Þannig eigi hún sér alþjóðlegar skýringar og þessi staða geti breyst snögglega. „Þetta er lækkun olíuverðs og lækkun annarrar hrávöru, mjög lág alþjóðleg verðbólga, og við vitum ekki hversu hratt það snýst við. Um leið og það kemst í normal stöðu þá erum við, miðað við þann takt sem er í launahækkunum hér, komin með verðbólguna að markmiði og jafnvel hærra,“ segir Már. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.mynd/saBýst við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist búast við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum. Ekki síst fyrir þær sakir að þessu sinni semja aðildarfélög ASÍ hvert og eitt um kjör sinna félagsmanna. „Það verður auðvitað miklu erfiðara viðfangsefni að samræma launaþróun þegar verið er að semja við hvert aðildarfélag fyrir sig en það hefur verið gert áður. Það er alveg hægt að vinna úr þeirri stöðu en það verða vissulega snúnari samningaviðræður,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira