Viðskipti innlent

Rúmlega 900 milljóna króna gjaldþrots Jafets

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jafet Ólafsson athafnamaðru.
Jafet Ólafsson athafnamaðru.
Lýstar kröfur í þrotabú Jafets Ólafssonar námu rúmum 920 milljónum króna. Í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að búið var tekið til gjaldþrotaskipta 6. júlí 2011. Þann dag var Þorsteinn Einarsson skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. Skiptum á búinu var lokið 26. janúar síðastliðinn.

Skiptum var lokið með úthlutunargerð. Rúmar 145 milljóna króna veðkröfur voru greiddar. Upp í almennar kröfur sem voru rúmar 774 milljónir króna greiddust 34 milljónir eða rúm 4 prósent. 

Í Viðskiptablaðinu í ágúst 2011 kom fram að Jafet var hluthafi í félaginu Veigur ehf. og samkvæmt ársreikningi félagsins ársins 2009, sem skilað var inn 25.ágúst 2010, var hlutur hans 70%. Kona hans, Hildur Hermóðsdóttir, átti þá 30% í Veig ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×