Nám og bolti í borginni eilífu 13. janúar 2015 10:15 ,,Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá,“ segir Kristinn Pálsson körfuboltamaðurinn efnilegi. MYND/ERNIR Einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins, Kristinn Pálsson, leikur með unglingaliði ítalska félagsins Stella Azzurra Roma í Róm auk þess sem hann stundar nám í alþjóðlegum skóla í sömu borg. Kristinn hefur verið lykilmaður í nokkrum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og þykir afar efnilegur og fjölhæfur leikmaður; sterkur varnarmaður, góður skotmaður auk þess að vera mjög góður liðsmaður. Lífið í Róm er ævintýralegt fyrir þennan 17 ára pilt; veðurfarið er milt, borgin einstaklega falleg þar sem sagan lifnar við á hverju götuhorni auk þess sem ítalski maturinn skemmir ekki fyrir hjá lystarmiklum ungum íþróttamanni. Hann segir daglegt líf í Róm vera nokkuð þægilegt. „Ég bý í stórri íbúð fyrir utan íþróttahúsið með hinum strákunum. Við höfum nánast allt til alls auk þess sem stutt er í bæði skólann og íþróttahúsið. Dæmigerður dagur hefst í skólanum kl. 8.30 en ég er kominn heim um kl. 15.30. Þá fer ég beint að lyfta og við tekur æfing um sexleytið sem stendur yfir í þrjá tíma. Þegar heim er komið fer ég yfirleitt fljótlega að sofa enda tekur yfirleitt sama stífa dagskráin við daginn eftir.“ Lið Kristins leikur í öflugustu unglingadeild Evrópu en lið hans komst nýlega í úrslitakeppni átta bestu unglingaliða Evrópu. „Sjálfur hef ég staðið mig nokkuð vel, bæði í leikjum og á æfingum og er fyrirliði bæði hjá 18 og 19 ára liðinu. Þar sem klúbburinn er áhugamannafélag leikur hann ekki í efstu deildinni á Ítalíu en hefur hins vegar gott orð á sér fyrir öflugt unglingastarf.“ Ítalía er ein sterkasta körfuboltaþjóð Evrópu og á í dag fjóra leikmenn í NBA-deildinni. Einn þeirra, Andrea Bargnani, spilaði með klúbbnum í upphafi ferilsins. Kristinn segist kunna vel við sig í Róm enda sé hún afskaplega falleg og margt hægt að skoða. „Það fylgir svo mikil saga þessari fallegu borg og það er einmitt það sem heillar mig svo mikið við hana og raunar alla Ítalíu; hér lifa landsmenn sig enn þá inn í söguna og þann tíma þegar Rómverjar réðu hér ríkjum fyrir mörgum öldum.“ Ítalía er paradís fyrir mataráhugamenn og Kristinn er þar engin undantekning. „Mér líkar mjög vel við matinn hér á Ítalíu. Dæmigerð máltíð samanstendur af forrétti sem er alltaf pasta, hrísgrjón eða súpa. Aðalrétturinn er yfirleitt kjöt með salati eða kartöflum. Auðvitað pöntum við stundum pitsu en hún er svakalega góð hérna. Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá.“ Hann segir það stórt stökk að fara frá Njarðvík til Rómar. „Það er alltaf best að vera heima í Njarðvík þar sem búa nokkur þúsund manns en hér í Róm búa nokkrar milljónir. Því hefur tekið smá tíma að venjast þessu en það kemur bara með tímanum. En þrátt fyrir að vel hafi gengið sakna ég auðvitað fjölskyldunnar auk vina minna. Það er stundum erfitt að vera svona langt í burtu og missa af öllu því sem þau eru að gera heima á Íslandi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins, Kristinn Pálsson, leikur með unglingaliði ítalska félagsins Stella Azzurra Roma í Róm auk þess sem hann stundar nám í alþjóðlegum skóla í sömu borg. Kristinn hefur verið lykilmaður í nokkrum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og þykir afar efnilegur og fjölhæfur leikmaður; sterkur varnarmaður, góður skotmaður auk þess að vera mjög góður liðsmaður. Lífið í Róm er ævintýralegt fyrir þennan 17 ára pilt; veðurfarið er milt, borgin einstaklega falleg þar sem sagan lifnar við á hverju götuhorni auk þess sem ítalski maturinn skemmir ekki fyrir hjá lystarmiklum ungum íþróttamanni. Hann segir daglegt líf í Róm vera nokkuð þægilegt. „Ég bý í stórri íbúð fyrir utan íþróttahúsið með hinum strákunum. Við höfum nánast allt til alls auk þess sem stutt er í bæði skólann og íþróttahúsið. Dæmigerður dagur hefst í skólanum kl. 8.30 en ég er kominn heim um kl. 15.30. Þá fer ég beint að lyfta og við tekur æfing um sexleytið sem stendur yfir í þrjá tíma. Þegar heim er komið fer ég yfirleitt fljótlega að sofa enda tekur yfirleitt sama stífa dagskráin við daginn eftir.“ Lið Kristins leikur í öflugustu unglingadeild Evrópu en lið hans komst nýlega í úrslitakeppni átta bestu unglingaliða Evrópu. „Sjálfur hef ég staðið mig nokkuð vel, bæði í leikjum og á æfingum og er fyrirliði bæði hjá 18 og 19 ára liðinu. Þar sem klúbburinn er áhugamannafélag leikur hann ekki í efstu deildinni á Ítalíu en hefur hins vegar gott orð á sér fyrir öflugt unglingastarf.“ Ítalía er ein sterkasta körfuboltaþjóð Evrópu og á í dag fjóra leikmenn í NBA-deildinni. Einn þeirra, Andrea Bargnani, spilaði með klúbbnum í upphafi ferilsins. Kristinn segist kunna vel við sig í Róm enda sé hún afskaplega falleg og margt hægt að skoða. „Það fylgir svo mikil saga þessari fallegu borg og það er einmitt það sem heillar mig svo mikið við hana og raunar alla Ítalíu; hér lifa landsmenn sig enn þá inn í söguna og þann tíma þegar Rómverjar réðu hér ríkjum fyrir mörgum öldum.“ Ítalía er paradís fyrir mataráhugamenn og Kristinn er þar engin undantekning. „Mér líkar mjög vel við matinn hér á Ítalíu. Dæmigerð máltíð samanstendur af forrétti sem er alltaf pasta, hrísgrjón eða súpa. Aðalrétturinn er yfirleitt kjöt með salati eða kartöflum. Auðvitað pöntum við stundum pitsu en hún er svakalega góð hérna. Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá.“ Hann segir það stórt stökk að fara frá Njarðvík til Rómar. „Það er alltaf best að vera heima í Njarðvík þar sem búa nokkur þúsund manns en hér í Róm búa nokkrar milljónir. Því hefur tekið smá tíma að venjast þessu en það kemur bara með tímanum. En þrátt fyrir að vel hafi gengið sakna ég auðvitað fjölskyldunnar auk vina minna. Það er stundum erfitt að vera svona langt í burtu og missa af öllu því sem þau eru að gera heima á Íslandi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira