Viðskipti innlent

Landsbréf skiluðu 190 milljóna hagnaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsbréf skila 190 milljóna hagnaði.
Landsbréf skila 190 milljóna hagnaði.
Landsbréf, dótturfélag Landsbanka Íslands, skilaði 188 milljónum króna í hagnað á liðnu ári, sem svarar til tæplega 10,3% arðsemi eigin fjár.

Í afkomutilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að hreinar rekstrartekjur Landsbréfa námu 1.104 milljónum króna samanborið við 969 milljónir króna rekstrarárið 2013. Eigið fé Landsbréfa í árslok nam um 1.832 milljónum króna samanborið við 1.644 milljónir króna í lok árs 2013.

„Sjóðir Landsbréfa skiluðu fjárfestum almennt góðri ávöxtun á árinu 2014 og rekstur Landsbréfa skilaði eigendum sínum góðri arðsemi,“ segir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa í tilkynningu.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×