Velta Frosts áttfaldast á einungis tíu árum Sveinn Arnarson skrifar 28. janúar 2015 10:00 Allt frá árinu 2005 hefur fyrirtækið verið í meirihlutaeigu starfsmanna. fréttablaðið/Auðunn Níelsson Velta kælismiðjunnar Frosts ehf. á Akureyri hefur áttfaldast á síðustu tíu árum. Fyrirtækið, sem er í meirihlutaeigu starfsmanna, er skuldlaust og hreinar eignir þess eru um 1,2 milljarðar íslenskra króna. „Það hefur verið stígandi í fyrirtækinu síðustu ár og sú mikla þekking og mannauður sem fyrirtækið býr yfir í starfsmönnum sínum eru gríðarlega verðmæt,“ segir Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar. Fyrirtækið á sér sögu aftur til ársins 1985 en frá 2005 hefur það verið í meirihlutaeigu starfsmanna. Sextíu prósent eru í eigu starfsmanna en KEA og Samherji eiga sinn fimmtungshlutinn hvort í fyrirtækinu. Frost vinnur að uppsetningu og hönnun á frysti- og kælikerfum fyrir fyrirtæki í matvælaframleiðslu víðs vegar um heiminn. Að mati Gunnars er Frost þekkingarfyrirtæki sem vinnur að hönnun og uppsetningu. Tæknilausnir við frystingu og kælingu afurða skipta miklu máli í nútímamatvælaframleiðslu og kröfur um gæði vörunnar verða æ meiri með hverju ári sem líður. Langflestar fisk- og kjötvinnslur landsins eru með kæli- og frystikerfi sem fyrirtækið hefur sett upp og þjónustar. „Einnig höfum við verið að gera ágæta hluti erlendis. Færeyjar eru til að mynda mjög stór markaður hjá okkur en einnig höfum við verið að vinna í Tyrklandi, Kína, Kanada, Skandinavíu og á sumum svæðum í Afríku, svo dæmi séu tekin.“Mannauður mikilvægur „Frost hefur vaxið og dafnað síðastliðin ár. Nú er svo komið að fyrirtækið skuldar ekki krónu í banka og allar framkvæmdir þess eru fjármagnaðar með eigin fé,“ segir Gunnar. „Reksturinn síðastliðin ár hefur verið góður og stígandi í verkefnum. Hagnaður hefur verið góður af rekstri. Nú er svo komið að árin 2012 og 2013 var veltan rúmir tveir milljarðar en verður rétt undir þremur milljörðum árið 2014. Það er vöxtur um 25 prósent og við erum mjög ánægðir með þennan árangur.“ Gunnar þakkar starfsmönnum fyrst og fremst þessum góða árangri síðustu ár. „Það er í raun teymisvinna starfsmanna sem skapar þetta að miklu leyti. Við búum yfir mikilli þekkingu í starfsfólki. Hér eru starfsmenn sem hafa starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi og búa orðið yfir mikilli þekkingu. Einnig höfum við verið að bæta við okkur mjög öflugum tæknimönnum og tækniteiknurum með mikla færni.“ Að mati Gunnars er innlend þekking að verða til í þessum geira og fyrirtækið hefur getið sér gott orð á erlendum vettvangi. Á þessari innlendu þekkingu sækir fyrirtækið fram á erlenda markaði. „Þar eru vaxtarmöguleikarnir að okkar mati. Við erum að sjá mikla möguleika í Afríku þar sem spennandi tímar eru fram undan á ýmsum stöðum. Það er því áhugvert að sjá hvort við getum hoppað á þann vagn að einhverju ráði.“Mikið samstarf á Akureyri Stór verkefni kælismiðjunnar krefjast þess að mikið sé unnið með undirverktökum og öðrum fyrirtækjum. Síðustu ár hafa fyrirtæki á Akureyri notið góðs af góðri stöðu kælismiðjunnar. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum í raun bara lítið fyrirtæki og höfum alls ekki verkefni til að reka eigin deild í rafmagni. Þess vegna nýtum við okkur sérhæfð fyrirtæki í þeim efnum. Við höfum unnið náið með tveimur fyrirtækjum hér á Akureyri sem vinna að rafmagnshlutanum og forritun og stýringu. Þetta hefur heppnast vel og samstarfið hefur verið mjög gott.“ Að mati Gunnars er ekki um að ræða eiginlega stefnu fyrirtækisins í þessum efnum, að eiga viðskipti við fyrirtæki á Akureyri og þar með styrkja heimabyggðina. Hins vegar er það svo að stjórnendur fyrirtækisins geri sér grein fyrir mikilvægi þess að styrkja nærsvæði sitt og finnst á einhvern hátt að þeim renni blóðið til skyldunnar í þeim efnum.Erfitt að fá menntað fólk Starfsmenn fyrirtækisins eru 45 talsins, langflestir þeirra vélvirkjar eða vélstjórar. Einnig starfa þar tæknifræðingar og tækniteiknarar. Á Akureyri starfa 25 starfsmenn og 20 í starfsstöð fyrirtækisins í Garðabæ. „Í stórum framkvæmdum hjá okkur erum við oft með fleiri aðkeypta menn en okkar eigin. Reksturinn er háður sveiflum að því marki að þessi stóru verkefni eru þannig að við getum ekki búið yfir slíku allt árið um kring. Því eru oft margir undirverktakar hjá okkur, líkt og í Færeyjum þar sem við höfum sett upp verksmiðjur sem geta fryst allt að eitt þúsund tonn af uppsjávarfiski á sólarhring.“ Gunnar segir erfitt oft á tíðum að fá vana menn til vinnu, þá sérstaklega vélstjórnarmenntaða menn og vélvirkja. Þar sé samkeppni hörð. „Þetta getur oft reynst okkur flöskuháls. Einstaklingum með þessa menntun bjóðast oft á tíðum góðar tekjur á sjó og geta einnig fengið vinnu hvar sem er erlendis.“ Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Velta kælismiðjunnar Frosts ehf. á Akureyri hefur áttfaldast á síðustu tíu árum. Fyrirtækið, sem er í meirihlutaeigu starfsmanna, er skuldlaust og hreinar eignir þess eru um 1,2 milljarðar íslenskra króna. „Það hefur verið stígandi í fyrirtækinu síðustu ár og sú mikla þekking og mannauður sem fyrirtækið býr yfir í starfsmönnum sínum eru gríðarlega verðmæt,“ segir Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar. Fyrirtækið á sér sögu aftur til ársins 1985 en frá 2005 hefur það verið í meirihlutaeigu starfsmanna. Sextíu prósent eru í eigu starfsmanna en KEA og Samherji eiga sinn fimmtungshlutinn hvort í fyrirtækinu. Frost vinnur að uppsetningu og hönnun á frysti- og kælikerfum fyrir fyrirtæki í matvælaframleiðslu víðs vegar um heiminn. Að mati Gunnars er Frost þekkingarfyrirtæki sem vinnur að hönnun og uppsetningu. Tæknilausnir við frystingu og kælingu afurða skipta miklu máli í nútímamatvælaframleiðslu og kröfur um gæði vörunnar verða æ meiri með hverju ári sem líður. Langflestar fisk- og kjötvinnslur landsins eru með kæli- og frystikerfi sem fyrirtækið hefur sett upp og þjónustar. „Einnig höfum við verið að gera ágæta hluti erlendis. Færeyjar eru til að mynda mjög stór markaður hjá okkur en einnig höfum við verið að vinna í Tyrklandi, Kína, Kanada, Skandinavíu og á sumum svæðum í Afríku, svo dæmi séu tekin.“Mannauður mikilvægur „Frost hefur vaxið og dafnað síðastliðin ár. Nú er svo komið að fyrirtækið skuldar ekki krónu í banka og allar framkvæmdir þess eru fjármagnaðar með eigin fé,“ segir Gunnar. „Reksturinn síðastliðin ár hefur verið góður og stígandi í verkefnum. Hagnaður hefur verið góður af rekstri. Nú er svo komið að árin 2012 og 2013 var veltan rúmir tveir milljarðar en verður rétt undir þremur milljörðum árið 2014. Það er vöxtur um 25 prósent og við erum mjög ánægðir með þennan árangur.“ Gunnar þakkar starfsmönnum fyrst og fremst þessum góða árangri síðustu ár. „Það er í raun teymisvinna starfsmanna sem skapar þetta að miklu leyti. Við búum yfir mikilli þekkingu í starfsfólki. Hér eru starfsmenn sem hafa starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi og búa orðið yfir mikilli þekkingu. Einnig höfum við verið að bæta við okkur mjög öflugum tæknimönnum og tækniteiknurum með mikla færni.“ Að mati Gunnars er innlend þekking að verða til í þessum geira og fyrirtækið hefur getið sér gott orð á erlendum vettvangi. Á þessari innlendu þekkingu sækir fyrirtækið fram á erlenda markaði. „Þar eru vaxtarmöguleikarnir að okkar mati. Við erum að sjá mikla möguleika í Afríku þar sem spennandi tímar eru fram undan á ýmsum stöðum. Það er því áhugvert að sjá hvort við getum hoppað á þann vagn að einhverju ráði.“Mikið samstarf á Akureyri Stór verkefni kælismiðjunnar krefjast þess að mikið sé unnið með undirverktökum og öðrum fyrirtækjum. Síðustu ár hafa fyrirtæki á Akureyri notið góðs af góðri stöðu kælismiðjunnar. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum í raun bara lítið fyrirtæki og höfum alls ekki verkefni til að reka eigin deild í rafmagni. Þess vegna nýtum við okkur sérhæfð fyrirtæki í þeim efnum. Við höfum unnið náið með tveimur fyrirtækjum hér á Akureyri sem vinna að rafmagnshlutanum og forritun og stýringu. Þetta hefur heppnast vel og samstarfið hefur verið mjög gott.“ Að mati Gunnars er ekki um að ræða eiginlega stefnu fyrirtækisins í þessum efnum, að eiga viðskipti við fyrirtæki á Akureyri og þar með styrkja heimabyggðina. Hins vegar er það svo að stjórnendur fyrirtækisins geri sér grein fyrir mikilvægi þess að styrkja nærsvæði sitt og finnst á einhvern hátt að þeim renni blóðið til skyldunnar í þeim efnum.Erfitt að fá menntað fólk Starfsmenn fyrirtækisins eru 45 talsins, langflestir þeirra vélvirkjar eða vélstjórar. Einnig starfa þar tæknifræðingar og tækniteiknarar. Á Akureyri starfa 25 starfsmenn og 20 í starfsstöð fyrirtækisins í Garðabæ. „Í stórum framkvæmdum hjá okkur erum við oft með fleiri aðkeypta menn en okkar eigin. Reksturinn er háður sveiflum að því marki að þessi stóru verkefni eru þannig að við getum ekki búið yfir slíku allt árið um kring. Því eru oft margir undirverktakar hjá okkur, líkt og í Færeyjum þar sem við höfum sett upp verksmiðjur sem geta fryst allt að eitt þúsund tonn af uppsjávarfiski á sólarhring.“ Gunnar segir erfitt oft á tíðum að fá vana menn til vinnu, þá sérstaklega vélstjórnarmenntaða menn og vélvirkja. Þar sé samkeppni hörð. „Þetta getur oft reynst okkur flöskuháls. Einstaklingum með þessa menntun bjóðast oft á tíðum góðar tekjur á sjó og geta einnig fengið vinnu hvar sem er erlendis.“
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira