Fluttu höfuðstöðvar til útlanda eftir að Seðlabankinn hafnaði undanþágu frá höftum Höskuldur Kári Schram skrifar 31. janúar 2015 18:30 Eigendur plastframleiðslufyrirtækisins Promens hafa ákveðið að flytja höfuðstöðvar þess úr landi eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðni um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta dæmi um skaðsemi haftanna og segir ástandið grafalvarlegt. Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar. Promens óskaði eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja allt að 50 milljónir evra úr landi en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Promens ætlaði að notað fjármunina til frekari fjárfestinga en eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni var ákveðið að selja fyrirtækið og flytja höfuðstöðvar þess úr landi. Fyrirtækið sérhæfir sig í plastframleiðslu en kaupandinn er breska fyrirtækið RPC group. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta vera dæmi um skaðsemi haftanna. „Þetta er enn eitt dæmið um alvarlegar afleiðingar hafta. Við höfum dálítið verið að tala á ef og hefði nótum en nú eru margar staðreyndir sem blasa við um það að samkeppnisstaða Íslands varðandi uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja í landinu sé í hættu. Auðvitað er það grafalvarlegt,“ segir Almar. Að óbreyttu sé viðbúið að fleiri fyrirtæki þurfi að flýja land. „Þetta snýr að því að búa hér umhverfi vel menntaðs fólks sem að sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu vaxandi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi. Þeim tækifærum getur fækkað ef að höftin verða hér viðvarandi ástand.“ Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. „Að okkar mati snýr þetta að forgangsröðun. Við viljum brýna stjórnvöld til dáða í því að hafa alþjóðlega starfsemi í forgrunni þegar unnið er að afnámi hafta. Við höfum dæmi um skaða af þessu nú þegar og önnur dæmi kunna að vera í uppsiglingu,“ segir Almar. Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Eigendur plastframleiðslufyrirtækisins Promens hafa ákveðið að flytja höfuðstöðvar þess úr landi eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðni um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta dæmi um skaðsemi haftanna og segir ástandið grafalvarlegt. Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar. Promens óskaði eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja allt að 50 milljónir evra úr landi en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Promens ætlaði að notað fjármunina til frekari fjárfestinga en eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni var ákveðið að selja fyrirtækið og flytja höfuðstöðvar þess úr landi. Fyrirtækið sérhæfir sig í plastframleiðslu en kaupandinn er breska fyrirtækið RPC group. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta vera dæmi um skaðsemi haftanna. „Þetta er enn eitt dæmið um alvarlegar afleiðingar hafta. Við höfum dálítið verið að tala á ef og hefði nótum en nú eru margar staðreyndir sem blasa við um það að samkeppnisstaða Íslands varðandi uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja í landinu sé í hættu. Auðvitað er það grafalvarlegt,“ segir Almar. Að óbreyttu sé viðbúið að fleiri fyrirtæki þurfi að flýja land. „Þetta snýr að því að búa hér umhverfi vel menntaðs fólks sem að sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu vaxandi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi. Þeim tækifærum getur fækkað ef að höftin verða hér viðvarandi ástand.“ Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. „Að okkar mati snýr þetta að forgangsröðun. Við viljum brýna stjórnvöld til dáða í því að hafa alþjóðlega starfsemi í forgrunni þegar unnið er að afnámi hafta. Við höfum dæmi um skaða af þessu nú þegar og önnur dæmi kunna að vera í uppsiglingu,“ segir Almar.
Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira