Hagnaður Símans 1,3 milljarðar á fyrri hluta árs Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2015 15:39 Orri Hauksson, forstjóri Símans. Vísir/Pjetur Hagnaður Símans á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4,0 milljörðum króna og hagnaður eftir skatta 1,3 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en félagið birti uppgjör félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins í kauphöll fyrr í dag. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist sáttur við afkomuna á fyrri hluta ársins. „Kostnaðurinn lækkar milli ára en tekjurnar dragast lítillega saman. Það er mikil samkeppni á fjarskiptamarkaðnum og viðskiptavinir fylgjast vel með þeim nýjungum sem í boði eru. Síminn hefur á undanförnum misserum verið í fararbroddi í því að bjóða nýjar og breyttar þjónustuleiðir og þróa vöruframboðið í takt við þarfir viðskiptavina. Þetta hefur skilað sér í því að viðskiptavinum Símans í farsíma og sjónvarpi hefur fjölgað talsvert það sem af er ári. Sameining Símans og Skjásins gefur okkur góð tækifæri til að halda áfram að bjóða neytendum framúrskarandi þjónustu á samkeppnishæfu verði. Vinna við skráningu félagsins í kauphöll gengur vel og við gerum ráð fyrir því að Síminn verði skráður á fjórða ársfjórðungi. Það eru því viðburðaríkir tímar framundan,“ segir Orri. „Úr afkomutilkynningu: • Sala dróst saman um 4,4%, nam 14,6 milljörðum króna samanborið við 15,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Þar munar mest um tekjur Símans í Danmörku sem voru að hluta inni í tölum fyrra árs en fyrirtækið var selt í fyrra. • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam rétt rúmum 4,0 milljörðum króna. Hann nam rétt tæpum 4,0 milljörðum árið 2014. EBITDA hlutfallið hækkaði í 27,5%. Það var 26,2% á fyrri hluta 2014. • Hagnaður samstæðu eftir skatta nam 1,3 milljörðum króna sem er sami hagnaður og á sama tímabili í fyrra. • Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 4,1 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við 4,0 milljarða á fyrstu 6 mánuðum fyrra árs. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 3,3 milljörðum króna samanborið við 3,2 milljarða á fyrstu 6 mánuðum 2014. • Vaxtaberandi skuldir námu 24,8 milljörðum við lok tímabils en voru 26,1 milljarður 30. júní 2014. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20,8 milljarðar króna og lækkuðu um tæpar 600 milljónir króna á tímabilinu. • Fjármagnsgjöld voru 597 milljónir króna. Vaxtagjöld voru 788 milljónir króna, fjármunatekjur voru 205 milljónir kr. og gengishagnaður 110 milljónir króna. • Eiginfjárhlutfall Símans hf. er 50,7% og eigið fé er 31,2 milljarðar króna,“ segir í tilkynningunni frá félaginu. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hagnaður Símans á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4,0 milljörðum króna og hagnaður eftir skatta 1,3 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en félagið birti uppgjör félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins í kauphöll fyrr í dag. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist sáttur við afkomuna á fyrri hluta ársins. „Kostnaðurinn lækkar milli ára en tekjurnar dragast lítillega saman. Það er mikil samkeppni á fjarskiptamarkaðnum og viðskiptavinir fylgjast vel með þeim nýjungum sem í boði eru. Síminn hefur á undanförnum misserum verið í fararbroddi í því að bjóða nýjar og breyttar þjónustuleiðir og þróa vöruframboðið í takt við þarfir viðskiptavina. Þetta hefur skilað sér í því að viðskiptavinum Símans í farsíma og sjónvarpi hefur fjölgað talsvert það sem af er ári. Sameining Símans og Skjásins gefur okkur góð tækifæri til að halda áfram að bjóða neytendum framúrskarandi þjónustu á samkeppnishæfu verði. Vinna við skráningu félagsins í kauphöll gengur vel og við gerum ráð fyrir því að Síminn verði skráður á fjórða ársfjórðungi. Það eru því viðburðaríkir tímar framundan,“ segir Orri. „Úr afkomutilkynningu: • Sala dróst saman um 4,4%, nam 14,6 milljörðum króna samanborið við 15,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Þar munar mest um tekjur Símans í Danmörku sem voru að hluta inni í tölum fyrra árs en fyrirtækið var selt í fyrra. • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam rétt rúmum 4,0 milljörðum króna. Hann nam rétt tæpum 4,0 milljörðum árið 2014. EBITDA hlutfallið hækkaði í 27,5%. Það var 26,2% á fyrri hluta 2014. • Hagnaður samstæðu eftir skatta nam 1,3 milljörðum króna sem er sami hagnaður og á sama tímabili í fyrra. • Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 4,1 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við 4,0 milljarða á fyrstu 6 mánuðum fyrra árs. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 3,3 milljörðum króna samanborið við 3,2 milljarða á fyrstu 6 mánuðum 2014. • Vaxtaberandi skuldir námu 24,8 milljörðum við lok tímabils en voru 26,1 milljarður 30. júní 2014. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20,8 milljarðar króna og lækkuðu um tæpar 600 milljónir króna á tímabilinu. • Fjármagnsgjöld voru 597 milljónir króna. Vaxtagjöld voru 788 milljónir króna, fjármunatekjur voru 205 milljónir kr. og gengishagnaður 110 milljónir króna. • Eiginfjárhlutfall Símans hf. er 50,7% og eigið fé er 31,2 milljarðar króna,“ segir í tilkynningunni frá félaginu.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira