Viðskipti innlent

Fjármálaráðherra fær yfirlögfræðing MP banka í sitt lið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson segir aldrei fleiri hafa unnið að afnámi hafta.
Bjarni Benediktsson segir aldrei fleiri hafa unnið að afnámi hafta. vísir/pjetur sigurðsson
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, yfirlögfræðingur MP banka, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum sínum til að vinna fyrir stjórnvöld að losun fjármagnshafta. Þetta kemur fram á vef bankans. Ásgeir Helgi sagðist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig nánar um það í hverju vinna hans yrði fólgin. 

Lilja Rut Jensen héraðsdómslögmaður mun leysa Ásgeir af sem yfirlögfræðingur MP banka þangað til hann kemur aftur til starfa að leyfi loknu.

Ásgeir er annar starfsmaður bankans sem tekur sér leyfi til að vinna að afnámi hafta, en auk hans var það Sigurður Hannesson. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt ítrekað að undanförnu að sá hópur fólks sem vinnur við afnám hafta hafi aldrei verið stærri en nú. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×