AGS segir Grikki þurfa mun meiri aðstoð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júlí 2015 07:00 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka í Þýskalandi lýstu yfir óánægju sinni með störf fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble í gær. nordicphotos/afp Evrópa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur Grikki þurfa mun meiri aðstoð en evrusvæðisríkin sömdu um að veita á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í skýrslu AGS sem fréttastofa Reuters kom höndum yfir í gær. AGS telur þrjá kosti í stöðunni fyrir Grikki. Í fyrsta lagi að Grikkjum verði gefin þrjátíu ár þar sem ríkið þarf ekki að borga af lánum, í öðru lagi að Grikkjum verði veitt lán á hverju ári og í þriðja lagi að fella niður hluta af skuldum þeirra. AGS telur því samninginn sem náðist ekki fullnægjandi fyrir Grikki. Heimildarmaður Reuters hermir að leiðtogar evrusvæðisins hafi vitað af áhyggjum AGS áður en samið var. Fleiri hafa lýst yfir áhyggjum yfir samningnum. Gerhard Schick, þingmaður Græningja í Þýskalandi, sakaði fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble um að haga sér á virkilega hættulegan hátt þegar hann lagði til að Grikkir myndu yfirgefa evrusvæðið tímabundið. Þingmaður vinstriflokksins Linke, Dietmar Bartsch, sakaði Angelu Merkel kanslara og Schäuble um að kúga Grikki. Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, sakaði François Hollande, forseta Frakklands, um að beita sér ekki fyrir þjóðarhagsmunum, einungis hagsmunum Evrópu. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrópa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur Grikki þurfa mun meiri aðstoð en evrusvæðisríkin sömdu um að veita á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í skýrslu AGS sem fréttastofa Reuters kom höndum yfir í gær. AGS telur þrjá kosti í stöðunni fyrir Grikki. Í fyrsta lagi að Grikkjum verði gefin þrjátíu ár þar sem ríkið þarf ekki að borga af lánum, í öðru lagi að Grikkjum verði veitt lán á hverju ári og í þriðja lagi að fella niður hluta af skuldum þeirra. AGS telur því samninginn sem náðist ekki fullnægjandi fyrir Grikki. Heimildarmaður Reuters hermir að leiðtogar evrusvæðisins hafi vitað af áhyggjum AGS áður en samið var. Fleiri hafa lýst yfir áhyggjum yfir samningnum. Gerhard Schick, þingmaður Græningja í Þýskalandi, sakaði fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble um að haga sér á virkilega hættulegan hátt þegar hann lagði til að Grikkir myndu yfirgefa evrusvæðið tímabundið. Þingmaður vinstriflokksins Linke, Dietmar Bartsch, sakaði Angelu Merkel kanslara og Schäuble um að kúga Grikki. Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, sakaði François Hollande, forseta Frakklands, um að beita sér ekki fyrir þjóðarhagsmunum, einungis hagsmunum Evrópu.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira