Viðskipti innlent

ThorIce fær styrk til að kanna markaði

Svavar Hávarðarson skrifar
Þorsteinn Ingi Víglundsson er hér til vinstri, ásamt Hauki Hilmarssyni og Birgi Jósafatssyni, samstarfsmönnum sínum.
Þorsteinn Ingi Víglundsson er hér til vinstri, ásamt Hauki Hilmarssyni og Birgi Jósafatssyni, samstarfsmönnum sínum. MYND/THORICE
Tæknifyrirtækið ThorIce hefur fengið 20 milljóna króna styrk ásamt Iðntæknistofnun Danmerkur til að gera forkönnun á markaðstækifærum í Danmörku og möguleikum á notkun tækni fyrirtækisins til orkusparnaðar í danskri matvælaframleiðslu. Gangi verkefnið vel er möguleiki á stækkun þess í framtíðinni.

Þorsteinn Ingi Víglundsson, ásamt samstarfsfólki sínu, hefur í rúman áratug þróað og framleitt sérhæfðan kælibúnað fyrir sjávarútveg. Sama kjarnatækni hefur svo verið aðlöguð fyrir kælingu á kjúklingi og við vatnshreinsun í matvælaiðnaði og öðrum iðnaði. Tæknin er nú þegar í notkun í landbúnaði í Hollandi og lyfjaiðnaði þar sem hún er notuð til að hreinsa spilliefni úr vatni.

Tækni ThorIce er nefnd sem gott dæmi um hvernig tækniþróun fyrir sjávarútveg getur opnað ýmis tækifæri í sölu á tækni og þekkingu til annars konar matvælavinnslu og í aðra geira eins og lyfjageirann. ThorIce er eitt þeirra fyrirtækja sem verið hafa í Húsi sjávarklasans frá því það var opnað árið 2012. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×