Eimskip hagnaðist um tvo milljarða króna Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2015 09:13 Eimskip hagnaðist um 13,6 milljónir evra á árinu 2014 eða rúma tvo milljarða króna, sem er aukning um 25,8 prósent frá árinu 2013. Vísir/GVA Eimskip hagnaðist um 13,6 milljónir evra á árinu 2014 eða rúma tvo milljarða króna, sem er aukning um 25,8 prósent frá árinu 2013. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 4,1 prósent á milli ára og voru 451,6 milljónir evra, eða 67,7 milljarðar króna. Flutningsmagn í áætlunarsiglingum á Norður-Atlantshafi jókst um 7,9 prósent á milli ára, en Gylfi Sigfússon, forstjóri, segir að verulegur vöxtur hafi verið í flutningum til og frá Íslandi og Færeyjum. Þá jókst flutningsmagn í frystiflutningsmiðlun um ellefu prósent á milli ára. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður sem samsvarar 45,7% af hagnaði ársins. Í tilkynningu frá Eimskipum segir Gylfi að fyrirtækið hafi gert breytingar á siglingakerfi sínu á fyrsta ársfjórðungi 2014 og í febrúar 2015 með það að leiðarljósi að auka afkastagetu og áreiðanleika. „Á árinu 2014 var gráu leiðinni bætt við í siglingum á milli Færeyja og Skotlands og breytingar voru gerðar á viðkomum rauðu leiðarinnar sem tengdi strandsiglingar á Íslandi við Evrópu. Í febrúar 2015 voru rauða leiðin og græna leiðin, sem siglir á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu í Sortland í Noregi, sameinaðar undir nafni grænu leiðarinnar með þrjú gámaskip í siglingum. Nýja græna leiðin mun sigla óslitið á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomur í höfnum á Íslandi til að þjóna íslenskum inn- og útflytjendum. Með breytingunni eykst tíðni ferða á milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári. Félagið mun í samstarfi við hafnaryfirvöld í Halifax og Halterm gámahöfnina styrkja þjónustu sína á milli Bandaríkjanna og Kanada.“Mikil uppbyggin Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur Eimskip farið í samstarf, stofnað og fjárfest í ýmsum fyrirtækjum og uppbyggingarverkefnum. „Flutningsmiðlunarfyrirtækið Jac. Meisner í Rotterdam í Hollandi var keypt og nýtt félag um skiparekstur var stofnað í Hamborg í Þýskalandi í samstarfi við König & Cie. Eimskip í Danmörku tók yfir vöruhúsarekstur Damco í Árósum sem gerir Eimskip að stærsta rekstraraðila í vöruhúsaþjónustu í þessari næststærstu höfn Skandinavíu. Eimskip keypti í samstarfi við Harbour Grace Shrimp Company Ltd. rekstur frystigeymslunnar í St. Anthony á Nýfundnalandi, en Eimskip hefur siglt til St. Anthony frá árinu 2005. Eimskip hefur einnig undirritað kaupsamning við eigendur flutningsmiðlunarfyrirtækisins Cargocan í St. John‘s á Nýfundnalandi um kaup á öllu hlutafé félagsins. Heildarfjárfestingin í þessum fyrirtækjum nemur um 6 milljónum evra og er gert ráð fyrir að hún auki rekstrartekjur Eimskips um 16 milljónir evra á ársgrundvelli og er áætlað að EBITDA hlutfall verði á bilinu 8-10 prósent.“ Þá hóf fyrirtækið framkvæmdir við byggingu á tíu þúsund tonna frystigeymslu í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. Félagið hefur einnig fjárfest í uppbyggingarverkefnum á Íslandi með kaupum á þremur lóðum á Grundartanga og tveim hafnarkrönum. „Bygging á Bakkafossi, 875 gámaeininga skipi, hefur ekki gengið samkvæmt áætlun og félagið gerir ráð fyrir frekari töfum á afhendingu sem áætluð hafði verið á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Eimskip metur nú stöðuna í ljósi frekari tafa. Félagið hefur þegar greitt 11,4 milljónir evra vegna fjárfestingarinnar. Greiðslurnar til skipasmíðastöðvarinnar eru tryggðar af fyrsta flokks banka í eigu kínverska ríkisins ef Eimskip ákveður að óska eftir endurgreiðslu þess sem þegar hefur verið greitt.“ Þá leggur stjórn félagsins til að greiddur verði arður til hluthafa á þessu ári sem nemur fimm krónum á hlut. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar nemur 933,2 milljónum króna sem samsvarar 45,7 prósentum af hagnaði ársins 2014. Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Eimskip hagnaðist um 13,6 milljónir evra á árinu 2014 eða rúma tvo milljarða króna, sem er aukning um 25,8 prósent frá árinu 2013. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 4,1 prósent á milli ára og voru 451,6 milljónir evra, eða 67,7 milljarðar króna. Flutningsmagn í áætlunarsiglingum á Norður-Atlantshafi jókst um 7,9 prósent á milli ára, en Gylfi Sigfússon, forstjóri, segir að verulegur vöxtur hafi verið í flutningum til og frá Íslandi og Færeyjum. Þá jókst flutningsmagn í frystiflutningsmiðlun um ellefu prósent á milli ára. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður sem samsvarar 45,7% af hagnaði ársins. Í tilkynningu frá Eimskipum segir Gylfi að fyrirtækið hafi gert breytingar á siglingakerfi sínu á fyrsta ársfjórðungi 2014 og í febrúar 2015 með það að leiðarljósi að auka afkastagetu og áreiðanleika. „Á árinu 2014 var gráu leiðinni bætt við í siglingum á milli Færeyja og Skotlands og breytingar voru gerðar á viðkomum rauðu leiðarinnar sem tengdi strandsiglingar á Íslandi við Evrópu. Í febrúar 2015 voru rauða leiðin og græna leiðin, sem siglir á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu í Sortland í Noregi, sameinaðar undir nafni grænu leiðarinnar með þrjú gámaskip í siglingum. Nýja græna leiðin mun sigla óslitið á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomur í höfnum á Íslandi til að þjóna íslenskum inn- og útflytjendum. Með breytingunni eykst tíðni ferða á milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári. Félagið mun í samstarfi við hafnaryfirvöld í Halifax og Halterm gámahöfnina styrkja þjónustu sína á milli Bandaríkjanna og Kanada.“Mikil uppbyggin Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur Eimskip farið í samstarf, stofnað og fjárfest í ýmsum fyrirtækjum og uppbyggingarverkefnum. „Flutningsmiðlunarfyrirtækið Jac. Meisner í Rotterdam í Hollandi var keypt og nýtt félag um skiparekstur var stofnað í Hamborg í Þýskalandi í samstarfi við König & Cie. Eimskip í Danmörku tók yfir vöruhúsarekstur Damco í Árósum sem gerir Eimskip að stærsta rekstraraðila í vöruhúsaþjónustu í þessari næststærstu höfn Skandinavíu. Eimskip keypti í samstarfi við Harbour Grace Shrimp Company Ltd. rekstur frystigeymslunnar í St. Anthony á Nýfundnalandi, en Eimskip hefur siglt til St. Anthony frá árinu 2005. Eimskip hefur einnig undirritað kaupsamning við eigendur flutningsmiðlunarfyrirtækisins Cargocan í St. John‘s á Nýfundnalandi um kaup á öllu hlutafé félagsins. Heildarfjárfestingin í þessum fyrirtækjum nemur um 6 milljónum evra og er gert ráð fyrir að hún auki rekstrartekjur Eimskips um 16 milljónir evra á ársgrundvelli og er áætlað að EBITDA hlutfall verði á bilinu 8-10 prósent.“ Þá hóf fyrirtækið framkvæmdir við byggingu á tíu þúsund tonna frystigeymslu í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. Félagið hefur einnig fjárfest í uppbyggingarverkefnum á Íslandi með kaupum á þremur lóðum á Grundartanga og tveim hafnarkrönum. „Bygging á Bakkafossi, 875 gámaeininga skipi, hefur ekki gengið samkvæmt áætlun og félagið gerir ráð fyrir frekari töfum á afhendingu sem áætluð hafði verið á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Eimskip metur nú stöðuna í ljósi frekari tafa. Félagið hefur þegar greitt 11,4 milljónir evra vegna fjárfestingarinnar. Greiðslurnar til skipasmíðastöðvarinnar eru tryggðar af fyrsta flokks banka í eigu kínverska ríkisins ef Eimskip ákveður að óska eftir endurgreiðslu þess sem þegar hefur verið greitt.“ Þá leggur stjórn félagsins til að greiddur verði arður til hluthafa á þessu ári sem nemur fimm krónum á hlut. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar nemur 933,2 milljónum króna sem samsvarar 45,7 prósentum af hagnaði ársins 2014.
Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent