Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Fjórir kostir á markaðinn

Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Horns II, segir að menn verði að sýna aga í viðskiptum og halda verðvæntingum hóflegum. Hann telur að Bláa lónið og Fáfnir gætu orðið góðir kostir á markaði og nefnir einnig Invent Farma og KEA Hotels. Hermann er í ítarlegu viðtali við Markaðinn.

Sprotafyrirtækið Tagplay hleypir í dag af stokkunum nýrri veflausn sem hjálpar fyrirtækjum að halda vefsíðum og öppum lifandi og upp færðum með hjálp samfélagsmiðla.

Velta kælismiðjunnar Frosts ehf. á Akureyri hefur áttfaldast á síðustu tíu árum. Fyrirtækið, sem er í meirihlutaeigu starfsmanna, er skuldlaust og hreinar eignir þess eru um 1,2 milljarðar íslenskra króna.

Skarphéðinn Berg Steinarsson er nýr framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands en hefur starfað í ferðabransanum árum saman. Svipmyndin í Markaðnum er að þessu sinni af Skarphéðni Berg.



Þá eru Stjórnarmaðurinn og Skjóðan á sínum stað og fleira og fleira. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×