Raforka nærtækur og áhugaverður kostur fyrir Íslendinga Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. janúar 2015 07:00 VFVÍ bendir á að nýja kynslóð af rafhlöðum megi fullhlaða á nokkrum mínútum og þær dragi allt að 1.000 kílómetra, auk þess að vera helmingi ódýrari en sambærilegar í dag. Þróun þeirra eigi þó eftir að taka nokkur ár. Nordicphotos/Getty Hlutfall rafbíla á götum landsins gæti aukist hröðum skrefum byrji bílaleigur fyrir alvöru að kaupa rafbíla þegar þær endurnýja bílaflota sinn. Þetta kemur fram í greinargerð með tillögum starfshóps rafmagnsverkfræðideildar Verkfræðingafélags Ísland (RVFÍ) um stefnumótun ríkisstjórnarinnar í rafbílavæðingu fram til ársins 2025. Forsenda sé þó að þá verði komið upp net hraðhleðslustöðva um land allt. Kristinn Andersen, formaður Verkfræðingafélagsins, auk Kjartans T. Hjörvar, formanns RVFÍ, og Árna B. Björnssonar, framkvæmdastjóra félagsins, afhentu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tillögurnar eftir ríkisstjórnarfund 30. desember.Kristinn Andersen„Verkfræðingar gegna lykilhlutverki í þróun nýrra leiða í samgöngutækni í heiminum og þar er notkun raforku nærtækur og áhugaverður kostur fyrir okkur Íslendinga eins og fram kemur í niðurstöðum starfshóps rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ,“ segir Kristinn. Fram kemur í greinargerð starfshópsins að hann telji rafbíla vænlegasta kostinn fyrir Íslendinga til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og til að nýta vistvæna innlenda orkugjafa. Með því móti megi uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar landsins, svo sem um samdrátt í losun frá samgöngum. Bent er á að stjórnvöld stefni að orkuskiptum í samgöngum og til lengri tíma að því að skipta alfarið út hefðbundnu jarðefnaeldsneyti (bensín/dísil). „Orkuskipti eru kostnaðarsöm, kalla á miklar fjárfestingar í innviðum og eru mikið átak fyrir hvert þjóðfélag að fara í gegnum. Í því ferli er hægt að gera mörg mistök og því mikilvægt að læra af reynslu annarra þjóða eins og Norðmanna,“ segir í greinargerðinni. Hópurinn leggur til að opinberar ívilnanir vegna rafbíla gildi til ársloka 2025, eða fyrr, náist 10 prósenta markmið í rafbílavæðingu. Eftir það mætti leggja níu króna þjónustugjald á hvern ekinn kílómetra. „Á þessu stigi rafbílavæðingar eru ívilnanir eins og afnám vörugjalda og niðurfelling virðisaukaskatts forsenda þess að einhver sala sé á rafbílum sem talandi er um. Ef þær verða felldar niður er fyrirsjáanlegt að sala rafbíla muni hreinlega stöðvast,“ segir í greinargerð hópsins. „Hæpið er að fyrirtæki sem starfar á viðskiptalegum forsendum fari að leggja í uppbyggingu innviða eins og hraðhleðslustöðva eða þjónustu til að mæta þörfum vegna rafbílavæðingar ef mikil óvissa leikur á um hvort ívilnanir standi.“ Núna bera rafbílar hvorki tolla né vörugjöld og enginn virðisaukaskattur er greiddur af fyrstu sex milljónunum í verði slíkra bíla. Hópurinn leggur til að hámarkið verði afnumið og því verði enginn virðisaukaskattur greiddur af bílunum, ekki verði lögð á þá innflutningsgjöld og enginn virðisaukaskattur greiddur af bílaleigu rafbíla. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Hlutfall rafbíla á götum landsins gæti aukist hröðum skrefum byrji bílaleigur fyrir alvöru að kaupa rafbíla þegar þær endurnýja bílaflota sinn. Þetta kemur fram í greinargerð með tillögum starfshóps rafmagnsverkfræðideildar Verkfræðingafélags Ísland (RVFÍ) um stefnumótun ríkisstjórnarinnar í rafbílavæðingu fram til ársins 2025. Forsenda sé þó að þá verði komið upp net hraðhleðslustöðva um land allt. Kristinn Andersen, formaður Verkfræðingafélagsins, auk Kjartans T. Hjörvar, formanns RVFÍ, og Árna B. Björnssonar, framkvæmdastjóra félagsins, afhentu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tillögurnar eftir ríkisstjórnarfund 30. desember.Kristinn Andersen„Verkfræðingar gegna lykilhlutverki í þróun nýrra leiða í samgöngutækni í heiminum og þar er notkun raforku nærtækur og áhugaverður kostur fyrir okkur Íslendinga eins og fram kemur í niðurstöðum starfshóps rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ,“ segir Kristinn. Fram kemur í greinargerð starfshópsins að hann telji rafbíla vænlegasta kostinn fyrir Íslendinga til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og til að nýta vistvæna innlenda orkugjafa. Með því móti megi uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar landsins, svo sem um samdrátt í losun frá samgöngum. Bent er á að stjórnvöld stefni að orkuskiptum í samgöngum og til lengri tíma að því að skipta alfarið út hefðbundnu jarðefnaeldsneyti (bensín/dísil). „Orkuskipti eru kostnaðarsöm, kalla á miklar fjárfestingar í innviðum og eru mikið átak fyrir hvert þjóðfélag að fara í gegnum. Í því ferli er hægt að gera mörg mistök og því mikilvægt að læra af reynslu annarra þjóða eins og Norðmanna,“ segir í greinargerðinni. Hópurinn leggur til að opinberar ívilnanir vegna rafbíla gildi til ársloka 2025, eða fyrr, náist 10 prósenta markmið í rafbílavæðingu. Eftir það mætti leggja níu króna þjónustugjald á hvern ekinn kílómetra. „Á þessu stigi rafbílavæðingar eru ívilnanir eins og afnám vörugjalda og niðurfelling virðisaukaskatts forsenda þess að einhver sala sé á rafbílum sem talandi er um. Ef þær verða felldar niður er fyrirsjáanlegt að sala rafbíla muni hreinlega stöðvast,“ segir í greinargerð hópsins. „Hæpið er að fyrirtæki sem starfar á viðskiptalegum forsendum fari að leggja í uppbyggingu innviða eins og hraðhleðslustöðva eða þjónustu til að mæta þörfum vegna rafbílavæðingar ef mikil óvissa leikur á um hvort ívilnanir standi.“ Núna bera rafbílar hvorki tolla né vörugjöld og enginn virðisaukaskattur er greiddur af fyrstu sex milljónunum í verði slíkra bíla. Hópurinn leggur til að hámarkið verði afnumið og því verði enginn virðisaukaskattur greiddur af bílunum, ekki verði lögð á þá innflutningsgjöld og enginn virðisaukaskattur greiddur af bílaleigu rafbíla.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent