Viðskipti innlent

Pósturinn hefur sölu á iKortum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kort er alþjóðlegt greiðslukort sem hægt er að nota á yfir 32 milljónum stöðum í heiminum þ.m.t. hraðbönkum.
Kort er alþjóðlegt greiðslukort sem hægt er að nota á yfir 32 milljónum stöðum í heiminum þ.m.t. hraðbönkum. mynd/aðsend
Pósturinn hefur hafið sölu iKorta ásamt áfyllingu fyrir kortin á póstafgreiðslustöðum sínum. iKort er alþjóðlegt greiðslukort sem hægt er að nota á yfir 32 milljónum stöðum í heiminum þ.m.t. hraðbönkum.

iKortið er frábrugðið öðrum greiðslukortum að því leyti að ekki þarf að sækja um kortið hjá banka og kortin eru ekki skráð á notanda heldur fylgir PIN númer hverju keyptu korti sem notandi staðfestir úttekt með.

iKortið er gefið út á vegum breska fyrirtækisins Prepaid Financial Services Ltd. – PFS. Dreifingaraðili og eigandi vörumerkisins er iKort ehf. Kortin eru til sölu á öllum pósthúsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×