Fluttu höfuðstöðvar til útlanda eftir að Seðlabankinn hafnaði undanþágu frá höftum Höskuldur Kári Schram skrifar 31. janúar 2015 18:30 Eigendur plastframleiðslufyrirtækisins Promens hafa ákveðið að flytja höfuðstöðvar þess úr landi eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðni um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta dæmi um skaðsemi haftanna og segir ástandið grafalvarlegt. Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar. Promens óskaði eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja allt að 50 milljónir evra úr landi en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Promens ætlaði að notað fjármunina til frekari fjárfestinga en eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni var ákveðið að selja fyrirtækið og flytja höfuðstöðvar þess úr landi. Fyrirtækið sérhæfir sig í plastframleiðslu en kaupandinn er breska fyrirtækið RPC group. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta vera dæmi um skaðsemi haftanna. „Þetta er enn eitt dæmið um alvarlegar afleiðingar hafta. Við höfum dálítið verið að tala á ef og hefði nótum en nú eru margar staðreyndir sem blasa við um það að samkeppnisstaða Íslands varðandi uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja í landinu sé í hættu. Auðvitað er það grafalvarlegt,“ segir Almar. Að óbreyttu sé viðbúið að fleiri fyrirtæki þurfi að flýja land. „Þetta snýr að því að búa hér umhverfi vel menntaðs fólks sem að sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu vaxandi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi. Þeim tækifærum getur fækkað ef að höftin verða hér viðvarandi ástand.“ Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. „Að okkar mati snýr þetta að forgangsröðun. Við viljum brýna stjórnvöld til dáða í því að hafa alþjóðlega starfsemi í forgrunni þegar unnið er að afnámi hafta. Við höfum dæmi um skaða af þessu nú þegar og önnur dæmi kunna að vera í uppsiglingu,“ segir Almar. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Eigendur plastframleiðslufyrirtækisins Promens hafa ákveðið að flytja höfuðstöðvar þess úr landi eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðni um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta dæmi um skaðsemi haftanna og segir ástandið grafalvarlegt. Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar. Promens óskaði eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja allt að 50 milljónir evra úr landi en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Promens ætlaði að notað fjármunina til frekari fjárfestinga en eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni var ákveðið að selja fyrirtækið og flytja höfuðstöðvar þess úr landi. Fyrirtækið sérhæfir sig í plastframleiðslu en kaupandinn er breska fyrirtækið RPC group. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta vera dæmi um skaðsemi haftanna. „Þetta er enn eitt dæmið um alvarlegar afleiðingar hafta. Við höfum dálítið verið að tala á ef og hefði nótum en nú eru margar staðreyndir sem blasa við um það að samkeppnisstaða Íslands varðandi uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja í landinu sé í hættu. Auðvitað er það grafalvarlegt,“ segir Almar. Að óbreyttu sé viðbúið að fleiri fyrirtæki þurfi að flýja land. „Þetta snýr að því að búa hér umhverfi vel menntaðs fólks sem að sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu vaxandi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi. Þeim tækifærum getur fækkað ef að höftin verða hér viðvarandi ástand.“ Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. „Að okkar mati snýr þetta að forgangsröðun. Við viljum brýna stjórnvöld til dáða í því að hafa alþjóðlega starfsemi í forgrunni þegar unnið er að afnámi hafta. Við höfum dæmi um skaða af þessu nú þegar og önnur dæmi kunna að vera í uppsiglingu,“ segir Almar.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira