Af þessari ástæðu geti opinberir starfsmenn ekki borið sig saman við launþega á almennum markaði í launakröfum sínum.

„Það hefur aldrei verið sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að launakjör opinberra starfsmanna séu lakari. Slíkur samanburður þyrfti alltaf að taka tillit til þessara réttinda,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Það er mat Viðskiptaráðs að ef laun félaga í BHM myndu hækka um 20 prósent umfram laun á almennum markaði, án þess að afnema umframréttindin, myndi afkoma hins opinbera versna um 51 milljarð króna á ári. Það bil myndi þurfa að brúa með uppsögnum opinberra starfsmanna, skertri þjónustu eða verulegum skattahækkunum.