Kínverjar kaupa þriðjungshlut í CRI Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júlí 2015 07:00 Verðmæti hlutar Geely Group í CRI er yfir sex milljarðar króna. Kínverska félagið hyggst nýta tækni CRI til bílaframleiðslu sinnar, bæði í Kína og víðar um hei,. vísir/gva Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í fyrirtækinu Carbon Recycling Intarnational (CRI). Kaupverðið er 45,5 milljónir dollara, eða rúmlega sex milljarðar íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hve stóran hlut kínverska félagið eignast, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann um þriðjungur. CRI verður enn í meirihlutaeigu Íslendinga. Tilkynnt var um kaupin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. Fjárfestingin felst bæði í beinu kaupframlagi og einnig frekari kaupum á hlutabréfum yfir þriggja ára tímabil. „Geely hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum til lengri tíma um að draga alveg úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda með fjölbreyttum tækninýjungum, til dæmis endurnýjanlegu metanóli sem orkugjafa á bifreiðar,“ segir Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group. „Þessi fjárfesting mun byggja á þeirri metanóltækni sem við búum yfir í dag sem gerir okkur auðveldara að taka upp nýja tækni til að efla þessa starfsemi í Kína.“ Li Shufu segir að þessi fjárfesting geri félaginu kleift að koma upp hágæða metanóltækni í Evrópu. CRI hafi getið sér gott orð þegar kemur að endurnýjanlegu metanóli. „Ég er mjög spenntur yfir að vinna með þeim. Þetta er mikilvægt tákn um alþjóðlega skuldbindingu Geely Group þegar kemur að sjálfbærni.“ KC Tran, stjórnarformaður CRI, var ekki síður ánægður með kaupin. „Það er sönn ánægja að fá Geely Group um borð sem hluthafa og í stjórn. Geely Group hefur, samhliða vaxandi hefðbundinni bílaframleiðslu, verið í fararbroddi í nýrri tækni varðandi orkumál og eru einn af lykilaðlum sem munu móta framtíð bílageirans.“ Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í fyrirtækinu Carbon Recycling Intarnational (CRI). Kaupverðið er 45,5 milljónir dollara, eða rúmlega sex milljarðar íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hve stóran hlut kínverska félagið eignast, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann um þriðjungur. CRI verður enn í meirihlutaeigu Íslendinga. Tilkynnt var um kaupin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. Fjárfestingin felst bæði í beinu kaupframlagi og einnig frekari kaupum á hlutabréfum yfir þriggja ára tímabil. „Geely hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum til lengri tíma um að draga alveg úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda með fjölbreyttum tækninýjungum, til dæmis endurnýjanlegu metanóli sem orkugjafa á bifreiðar,“ segir Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group. „Þessi fjárfesting mun byggja á þeirri metanóltækni sem við búum yfir í dag sem gerir okkur auðveldara að taka upp nýja tækni til að efla þessa starfsemi í Kína.“ Li Shufu segir að þessi fjárfesting geri félaginu kleift að koma upp hágæða metanóltækni í Evrópu. CRI hafi getið sér gott orð þegar kemur að endurnýjanlegu metanóli. „Ég er mjög spenntur yfir að vinna með þeim. Þetta er mikilvægt tákn um alþjóðlega skuldbindingu Geely Group þegar kemur að sjálfbærni.“ KC Tran, stjórnarformaður CRI, var ekki síður ánægður með kaupin. „Það er sönn ánægja að fá Geely Group um borð sem hluthafa og í stjórn. Geely Group hefur, samhliða vaxandi hefðbundinni bílaframleiðslu, verið í fararbroddi í nýrri tækni varðandi orkumál og eru einn af lykilaðlum sem munu móta framtíð bílageirans.“
Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira