Neytendastofa sektar Símann um 1,5 milljón Sæunn Gísladóttir skrifar 25. september 2015 10:14 Höfuðstöðvar Símans. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Neytendastofa hefur sektað Símann um 1,5 milljóna stjórnvaldssekt fyrir brot á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Brotin eiga rót að rekja til auglýsingaherferðar Símans um meinta yfirburði Sjónvarps Símans, segir í tilkynningu frá Vodafone. Í ákvörðun Neytendastofu segir að fullyrðingar Símans um að 70% landsmanna segi Sjónvarp Símans standa framar helsta keppinauti og að 70% landsmanna velji Sjónvarp Símans séu villandi gagnvart neytendum og ósanngjarnar gagnvart keppinautum. Fullyrðingin um að Vodafone hafi slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV er einnig sögð óvægin. Slík fullyrðing sé til þess fallin að kasta rýrð á Vodafone enda telur Neytendastofa ekki hægt að halda því fram að Vodafone hafi staðið fyrir því að slökkt hafi verið á hliðrænum útsendingum RÚV. „Hér hefur fengist staðfest að Síminn hafi kastað rýrð á Vodafone og villt um fyrir neytendum til þess eins að koma vörum sínum á framfæri. Ég er þeirrar skoðunar að farsælla sé að keppa á eigin verðleikum og bendi neytendum einfaldlega á að kynna sér nýlega uppfært viðmót í Vodafone Sjónvarpi og allt það gæðaefni sem þar er að finna,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone í tilkynningu um málið. Síminn bað Vodafone opinberlega velvirðingar þegar mistökin uppgötvuðust á sínum tíma. Síminn lét gera skoðanakönnun um sjónvarpsþjónustu. Í könnuninni voru þeir sem annað hvort eru með sjónvarp Símans eða sjónvarp Vodafone spurðir: Hvort telur þú að Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone standi almennt framar í sjónvarpsþjónustu. 70,6% svöruðu Síminn. 29,4% Vodafone. Í auglýsingunni sem Neytendastofa ákvarðar um var vísað til þess að 70% landsmanna velji Símann en réttara er að er vísa skýrt til þess að um sé að ræða 70% aðspurðra. Hér fyrir neðan má lesa ákvörðun Neytendastofu í heild sinni. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Neytendastofa hefur sektað Símann um 1,5 milljóna stjórnvaldssekt fyrir brot á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Brotin eiga rót að rekja til auglýsingaherferðar Símans um meinta yfirburði Sjónvarps Símans, segir í tilkynningu frá Vodafone. Í ákvörðun Neytendastofu segir að fullyrðingar Símans um að 70% landsmanna segi Sjónvarp Símans standa framar helsta keppinauti og að 70% landsmanna velji Sjónvarp Símans séu villandi gagnvart neytendum og ósanngjarnar gagnvart keppinautum. Fullyrðingin um að Vodafone hafi slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV er einnig sögð óvægin. Slík fullyrðing sé til þess fallin að kasta rýrð á Vodafone enda telur Neytendastofa ekki hægt að halda því fram að Vodafone hafi staðið fyrir því að slökkt hafi verið á hliðrænum útsendingum RÚV. „Hér hefur fengist staðfest að Síminn hafi kastað rýrð á Vodafone og villt um fyrir neytendum til þess eins að koma vörum sínum á framfæri. Ég er þeirrar skoðunar að farsælla sé að keppa á eigin verðleikum og bendi neytendum einfaldlega á að kynna sér nýlega uppfært viðmót í Vodafone Sjónvarpi og allt það gæðaefni sem þar er að finna,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone í tilkynningu um málið. Síminn bað Vodafone opinberlega velvirðingar þegar mistökin uppgötvuðust á sínum tíma. Síminn lét gera skoðanakönnun um sjónvarpsþjónustu. Í könnuninni voru þeir sem annað hvort eru með sjónvarp Símans eða sjónvarp Vodafone spurðir: Hvort telur þú að Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone standi almennt framar í sjónvarpsþjónustu. 70,6% svöruðu Síminn. 29,4% Vodafone. Í auglýsingunni sem Neytendastofa ákvarðar um var vísað til þess að 70% landsmanna velji Símann en réttara er að er vísa skýrt til þess að um sé að ræða 70% aðspurðra. Hér fyrir neðan má lesa ákvörðun Neytendastofu í heild sinni.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira