Viðskipti innlent

SÍA II og lífeyrissjóðir með hlut í gagnaveri

Olí Kristján Ármannsson skrifar
Tækjabúnaður Verne Global er að Ásbrú í Reykjanesbæ.
Tækjabúnaður Verne Global er að Ásbrú í Reykjanesbæ. Fréttablaðið/Pjetur
Íslenskir fagfjárfestar hafa bæst í hluthafahóp Verne Global eftir 98 milljóna Bandaríkjadala hlutafjáraukningu, sem svarar tæplega 12,8 milljörðum króna. Fram kemur í tilkynningu félagsins að fjármögnunin geri Verne Global kleift að ráðast í næsta áfanga uppbyggingar gagnavers félagsins hér á landi.

„SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukningu, Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni.

Í tilkynningu Verne Global segir að nýtt hlutafé verði notað til að auka afkastagetu gagnavers félagsins og útvíkka þjónustuframboð. Haft er eftir Jeff Monroe, forstjóra Verne Global, að í rekstri gagnavera skipti aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli og geri að verkum að félagið telji Ísland ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.

Þá fagnar Isaac Kato, fjármálastjóri Verne Global, aðkomu SÍA II og lífeyrissjóða. „Við höfum sýnt fram á það með samstarfi við stóra alþjóðlega viðskiptavini að Ísland er ákjósanlegur staður fyrir gagnaver og það er spennandi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjárfesta að fyrirtækinu,“ er eftir honum haft.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,31
166
513.398
FESTI
1,83
26
1.238.812
ICESEA
1,33
6
146.587
MAREL
1,18
52
1.343.170
VIS
1
10
198.193

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,9
8
378.967
KVIKA
-1,5
18
452.296
ARION
-1,07
19
277.002
EIM
-0,81
5
11.804
ORIGO
-0,77
13
39.387
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.