Kínverjar kaupa þriðjungshlut í CRI Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júlí 2015 07:00 Verðmæti hlutar Geely Group í CRI er yfir sex milljarðar króna. Kínverska félagið hyggst nýta tækni CRI til bílaframleiðslu sinnar, bæði í Kína og víðar um hei,. vísir/gva Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í fyrirtækinu Carbon Recycling Intarnational (CRI). Kaupverðið er 45,5 milljónir dollara, eða rúmlega sex milljarðar íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hve stóran hlut kínverska félagið eignast, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann um þriðjungur. CRI verður enn í meirihlutaeigu Íslendinga. Tilkynnt var um kaupin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. Fjárfestingin felst bæði í beinu kaupframlagi og einnig frekari kaupum á hlutabréfum yfir þriggja ára tímabil. „Geely hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum til lengri tíma um að draga alveg úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda með fjölbreyttum tækninýjungum, til dæmis endurnýjanlegu metanóli sem orkugjafa á bifreiðar,“ segir Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group. „Þessi fjárfesting mun byggja á þeirri metanóltækni sem við búum yfir í dag sem gerir okkur auðveldara að taka upp nýja tækni til að efla þessa starfsemi í Kína.“ Li Shufu segir að þessi fjárfesting geri félaginu kleift að koma upp hágæða metanóltækni í Evrópu. CRI hafi getið sér gott orð þegar kemur að endurnýjanlegu metanóli. „Ég er mjög spenntur yfir að vinna með þeim. Þetta er mikilvægt tákn um alþjóðlega skuldbindingu Geely Group þegar kemur að sjálfbærni.“ KC Tran, stjórnarformaður CRI, var ekki síður ánægður með kaupin. „Það er sönn ánægja að fá Geely Group um borð sem hluthafa og í stjórn. Geely Group hefur, samhliða vaxandi hefðbundinni bílaframleiðslu, verið í fararbroddi í nýrri tækni varðandi orkumál og eru einn af lykilaðlum sem munu móta framtíð bílageirans.“ Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í fyrirtækinu Carbon Recycling Intarnational (CRI). Kaupverðið er 45,5 milljónir dollara, eða rúmlega sex milljarðar íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hve stóran hlut kínverska félagið eignast, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann um þriðjungur. CRI verður enn í meirihlutaeigu Íslendinga. Tilkynnt var um kaupin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. Fjárfestingin felst bæði í beinu kaupframlagi og einnig frekari kaupum á hlutabréfum yfir þriggja ára tímabil. „Geely hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum til lengri tíma um að draga alveg úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda með fjölbreyttum tækninýjungum, til dæmis endurnýjanlegu metanóli sem orkugjafa á bifreiðar,“ segir Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group. „Þessi fjárfesting mun byggja á þeirri metanóltækni sem við búum yfir í dag sem gerir okkur auðveldara að taka upp nýja tækni til að efla þessa starfsemi í Kína.“ Li Shufu segir að þessi fjárfesting geri félaginu kleift að koma upp hágæða metanóltækni í Evrópu. CRI hafi getið sér gott orð þegar kemur að endurnýjanlegu metanóli. „Ég er mjög spenntur yfir að vinna með þeim. Þetta er mikilvægt tákn um alþjóðlega skuldbindingu Geely Group þegar kemur að sjálfbærni.“ KC Tran, stjórnarformaður CRI, var ekki síður ánægður með kaupin. „Það er sönn ánægja að fá Geely Group um borð sem hluthafa og í stjórn. Geely Group hefur, samhliða vaxandi hefðbundinni bílaframleiðslu, verið í fararbroddi í nýrri tækni varðandi orkumál og eru einn af lykilaðlum sem munu móta framtíð bílageirans.“
Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira