Síminn biðst velvirðingar á villandi auglýsingu 6. febrúar 2015 07:30 Síminn, biðst velvirðingar. Fréttablaðið/GVA Síminn hefur beðist velvirðingar á framsetningu auglýsingar sinnar í kjölfar þess að Vodafone sendi Neytendastofu kvörtun vegna auglýsingar Símans. Þar kvartaði Vodafone undan útvarpsauglýsingu Símans þar sem fullyrt var að Vodafone hefði slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV og að 70,6% landsmanna segði Sjónvarp Símans standa helsta keppinautnum, Vodafone, framar. Vodafone vildi meina að fullyrðingar í auglýsingunni hefðu verið rangar og villandi. Í tilkynningu frá Símanum sem fylgdi í kjölfarið kemur fram að það hafi verið mistök að halda því fram að 70,6% landsmanna telji Sjónvarp Símans betra en sjónvarp Vodafone. Síminn segist heldur hafa átt að segja að 70,6% þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Síminn lét gera fyrir sig væru á þessari skoðun. Síminn segist standa við yfirlýsingu sína um að Vodafone hafi lokað á hliðrænar útsendingar RÚV, enda hafi það komið fram á heimasíðu Vodafona.Yfirlýsing Símans um málið er hér fyrir neðan:Síminn hefur ákveðið að breyta framsetningu á einni auglýsingu um Sjónvarp Símans í kjöfar kvörtunar Vodafone. Í fyrirsögn auglýsingar Símans sagði 70,6% landsmanna velja Sjónvarp Símans. Réttara hefði verið að vísa til 70,6% þeirra sem tóku afstöðu. Biðjumst við velvirðingar á því. Síminn mun bregðast við þessari kvörtun með því að senda Neytendastofu skýringarnar. Þjóðargátt Maskínu vann skoðanakönnunina fyrir Símann dagana 15.-22. desember síðastliðinn. Alls 818 á aldrinum 15-75 ára og af öllu landinu svöruðu netkönnuninni. Þeir sem annað hvort eru með Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone voru spurðir: Hvort telur þú að Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone standi almennt framar í sjónvarpsþjónustu. 70,6% svöruðu Síminn. 29,4 Vodafone. Vodafone kvartaði einnig undan útvarpsauglýsingum Símans þar sem sagði að félagið hefði lokað á hliðrænar útsendingar RÚV. Við stöndum við þá fullyrðingu enda kemur það fram á heimasíðu Vodafone. Við þau tímamót þegar slökkt var á hliðrænu kerfi RÚV hugsa margir sér til hreyfings varðandi sjónvarpsmál sín og fannst okkur því mikilvægt að kynna Sjónvarp Símans sem valkost á þeim tímapunkti. Við hjá Símanum erum stolt af Sjónvarpi Símans. Tækninýjungarnar hafa verið miklar síðustu ár. Síminn kynnti Tímaflakk í Sjónvarpi Símans í janúar 2013. Nú er þetta Tímaflakk á yfir 100 sjónvarpsstöðvum. Við erum með VOD-leiguna og þar eru 4,300 titlar. Með Sjónvarpi Símans má syngja 160 karókílög. Þetta hefur gerst á stuttum tíma og við viljum að fólk viti af þessum fjölbreyttu afþreyingarmöguleikum í Sjónvarpi Símans. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Síminn hefur beðist velvirðingar á framsetningu auglýsingar sinnar í kjölfar þess að Vodafone sendi Neytendastofu kvörtun vegna auglýsingar Símans. Þar kvartaði Vodafone undan útvarpsauglýsingu Símans þar sem fullyrt var að Vodafone hefði slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV og að 70,6% landsmanna segði Sjónvarp Símans standa helsta keppinautnum, Vodafone, framar. Vodafone vildi meina að fullyrðingar í auglýsingunni hefðu verið rangar og villandi. Í tilkynningu frá Símanum sem fylgdi í kjölfarið kemur fram að það hafi verið mistök að halda því fram að 70,6% landsmanna telji Sjónvarp Símans betra en sjónvarp Vodafone. Síminn segist heldur hafa átt að segja að 70,6% þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Síminn lét gera fyrir sig væru á þessari skoðun. Síminn segist standa við yfirlýsingu sína um að Vodafone hafi lokað á hliðrænar útsendingar RÚV, enda hafi það komið fram á heimasíðu Vodafona.Yfirlýsing Símans um málið er hér fyrir neðan:Síminn hefur ákveðið að breyta framsetningu á einni auglýsingu um Sjónvarp Símans í kjöfar kvörtunar Vodafone. Í fyrirsögn auglýsingar Símans sagði 70,6% landsmanna velja Sjónvarp Símans. Réttara hefði verið að vísa til 70,6% þeirra sem tóku afstöðu. Biðjumst við velvirðingar á því. Síminn mun bregðast við þessari kvörtun með því að senda Neytendastofu skýringarnar. Þjóðargátt Maskínu vann skoðanakönnunina fyrir Símann dagana 15.-22. desember síðastliðinn. Alls 818 á aldrinum 15-75 ára og af öllu landinu svöruðu netkönnuninni. Þeir sem annað hvort eru með Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone voru spurðir: Hvort telur þú að Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone standi almennt framar í sjónvarpsþjónustu. 70,6% svöruðu Síminn. 29,4 Vodafone. Vodafone kvartaði einnig undan útvarpsauglýsingum Símans þar sem sagði að félagið hefði lokað á hliðrænar útsendingar RÚV. Við stöndum við þá fullyrðingu enda kemur það fram á heimasíðu Vodafone. Við þau tímamót þegar slökkt var á hliðrænu kerfi RÚV hugsa margir sér til hreyfings varðandi sjónvarpsmál sín og fannst okkur því mikilvægt að kynna Sjónvarp Símans sem valkost á þeim tímapunkti. Við hjá Símanum erum stolt af Sjónvarpi Símans. Tækninýjungarnar hafa verið miklar síðustu ár. Síminn kynnti Tímaflakk í Sjónvarpi Símans í janúar 2013. Nú er þetta Tímaflakk á yfir 100 sjónvarpsstöðvum. Við erum með VOD-leiguna og þar eru 4,300 titlar. Með Sjónvarpi Símans má syngja 160 karókílög. Þetta hefur gerst á stuttum tíma og við viljum að fólk viti af þessum fjölbreyttu afþreyingarmöguleikum í Sjónvarpi Símans.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira