KR-ingar sextán stigum undir í hálfleik en unnu eftir tvær framlengingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 21:29 Pavel Ermolinskij var með þrennu í kvöld. Vísir/Vilhelm KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þeir lentu í miklum vandræðum með ÍR, eitt af neðstu liðum deildarinnar. KR vann leikinn á endanum með þremur stigum, 113-110, eftir tvíframlengdan leik en ÍR-ingar voru sextán stigum yfir í hálfleik og með níu stiga forskot þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Pavel Ermolinskij var með þrennu í leiknum en hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hann var kominn með þrennuna þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Pavel var stigahæstur hjá KR en Helgi Már Magnússon skoraði 23 stig og Michael Craion var með 22 stig og 16 fráköst. Matthías Sigurðarson var með 29 stig, 12f fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði því bara eina stoðsendingu í þrennuna. ÍR-liðið vann fyrsta leikhlutann 29-15 og var sextán stigum yfir í hálfleik, 55-39. KR-liðið fékk greinilega góða ræðu frá Finni Frey Stefánssyni þjálfar í hálfleik því KR-ingar skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleiks og unnu þriðja leikhlutann á endanum 28-14. ÍR var þó enn fimm stigum yfir, 72-67, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar voru hinsvegar ekkert hættir og svöruðu með góðum spretti í fjórða leikhlutanum. ÍR var 86-77 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en KR tryggði sér framlengingu með því að skora níu síðustu stig leiksins og jafna metin í 86-86. KR náði fimm stiga forskoti í fyrstu framlengingunni en ÍR-liðið tryggði sér aðra framlengingu með því að vinna síðustu eina og hálfu mínútuna 6-1. KR var skrefinu á undan í annarri framlengingunni og náði þá loksins að tryggja sér sigur og koma í veg fyrir óvæntustu úrslit tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem KR-ingar sleppa með skrekkinn á heimavelli og vinna í framlengingu eftir svakalegan endasprett í fjórða leikhluta en það gerðist líka á móti Tindastól.KR-ÍR 113-110 (15-28, 24-30, 28-14, 19-14, 13-13, 14-11)KR: Pavel Ermolinskij 24/18 fráköst/14 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 23/10 fráköst, Michael Craion 22/16 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst, Björn Kristjánsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 26/8 fráköst, Trey Hampton 23/8 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 16/5 fráköst, Hamid Dicko 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/6 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23 Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þeir lentu í miklum vandræðum með ÍR, eitt af neðstu liðum deildarinnar. KR vann leikinn á endanum með þremur stigum, 113-110, eftir tvíframlengdan leik en ÍR-ingar voru sextán stigum yfir í hálfleik og með níu stiga forskot þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Pavel Ermolinskij var með þrennu í leiknum en hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hann var kominn með þrennuna þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Pavel var stigahæstur hjá KR en Helgi Már Magnússon skoraði 23 stig og Michael Craion var með 22 stig og 16 fráköst. Matthías Sigurðarson var með 29 stig, 12f fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði því bara eina stoðsendingu í þrennuna. ÍR-liðið vann fyrsta leikhlutann 29-15 og var sextán stigum yfir í hálfleik, 55-39. KR-liðið fékk greinilega góða ræðu frá Finni Frey Stefánssyni þjálfar í hálfleik því KR-ingar skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleiks og unnu þriðja leikhlutann á endanum 28-14. ÍR var þó enn fimm stigum yfir, 72-67, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar voru hinsvegar ekkert hættir og svöruðu með góðum spretti í fjórða leikhlutanum. ÍR var 86-77 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en KR tryggði sér framlengingu með því að skora níu síðustu stig leiksins og jafna metin í 86-86. KR náði fimm stiga forskoti í fyrstu framlengingunni en ÍR-liðið tryggði sér aðra framlengingu með því að vinna síðustu eina og hálfu mínútuna 6-1. KR var skrefinu á undan í annarri framlengingunni og náði þá loksins að tryggja sér sigur og koma í veg fyrir óvæntustu úrslit tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem KR-ingar sleppa með skrekkinn á heimavelli og vinna í framlengingu eftir svakalegan endasprett í fjórða leikhluta en það gerðist líka á móti Tindastól.KR-ÍR 113-110 (15-28, 24-30, 28-14, 19-14, 13-13, 14-11)KR: Pavel Ermolinskij 24/18 fráköst/14 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 23/10 fráköst, Michael Craion 22/16 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst, Björn Kristjánsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 26/8 fráköst, Trey Hampton 23/8 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 16/5 fráköst, Hamid Dicko 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/6 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23 Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23
Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30