Digon kynnir tekjulíkan sitt á ráðstefnu í Vegas Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2015 07:00 Jón Fjörnir segir að prófanir á leiknum hafi farið fram á þessu ári. fréttablaðið/gva Stjórnendur íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Digon Games munu kynna fyrirtækið og tölvuleik þess á Collision Conference í Las Vegas í byrjun maí. Það er tækniráðstefna á vegum sömu aðila og skipuleggja Web Summit í Írlandi, eina helstu tækniráðstefnu Evrópu. Fyrsti leikur Digon Games er knattspyrnustjóraleikur sem allir notendur spila samtímis og hafa því áhrif á framgang hver annars í leiknum. „Við erum aðallega að fara til að hitta markaðsfólk og selja því hugmyndina um vörumerkjabirtingar innan leikjaheimsins okkar. Við lítum til stærri auglýsenda sem hafa áður tengt sín vörumerki við íþróttir og íþróttaviðburði. Má þar nefna framleiðendur á sviði íþróttavarnings, gosdrykkja, bíla og svo mætti áfram telja,“ segir Jón Fjörnir Thoroddsen, framkvæmdastjóri Digon, um helstu ástæður þess að fyrirtækið verður á ráðstefnunni. Hann segir þetta eitt af fyrstu skrefum Digon Games til að markaðssetja tekjulíkan fyrirtækisins og leikinn sjálfan á alþjóðavísu. Tekjumódel Digon Games hefur þegar hlotið stuðning Tækniþróunarsjóðs hér á landi en félagið fékk verkefnastyrk til tveggja ára í fyrravor. Jón bendir á að Web Summit á Írlandi hafi verið haldin í lok síðasta árs. Fjórum mánuðum eftir að henni lauk höfðu fimmtán nýsköpunarfyrirtæki sem kynntu sig á ráðstefnunni fengið fjármögnun fyrir alls 276 milljónir evra eða um 40 milljarða íslenskra króna. Jón segir vinnu við leikinn á lokastigum en prófanir hafa farið fram á þessu ári. Gert er ráð fyrir að Ísland verði notað sem tilraunamarkaður í sumar áður en leikurinn verður markaðssettur á heimsvísu. „Það er gott að eiga aðgang að litlum og lokuðum markaði eins og Íslandi. Það gefur okkur ákveðið tækifæri til að fá smá reynslu á það sem við erum að gera áður en farið er að synda á meðal stóru fiskanna í leikjaheiminum,“ segir hann. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Stjórnendur íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Digon Games munu kynna fyrirtækið og tölvuleik þess á Collision Conference í Las Vegas í byrjun maí. Það er tækniráðstefna á vegum sömu aðila og skipuleggja Web Summit í Írlandi, eina helstu tækniráðstefnu Evrópu. Fyrsti leikur Digon Games er knattspyrnustjóraleikur sem allir notendur spila samtímis og hafa því áhrif á framgang hver annars í leiknum. „Við erum aðallega að fara til að hitta markaðsfólk og selja því hugmyndina um vörumerkjabirtingar innan leikjaheimsins okkar. Við lítum til stærri auglýsenda sem hafa áður tengt sín vörumerki við íþróttir og íþróttaviðburði. Má þar nefna framleiðendur á sviði íþróttavarnings, gosdrykkja, bíla og svo mætti áfram telja,“ segir Jón Fjörnir Thoroddsen, framkvæmdastjóri Digon, um helstu ástæður þess að fyrirtækið verður á ráðstefnunni. Hann segir þetta eitt af fyrstu skrefum Digon Games til að markaðssetja tekjulíkan fyrirtækisins og leikinn sjálfan á alþjóðavísu. Tekjumódel Digon Games hefur þegar hlotið stuðning Tækniþróunarsjóðs hér á landi en félagið fékk verkefnastyrk til tveggja ára í fyrravor. Jón bendir á að Web Summit á Írlandi hafi verið haldin í lok síðasta árs. Fjórum mánuðum eftir að henni lauk höfðu fimmtán nýsköpunarfyrirtæki sem kynntu sig á ráðstefnunni fengið fjármögnun fyrir alls 276 milljónir evra eða um 40 milljarða íslenskra króna. Jón segir vinnu við leikinn á lokastigum en prófanir hafa farið fram á þessu ári. Gert er ráð fyrir að Ísland verði notað sem tilraunamarkaður í sumar áður en leikurinn verður markaðssettur á heimsvísu. „Það er gott að eiga aðgang að litlum og lokuðum markaði eins og Íslandi. Það gefur okkur ákveðið tækifæri til að fá smá reynslu á það sem við erum að gera áður en farið er að synda á meðal stóru fiskanna í leikjaheiminum,“ segir hann.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira