Fluttu höfuðstöðvar til útlanda eftir að Seðlabankinn hafnaði undanþágu frá höftum Höskuldur Kári Schram skrifar 31. janúar 2015 18:30 Eigendur plastframleiðslufyrirtækisins Promens hafa ákveðið að flytja höfuðstöðvar þess úr landi eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðni um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta dæmi um skaðsemi haftanna og segir ástandið grafalvarlegt. Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar. Promens óskaði eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja allt að 50 milljónir evra úr landi en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Promens ætlaði að notað fjármunina til frekari fjárfestinga en eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni var ákveðið að selja fyrirtækið og flytja höfuðstöðvar þess úr landi. Fyrirtækið sérhæfir sig í plastframleiðslu en kaupandinn er breska fyrirtækið RPC group. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta vera dæmi um skaðsemi haftanna. „Þetta er enn eitt dæmið um alvarlegar afleiðingar hafta. Við höfum dálítið verið að tala á ef og hefði nótum en nú eru margar staðreyndir sem blasa við um það að samkeppnisstaða Íslands varðandi uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja í landinu sé í hættu. Auðvitað er það grafalvarlegt,“ segir Almar. Að óbreyttu sé viðbúið að fleiri fyrirtæki þurfi að flýja land. „Þetta snýr að því að búa hér umhverfi vel menntaðs fólks sem að sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu vaxandi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi. Þeim tækifærum getur fækkað ef að höftin verða hér viðvarandi ástand.“ Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. „Að okkar mati snýr þetta að forgangsröðun. Við viljum brýna stjórnvöld til dáða í því að hafa alþjóðlega starfsemi í forgrunni þegar unnið er að afnámi hafta. Við höfum dæmi um skaða af þessu nú þegar og önnur dæmi kunna að vera í uppsiglingu,“ segir Almar. Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Eigendur plastframleiðslufyrirtækisins Promens hafa ákveðið að flytja höfuðstöðvar þess úr landi eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðni um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta dæmi um skaðsemi haftanna og segir ástandið grafalvarlegt. Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar. Promens óskaði eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja allt að 50 milljónir evra úr landi en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Promens ætlaði að notað fjármunina til frekari fjárfestinga en eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni var ákveðið að selja fyrirtækið og flytja höfuðstöðvar þess úr landi. Fyrirtækið sérhæfir sig í plastframleiðslu en kaupandinn er breska fyrirtækið RPC group. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta vera dæmi um skaðsemi haftanna. „Þetta er enn eitt dæmið um alvarlegar afleiðingar hafta. Við höfum dálítið verið að tala á ef og hefði nótum en nú eru margar staðreyndir sem blasa við um það að samkeppnisstaða Íslands varðandi uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja í landinu sé í hættu. Auðvitað er það grafalvarlegt,“ segir Almar. Að óbreyttu sé viðbúið að fleiri fyrirtæki þurfi að flýja land. „Þetta snýr að því að búa hér umhverfi vel menntaðs fólks sem að sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu vaxandi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi. Þeim tækifærum getur fækkað ef að höftin verða hér viðvarandi ástand.“ Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. „Að okkar mati snýr þetta að forgangsröðun. Við viljum brýna stjórnvöld til dáða í því að hafa alþjóðlega starfsemi í forgrunni þegar unnið er að afnámi hafta. Við höfum dæmi um skaða af þessu nú þegar og önnur dæmi kunna að vera í uppsiglingu,“ segir Almar.
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira