Hagnaður Símans 1,3 milljarðar á fyrri hluta árs Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2015 15:39 Orri Hauksson, forstjóri Símans. Vísir/Pjetur Hagnaður Símans á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4,0 milljörðum króna og hagnaður eftir skatta 1,3 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en félagið birti uppgjör félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins í kauphöll fyrr í dag. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist sáttur við afkomuna á fyrri hluta ársins. „Kostnaðurinn lækkar milli ára en tekjurnar dragast lítillega saman. Það er mikil samkeppni á fjarskiptamarkaðnum og viðskiptavinir fylgjast vel með þeim nýjungum sem í boði eru. Síminn hefur á undanförnum misserum verið í fararbroddi í því að bjóða nýjar og breyttar þjónustuleiðir og þróa vöruframboðið í takt við þarfir viðskiptavina. Þetta hefur skilað sér í því að viðskiptavinum Símans í farsíma og sjónvarpi hefur fjölgað talsvert það sem af er ári. Sameining Símans og Skjásins gefur okkur góð tækifæri til að halda áfram að bjóða neytendum framúrskarandi þjónustu á samkeppnishæfu verði. Vinna við skráningu félagsins í kauphöll gengur vel og við gerum ráð fyrir því að Síminn verði skráður á fjórða ársfjórðungi. Það eru því viðburðaríkir tímar framundan,“ segir Orri. „Úr afkomutilkynningu: • Sala dróst saman um 4,4%, nam 14,6 milljörðum króna samanborið við 15,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Þar munar mest um tekjur Símans í Danmörku sem voru að hluta inni í tölum fyrra árs en fyrirtækið var selt í fyrra. • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam rétt rúmum 4,0 milljörðum króna. Hann nam rétt tæpum 4,0 milljörðum árið 2014. EBITDA hlutfallið hækkaði í 27,5%. Það var 26,2% á fyrri hluta 2014. • Hagnaður samstæðu eftir skatta nam 1,3 milljörðum króna sem er sami hagnaður og á sama tímabili í fyrra. • Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 4,1 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við 4,0 milljarða á fyrstu 6 mánuðum fyrra árs. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 3,3 milljörðum króna samanborið við 3,2 milljarða á fyrstu 6 mánuðum 2014. • Vaxtaberandi skuldir námu 24,8 milljörðum við lok tímabils en voru 26,1 milljarður 30. júní 2014. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20,8 milljarðar króna og lækkuðu um tæpar 600 milljónir króna á tímabilinu. • Fjármagnsgjöld voru 597 milljónir króna. Vaxtagjöld voru 788 milljónir króna, fjármunatekjur voru 205 milljónir kr. og gengishagnaður 110 milljónir króna. • Eiginfjárhlutfall Símans hf. er 50,7% og eigið fé er 31,2 milljarðar króna,“ segir í tilkynningunni frá félaginu. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Hagnaður Símans á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4,0 milljörðum króna og hagnaður eftir skatta 1,3 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en félagið birti uppgjör félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins í kauphöll fyrr í dag. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist sáttur við afkomuna á fyrri hluta ársins. „Kostnaðurinn lækkar milli ára en tekjurnar dragast lítillega saman. Það er mikil samkeppni á fjarskiptamarkaðnum og viðskiptavinir fylgjast vel með þeim nýjungum sem í boði eru. Síminn hefur á undanförnum misserum verið í fararbroddi í því að bjóða nýjar og breyttar þjónustuleiðir og þróa vöruframboðið í takt við þarfir viðskiptavina. Þetta hefur skilað sér í því að viðskiptavinum Símans í farsíma og sjónvarpi hefur fjölgað talsvert það sem af er ári. Sameining Símans og Skjásins gefur okkur góð tækifæri til að halda áfram að bjóða neytendum framúrskarandi þjónustu á samkeppnishæfu verði. Vinna við skráningu félagsins í kauphöll gengur vel og við gerum ráð fyrir því að Síminn verði skráður á fjórða ársfjórðungi. Það eru því viðburðaríkir tímar framundan,“ segir Orri. „Úr afkomutilkynningu: • Sala dróst saman um 4,4%, nam 14,6 milljörðum króna samanborið við 15,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Þar munar mest um tekjur Símans í Danmörku sem voru að hluta inni í tölum fyrra árs en fyrirtækið var selt í fyrra. • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam rétt rúmum 4,0 milljörðum króna. Hann nam rétt tæpum 4,0 milljörðum árið 2014. EBITDA hlutfallið hækkaði í 27,5%. Það var 26,2% á fyrri hluta 2014. • Hagnaður samstæðu eftir skatta nam 1,3 milljörðum króna sem er sami hagnaður og á sama tímabili í fyrra. • Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 4,1 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við 4,0 milljarða á fyrstu 6 mánuðum fyrra árs. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 3,3 milljörðum króna samanborið við 3,2 milljarða á fyrstu 6 mánuðum 2014. • Vaxtaberandi skuldir námu 24,8 milljörðum við lok tímabils en voru 26,1 milljarður 30. júní 2014. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20,8 milljarðar króna og lækkuðu um tæpar 600 milljónir króna á tímabilinu. • Fjármagnsgjöld voru 597 milljónir króna. Vaxtagjöld voru 788 milljónir króna, fjármunatekjur voru 205 milljónir kr. og gengishagnaður 110 milljónir króna. • Eiginfjárhlutfall Símans hf. er 50,7% og eigið fé er 31,2 milljarðar króna,“ segir í tilkynningunni frá félaginu.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira