Nortek gerir 350 milljóna samning við tyrkneska skipasmíðastöð Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2015 10:31 Á myndinni má sjá Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóra Nortek ásamt Huseyin Sanli, verkefnisstjóra hjá tyrknesku skipasmíðastöðinni Cemre Shipyard. mynd/aðsend Öryggistæknifyrirtækið Nortek ehf. frá Akureyri hefur gert samning við tyrknesku skipasmíðastöðina Cemre Shipyard um að setja upp öryggis- og tæknibúnað ásamt fullbúnu gagnaveri í fjögur íslensk skip sem skipasmíðastöðin er að smíða fyrir Samherja Ísland, Útgerðarfélag Akureyrar og Fisk Seafood á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningu frá Nortek segir að um sé að ræða stærsta samning sem fyrirtækið hefur gert frá upphafi og nemur verðmæti hans 350 milljónum króna. Samningurinn á að skapa fjölda hátæknistarfa en fyrirtækið mun þurfa að fjölga tæknistörfum í kjölfarið. Nortek hefur lagt áherslu á að bjóða heildarlausnir fyrir sjávarútveginn og hefur sérhæft sig í og verið leiðandi í öryggistækni, sérstaklega í upplýsinga- og vöktunarkerfum fyrir skip. ,,Með samningnum tryggja íslensku útgerðarfyrirtækin sér búnað í hæsta gæðaflokki og þjónustu við hann hér heima en Nortek bæði selur og þjónustar búnaðinn,” segir Guðrún Ýrr Tómasdóttir, stjórnarformaður og markaðsstjóri Nortek. Verkefnið er að auka öryggi áhafnar, einfalda og bæta rekstraröryggi skips, samþætta og fækka skjáum í brú, losa brúna við kælibúnað eins og tölvuviftur og straumgjafaviftur, auka stöðugleika í orkunotkun, öruggara varaafl (UPS), gera gagnaflutning hraðvirkari og traustari, einfalda framsetningu á upplýsingum og einfalda viðhald alls búnaðar um borð. Allur þessi búnaður verður fluttur í gagnaverið sem byggt verður um borð. Nortek fékk Samherja, Brimrúnu, Nordata, og erlenda framleiðendur til liðs við sig í vöruþróun. ,,Við settum nýja hugsun í brunakerfið, myndeftirlit, varaaflið, viðvörunarkerfið, slökkvikerfið og tölvusalina. Eitt af markmiðunum var að fækka skjánum í brúnni en bæta jafnframt yfirsýn skipsstjórans með öllum kerfum skipsins. Skipstjórinn fær myndir á skjáina sem gera honum kleift að stjórna og velja hagstæðustu og bestu lausnina við rekstur á skipinu, “ segir Guðrún. Með bættu upplýsingakerfi um borð er hægt að auka hagræðingu í rekstri og byggja upp meiri meðvitund um kostnað. Í vélagæslukerfinu verður til forsíðumynd sem sýnir legu skipsins, halla þess og hversu djúpt það ristir. Olíueyðsla og raforkunotkun sést í rauntíma ásamt því að hægt er að stjórna siglingaljósum og ljósum á dekki frá myndinni. Undirmyndir sýna meðal annars olíubyrgðir um borð, raforkuframleiðslu og raforkunotkun svo eitthvað sé nefnt. Þessi búnaður verður án efa til þess að útgerðirnar hagræða með sparnaði í olíu auk þess sem mengun verður minni. Einnig er haldið utanum allar viðvaranir í skipinu og á einfaldan máta er hægt að draga upplýsingar frá helstu kerfum skipsins til þess að ná niður kostnaði og gera störf skipsstjórnarmanna og vélstjórnarmanna öruggari og þægilegri. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Öryggistæknifyrirtækið Nortek ehf. frá Akureyri hefur gert samning við tyrknesku skipasmíðastöðina Cemre Shipyard um að setja upp öryggis- og tæknibúnað ásamt fullbúnu gagnaveri í fjögur íslensk skip sem skipasmíðastöðin er að smíða fyrir Samherja Ísland, Útgerðarfélag Akureyrar og Fisk Seafood á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningu frá Nortek segir að um sé að ræða stærsta samning sem fyrirtækið hefur gert frá upphafi og nemur verðmæti hans 350 milljónum króna. Samningurinn á að skapa fjölda hátæknistarfa en fyrirtækið mun þurfa að fjölga tæknistörfum í kjölfarið. Nortek hefur lagt áherslu á að bjóða heildarlausnir fyrir sjávarútveginn og hefur sérhæft sig í og verið leiðandi í öryggistækni, sérstaklega í upplýsinga- og vöktunarkerfum fyrir skip. ,,Með samningnum tryggja íslensku útgerðarfyrirtækin sér búnað í hæsta gæðaflokki og þjónustu við hann hér heima en Nortek bæði selur og þjónustar búnaðinn,” segir Guðrún Ýrr Tómasdóttir, stjórnarformaður og markaðsstjóri Nortek. Verkefnið er að auka öryggi áhafnar, einfalda og bæta rekstraröryggi skips, samþætta og fækka skjáum í brú, losa brúna við kælibúnað eins og tölvuviftur og straumgjafaviftur, auka stöðugleika í orkunotkun, öruggara varaafl (UPS), gera gagnaflutning hraðvirkari og traustari, einfalda framsetningu á upplýsingum og einfalda viðhald alls búnaðar um borð. Allur þessi búnaður verður fluttur í gagnaverið sem byggt verður um borð. Nortek fékk Samherja, Brimrúnu, Nordata, og erlenda framleiðendur til liðs við sig í vöruþróun. ,,Við settum nýja hugsun í brunakerfið, myndeftirlit, varaaflið, viðvörunarkerfið, slökkvikerfið og tölvusalina. Eitt af markmiðunum var að fækka skjánum í brúnni en bæta jafnframt yfirsýn skipsstjórans með öllum kerfum skipsins. Skipstjórinn fær myndir á skjáina sem gera honum kleift að stjórna og velja hagstæðustu og bestu lausnina við rekstur á skipinu, “ segir Guðrún. Með bættu upplýsingakerfi um borð er hægt að auka hagræðingu í rekstri og byggja upp meiri meðvitund um kostnað. Í vélagæslukerfinu verður til forsíðumynd sem sýnir legu skipsins, halla þess og hversu djúpt það ristir. Olíueyðsla og raforkunotkun sést í rauntíma ásamt því að hægt er að stjórna siglingaljósum og ljósum á dekki frá myndinni. Undirmyndir sýna meðal annars olíubyrgðir um borð, raforkuframleiðslu og raforkunotkun svo eitthvað sé nefnt. Þessi búnaður verður án efa til þess að útgerðirnar hagræða með sparnaði í olíu auk þess sem mengun verður minni. Einnig er haldið utanum allar viðvaranir í skipinu og á einfaldan máta er hægt að draga upplýsingar frá helstu kerfum skipsins til þess að ná niður kostnaði og gera störf skipsstjórnarmanna og vélstjórnarmanna öruggari og þægilegri.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira