Kaupir kælibúnað og flutningakerfi í þrjú ný skip Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2015 12:20 Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans / 3X Technology, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda og Albert Högnason, þróunarstjóri Skagans / 3X Technology við undirskrift samninga. Samningar hafa verið undirritaðir á milli HB Granda og Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði um nýjan og byltingarkenndan vinnslu- og lestarbúnað í Engey RE, Akurey AK og Viðey RE, nýja ísfisktogara félagsins sem verða smíðaðir á næstu misserum. Samningarnir byggja á þróunarsamstarfi HB Granda við félögin á undanförnum árum. Samningarnir eru tveir, annars vegar um búnað á vinnsludekki og hins vegar um sjálfvirkt flutningakerfi á körum. Verðmæti samningana er um 1.190 milljónir króna að því er segir í tilkynningu frá HB Granda. Þar kemur fram að samningarnir byggi á ítarlegum rannsóknum, hönnun og þróun búnaðar á vinnsludekki og í lest með það að markmiði að auka verulega nýtingu og gæði fisks, ásamt því að lágmarka kostnað og bæta vinnuaðstöðu sjómanna. Búnaður á vinnsludekki sé jafnframt hannaður þannig að sérstök áhersla er lögð á aðstöðu til nýtingar slógs, lifrar og hrogna.Búnaður á vinnsludekki Búnaður á vinnsludekki er byggður á nýsköpun og þróun Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði í góðu samstarfi við iðnaðinn og rannsóknaraðila s.s. Matís og Iceprotein á Sauðárkróki. Helstu eiginleikar búnaðar á vinnsludekki eru: • Afkastamikil blóðgunar- og slægingarlína sem tryggir bætta meðhöndlun fisks. • Myndgreiningartækni sem tegundagreinir og stærðarflokkar fisk með sjálfvirkum hætti • Tveggja þrepa Rotex blæðingarferli sem tryggir rétta blæðingu og eykur gæði. • Tveggja þrepa Rotex kæliferli sem hægir á dauðastirðnun mun tryggja betri og lengri ferskleika. • Sjálfvirk stærðarflokkun og Rotex kæliferli fyrir karfa. • Meðhöndlun og kæling á hrognum, lifur og slógi verður framkvæmd í Rotex kæliferlinu. • Röðun og frágangur fisksins í kör mun fara fram á vinnsludekki. „Búnaður á vinnsludekkinu byggir á áframhaldandi þróun á Rotex blæðingu og Rotex kælingu sem nú þegar er í flestum skipum flotans. Rotex tæknin tryggir einsleita og rétta meðhöndlun.“ segir Albert Högnason vöruþróunarstjóri hjá 3X Technologies.Sjálfvirkt flutningakerfi kara Nýtt og byltingarkennt sjálfvirkt flutningakerfi kara mun gjörbreyta meðhöndlun afla og bæta aðbúnað og vinnulag sjómanna. Lausnin er samstarfs- og þróunarverkefni fyrirtækjanna og er útfærð með tæknimönnum HB Granda og Nautic, hönnuðar skipanna. Helstu kostir flutningakerfisins eru: • Mannlaust lestarkerfi • Sjálfvirkur flutningur tómra kara upp úr lest skipsins. • Röðun og frágangur fisks mun fara fram á vinnsludekki. • Karastöflun og flutningur frá vinnsludekki niður í lest verður sjálfvirkur. • Lagerkerfi í lest verður sjálfvirkt. • Lestun og losun skipsins verður sjálfvirk. Í kjölfar samningsins mun þegar hefjast smíði á frumgerð flutningakerfisins og mun tíminn fram að afhendingu fyrsta togarans nýttur í að reyna kerfið í aðstöðu Skagans á Akranesi. Fyrsti ísfisktogarinn, Engey RE, er væntanlegur til landsins síðla sumars 2016. „Að HB Grandi velji okkar metnaðarfullu og um margt byltingarkenndu lausnir í ný skip sín er mikil viðurkenning á nýsköpun og þróunarstarfi okkar á síðustu misserum. Við höfum í gegnum tíðina átt farsæl samskipti við starfsfólk HB Granda, m.a. í okkar þróunarvinnu. Það farsæla samstarf er staðfest með þessum samningi. Við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans / 3X Technology. „Undirbúningur þessa verkefnis var unninn af stýrihópi HB Granda á mjög faglegan og farsælan hátt. Árangurinn skilar sér í þessum samningum og er í takt við metnaðarfulla endurnýjun flota okkar. Aukin gæði, lægri rekstrarkostnaður og umfram allt bætt vinnuaðstaða og aðbúnaður sjómanna eru okkar leiðarljós við smíði nýju skipanna,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Samningar hafa verið undirritaðir á milli HB Granda og Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði um nýjan og byltingarkenndan vinnslu- og lestarbúnað í Engey RE, Akurey AK og Viðey RE, nýja ísfisktogara félagsins sem verða smíðaðir á næstu misserum. Samningarnir byggja á þróunarsamstarfi HB Granda við félögin á undanförnum árum. Samningarnir eru tveir, annars vegar um búnað á vinnsludekki og hins vegar um sjálfvirkt flutningakerfi á körum. Verðmæti samningana er um 1.190 milljónir króna að því er segir í tilkynningu frá HB Granda. Þar kemur fram að samningarnir byggi á ítarlegum rannsóknum, hönnun og þróun búnaðar á vinnsludekki og í lest með það að markmiði að auka verulega nýtingu og gæði fisks, ásamt því að lágmarka kostnað og bæta vinnuaðstöðu sjómanna. Búnaður á vinnsludekki sé jafnframt hannaður þannig að sérstök áhersla er lögð á aðstöðu til nýtingar slógs, lifrar og hrogna.Búnaður á vinnsludekki Búnaður á vinnsludekki er byggður á nýsköpun og þróun Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði í góðu samstarfi við iðnaðinn og rannsóknaraðila s.s. Matís og Iceprotein á Sauðárkróki. Helstu eiginleikar búnaðar á vinnsludekki eru: • Afkastamikil blóðgunar- og slægingarlína sem tryggir bætta meðhöndlun fisks. • Myndgreiningartækni sem tegundagreinir og stærðarflokkar fisk með sjálfvirkum hætti • Tveggja þrepa Rotex blæðingarferli sem tryggir rétta blæðingu og eykur gæði. • Tveggja þrepa Rotex kæliferli sem hægir á dauðastirðnun mun tryggja betri og lengri ferskleika. • Sjálfvirk stærðarflokkun og Rotex kæliferli fyrir karfa. • Meðhöndlun og kæling á hrognum, lifur og slógi verður framkvæmd í Rotex kæliferlinu. • Röðun og frágangur fisksins í kör mun fara fram á vinnsludekki. „Búnaður á vinnsludekkinu byggir á áframhaldandi þróun á Rotex blæðingu og Rotex kælingu sem nú þegar er í flestum skipum flotans. Rotex tæknin tryggir einsleita og rétta meðhöndlun.“ segir Albert Högnason vöruþróunarstjóri hjá 3X Technologies.Sjálfvirkt flutningakerfi kara Nýtt og byltingarkennt sjálfvirkt flutningakerfi kara mun gjörbreyta meðhöndlun afla og bæta aðbúnað og vinnulag sjómanna. Lausnin er samstarfs- og þróunarverkefni fyrirtækjanna og er útfærð með tæknimönnum HB Granda og Nautic, hönnuðar skipanna. Helstu kostir flutningakerfisins eru: • Mannlaust lestarkerfi • Sjálfvirkur flutningur tómra kara upp úr lest skipsins. • Röðun og frágangur fisks mun fara fram á vinnsludekki. • Karastöflun og flutningur frá vinnsludekki niður í lest verður sjálfvirkur. • Lagerkerfi í lest verður sjálfvirkt. • Lestun og losun skipsins verður sjálfvirk. Í kjölfar samningsins mun þegar hefjast smíði á frumgerð flutningakerfisins og mun tíminn fram að afhendingu fyrsta togarans nýttur í að reyna kerfið í aðstöðu Skagans á Akranesi. Fyrsti ísfisktogarinn, Engey RE, er væntanlegur til landsins síðla sumars 2016. „Að HB Grandi velji okkar metnaðarfullu og um margt byltingarkenndu lausnir í ný skip sín er mikil viðurkenning á nýsköpun og þróunarstarfi okkar á síðustu misserum. Við höfum í gegnum tíðina átt farsæl samskipti við starfsfólk HB Granda, m.a. í okkar þróunarvinnu. Það farsæla samstarf er staðfest með þessum samningi. Við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans / 3X Technology. „Undirbúningur þessa verkefnis var unninn af stýrihópi HB Granda á mjög faglegan og farsælan hátt. Árangurinn skilar sér í þessum samningum og er í takt við metnaðarfulla endurnýjun flota okkar. Aukin gæði, lægri rekstrarkostnaður og umfram allt bætt vinnuaðstaða og aðbúnaður sjómanna eru okkar leiðarljós við smíði nýju skipanna,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira