Ný grunnkerfi einfalda vöruþróun og stuðla að sparnaði innan bankakerfisins Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2015 10:53 Frá vinstri: Sigríður Olgeirsdóttir framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Eric Pascal forstjóri Sopra (CEO), Marie Silvia Acitio Director of Professional Services hjá Sopra, Jean Eric Camuset Sales Director hjá Sopra, Hreinn Jakobsson stjórnarformaður RB og Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB. Reiknistofa Bankanna hf. (RB) hefur samið um endurnýjun helstu grunnkerfa sinna við hugbúnaðarfyrirtækið Sopra Banking Software en þetta kemur fram í tilkynningu frá RB. Um er að ræða umfangsmikið verkefni sem nær til innlána- og greiðslukerfa RB þar sem gömlum sérhönnuðum kerfum er skipt út fyrir staðlaðar alþjóðlegar hugbúnaðarlausnir. Markmið endurnýjunarinnar er að auka hagræði og draga úr kostnaði við rekstur upplýsingakerfa bankanna. Kerfin koma einnig til með að auðvelda vöruþróun og flýta fyrir innleiðingu nýrrar þjónustu bankanna. Nú þegar hafa Landsbankinn og Íslandsbanki samið við RB um notkun nýju kerfanna og þar með er framgangur verkefnisins tryggður Viðskiptavinir íslenska bankakerfisins eru vanir að greiðslur og aðrar færslur á milli bankastofnana fari fram í rauntíma. Erlendis er jafnvel um að ræða nokkurra daga ferli en víða er stefnt að sama fyrirkomulagi og hérlendis. Af hálfu RB var lögð mikil áhersla á að velja lausn sem styddi núverandi fyrirkomulag. RB lagði einnig áherslu á að tryggja jafnræði milli smærri og stærri aðila sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Verkefnið var sérstaklega lagt fyrir Samkeppniseftirlitið til að tryggja að það uppfyllti skilyrði sáttar RB og hluthafa við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2012. Nýju kerfin byggja á stöðluðum alþjóðlegum hugbúnaðarlausnum sem eru í notkun víða um heim, en viðskiptavinir Sopra eru yfir 500 í 70 löndum. Yfir hundrað manns, þar af um 50 frá RB, koma að innleiðingu kerfanna við greiningu, forritun, hönnun og fleira. Við val á kerfi og samstarfsaðila var stuðst við ráðgjöf frá Gartner og IBM Consulting og var horft til fjölmargra þátta við valið. Meðal annars sveigjanleika, kostnaðar, áreiðanleika, rekstraröryggis og þjónustu. Hugsanlegir samstarfsaðilar voru einnig skoðaðir út frá fyrri verkefnum, orðspori og mat lagt á getu þeirra til að takast á við verkefni af þessari stærð. Fundað var með erlendum viðskiptavinum Sopra til að fá þeirra mat á lausninni og birginum. Það er mat RB að Sopra standist allar kröfur sem gera þarf til þess um gæði kerfanna og þjónustu við þau. „Með verkefninu er stigið fyrsta stóra skrefið í að skipta út gömlu grunnkerfum RB sem hafa verið í þróun í 40 ár. Það er líka staðfesting á að RB hafi verið á réttri leið síðustu fjögur árin, eða eftir að félagið varð hlutafélag og að breytingarnar sem hafa orðið á RB eru að skila árangri. Verkefnið er ekki einungis tæknilega mikilvægt heldur einnig samfélagslega því það gerir íslenskt fjármálaumhverfi skilvirkara, ódýrara og samkeppnishæfara til lengri tíma,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Reiknistofa Bankanna hf. (RB) hefur samið um endurnýjun helstu grunnkerfa sinna við hugbúnaðarfyrirtækið Sopra Banking Software en þetta kemur fram í tilkynningu frá RB. Um er að ræða umfangsmikið verkefni sem nær til innlána- og greiðslukerfa RB þar sem gömlum sérhönnuðum kerfum er skipt út fyrir staðlaðar alþjóðlegar hugbúnaðarlausnir. Markmið endurnýjunarinnar er að auka hagræði og draga úr kostnaði við rekstur upplýsingakerfa bankanna. Kerfin koma einnig til með að auðvelda vöruþróun og flýta fyrir innleiðingu nýrrar þjónustu bankanna. Nú þegar hafa Landsbankinn og Íslandsbanki samið við RB um notkun nýju kerfanna og þar með er framgangur verkefnisins tryggður Viðskiptavinir íslenska bankakerfisins eru vanir að greiðslur og aðrar færslur á milli bankastofnana fari fram í rauntíma. Erlendis er jafnvel um að ræða nokkurra daga ferli en víða er stefnt að sama fyrirkomulagi og hérlendis. Af hálfu RB var lögð mikil áhersla á að velja lausn sem styddi núverandi fyrirkomulag. RB lagði einnig áherslu á að tryggja jafnræði milli smærri og stærri aðila sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Verkefnið var sérstaklega lagt fyrir Samkeppniseftirlitið til að tryggja að það uppfyllti skilyrði sáttar RB og hluthafa við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2012. Nýju kerfin byggja á stöðluðum alþjóðlegum hugbúnaðarlausnum sem eru í notkun víða um heim, en viðskiptavinir Sopra eru yfir 500 í 70 löndum. Yfir hundrað manns, þar af um 50 frá RB, koma að innleiðingu kerfanna við greiningu, forritun, hönnun og fleira. Við val á kerfi og samstarfsaðila var stuðst við ráðgjöf frá Gartner og IBM Consulting og var horft til fjölmargra þátta við valið. Meðal annars sveigjanleika, kostnaðar, áreiðanleika, rekstraröryggis og þjónustu. Hugsanlegir samstarfsaðilar voru einnig skoðaðir út frá fyrri verkefnum, orðspori og mat lagt á getu þeirra til að takast á við verkefni af þessari stærð. Fundað var með erlendum viðskiptavinum Sopra til að fá þeirra mat á lausninni og birginum. Það er mat RB að Sopra standist allar kröfur sem gera þarf til þess um gæði kerfanna og þjónustu við þau. „Með verkefninu er stigið fyrsta stóra skrefið í að skipta út gömlu grunnkerfum RB sem hafa verið í þróun í 40 ár. Það er líka staðfesting á að RB hafi verið á réttri leið síðustu fjögur árin, eða eftir að félagið varð hlutafélag og að breytingarnar sem hafa orðið á RB eru að skila árangri. Verkefnið er ekki einungis tæknilega mikilvægt heldur einnig samfélagslega því það gerir íslenskt fjármálaumhverfi skilvirkara, ódýrara og samkeppnishæfara til lengri tíma,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent