Mure heldur áfram viðræðum við Google jón hákon halldórsson skrifar 19. febrúar 2015 08:15 Diðrik Steinsson er einn stofnenda Mure. fréttablaðið/stefán Diðrik Steinsson, einn af stofnendum Mure VR, heldur til San Francisco síðar í mánuðinum til áframhaldandi viðræðna við fulltrúa Google. Mure vinnur að framleiðslu hugbúnaðar sem heitir BreakRoom í samstarfi við umhverfissálfræðinginn Pál Jakob Líndal. Verkefnið er að útbúa vinnuumhverfi í sýndarveruleika. Greint var frá áhuga Google á fyrirtækinu í fyrra. „Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að opin vinnurými, sem yfir 70 prósent fyrirtækja eru með, hafa þannig áhrif á fólk að það kallar sig oft inn veikt í vinnuna. Það eykur stress og vinnuálag og þar af leiðandi minnka vinnuafköst. Nú eru mörg fyrirtæki að hugsa um að bakka út úr opnu vinnurými og yfir í það að stúka niður skrifstofurnar. Og það sem við værum að gera er að gera fyrirtækjunum kleift að koma í veg fyrir að eyða of miklum peningum í slíkar framkvæmdir með því að hafa búnað sem gerir fólki kleift að stúka sig af þegar það vill. Við erum að vinna með Oculus Rift sem er mjög ódýr búnaður. Kostnaðurinn er því hugbúnaðurinn og lítill stofnkostnaður við „hardware“.“ Diðrik áætlar að hægt verði að setja vöruna á markað á þriðja fjórðungi þessa árs. Unnið hefur verið að þróun vörunnar frá því í maí. „Við fórum með fyrirtækið okkar í gegnum Startup Reykjavík, höfum fengið stuðning í gegnum Nýskipunarmiðstöð Íslands og svo lentum við fjármögnun frá Eyrir sprotar í desember og fengum verkefnastyrk hjá Tækniþróunarsjóði,“ segir Diðrik. Nú sé verið að ræða við erlenda fjárfesta. Þegar Eyrir sprotar kom inn í verkefnið kom Hilmar Bragi Janusson inn í stjórn Breakroom. „Við erum í samræðum við Google. Þeir hafa áhuga á þessari vöru,“ segir hann og vísar aftur til þess að tortryggni gæti í garð opinna vinnurýma, en fram að þessu hafi Google lagt mikla áherslu á opin rými. „Það var grein í Washington Post í nóvember sem hét einfaldlega How Google did it all wrong,“ segir Diðrik. Harvard Business Review hafi gefið út heilt hefti um það hvað sé næst í hönnun vinnurýma. Mjög mikið sé talað um slæmu hliðarnar á opnu vinnurými. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Diðrik Steinsson, einn af stofnendum Mure VR, heldur til San Francisco síðar í mánuðinum til áframhaldandi viðræðna við fulltrúa Google. Mure vinnur að framleiðslu hugbúnaðar sem heitir BreakRoom í samstarfi við umhverfissálfræðinginn Pál Jakob Líndal. Verkefnið er að útbúa vinnuumhverfi í sýndarveruleika. Greint var frá áhuga Google á fyrirtækinu í fyrra. „Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að opin vinnurými, sem yfir 70 prósent fyrirtækja eru með, hafa þannig áhrif á fólk að það kallar sig oft inn veikt í vinnuna. Það eykur stress og vinnuálag og þar af leiðandi minnka vinnuafköst. Nú eru mörg fyrirtæki að hugsa um að bakka út úr opnu vinnurými og yfir í það að stúka niður skrifstofurnar. Og það sem við værum að gera er að gera fyrirtækjunum kleift að koma í veg fyrir að eyða of miklum peningum í slíkar framkvæmdir með því að hafa búnað sem gerir fólki kleift að stúka sig af þegar það vill. Við erum að vinna með Oculus Rift sem er mjög ódýr búnaður. Kostnaðurinn er því hugbúnaðurinn og lítill stofnkostnaður við „hardware“.“ Diðrik áætlar að hægt verði að setja vöruna á markað á þriðja fjórðungi þessa árs. Unnið hefur verið að þróun vörunnar frá því í maí. „Við fórum með fyrirtækið okkar í gegnum Startup Reykjavík, höfum fengið stuðning í gegnum Nýskipunarmiðstöð Íslands og svo lentum við fjármögnun frá Eyrir sprotar í desember og fengum verkefnastyrk hjá Tækniþróunarsjóði,“ segir Diðrik. Nú sé verið að ræða við erlenda fjárfesta. Þegar Eyrir sprotar kom inn í verkefnið kom Hilmar Bragi Janusson inn í stjórn Breakroom. „Við erum í samræðum við Google. Þeir hafa áhuga á þessari vöru,“ segir hann og vísar aftur til þess að tortryggni gæti í garð opinna vinnurýma, en fram að þessu hafi Google lagt mikla áherslu á opin rými. „Það var grein í Washington Post í nóvember sem hét einfaldlega How Google did it all wrong,“ segir Diðrik. Harvard Business Review hafi gefið út heilt hefti um það hvað sé næst í hönnun vinnurýma. Mjög mikið sé talað um slæmu hliðarnar á opnu vinnurými.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent