Viðskipti innlent

Aflinn jókst um tæpan helming

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Loðnuaflinn jókst verulega í janúar.
Loðnuaflinn jókst verulega í janúar. vísir/hari
Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæp 92 þúsund tonn í janúar síðastliðnum, sem er 47% aukning frá janúar árið á undan. Hagstofan segir að þar muni helst um tæp 20 þúsund tonn af loðnu.  Á síðustu 12 mánuðum hefur orðið 13,4% aflasamdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Botnfisksaflinn minnkaði um tæp 2400 tonn, fór úr 34.263 tonnum í 31.895 tonn. Uppsjávaraflinn fór hins vegar úr 26.757 tonnum í 58.844 tonn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×