HR með Hnakkaþon Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Rektor segir að verkefnin sem lögð eru fyrir nemendur í keppninni séu mjög raunhæf. fréttablaðið/ernir Háskólinn í Reykjavík og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa saman að keppni sem þeir hafa ákveðið að kalla Hnakkaþon og fer fram um helgina. „Hugmyndin sprettur upp úr svipuðum keppnum sem oft eru haldnar í upplýsingatækni og öðrum greinum. Þar er þetta kallað Hakkaþon, þar sem hópar nemenda vinna að því að leysa mjög krefjandi viðfangsefni sem eru raunveruleg viðfangsefni í samfélaginu og atvinnulífinu. Þetta er sama hugmyndin nema þarna erum við að taka fyrir viðfangsefni sjávarútvegsins,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, í samtali við Fréttablaðið.ARi Kristinn JónssonKeppnin felst í því að hópar nemenda vinna þverfaglega að því að koma að öllum þáttum sem þarf til að selja ferskt sjávarfang frá Íslandi til austurstrandar Bandaríkjanna. Ari Kristinn segir að það þurfi að horfa til markaðssetningar og sölu og allra þátta í viðskiptunum. Einnig þurfi að horfa til aðferða og tækni við hvernig afurðin er meðhöndluð, pökkuð, kæld og fleira. Þá þurfi líka að hugsa til þess hvernig varan sé flutt. „Markmiðið er annars vegar að fá nýjar hugmyndir upp á yfirborðið og hitt er síðan að vekja athygli nemenda á hver viðfangsefnin í sjávarútvegi eru,“ segir Ari Kristinn. Þá snúist ferlið um tækni, viðskipti og flutninga. Nemendur á öllum brautum HR taka þátt í keppninni. „Við höfum gert það alveg skýrt að hóparnir munu þurfa á þverfaglegri þekkingu að halda. Þeir munu þurfa að þekkja viðskipta-, markaðs- og virðisútreikninga. Þeir munu þurfa lagaþekkingu og síðan tæknihlutann, kælitækni, flutningana og fleira,“ segir Ari Kristinn. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa saman að keppni sem þeir hafa ákveðið að kalla Hnakkaþon og fer fram um helgina. „Hugmyndin sprettur upp úr svipuðum keppnum sem oft eru haldnar í upplýsingatækni og öðrum greinum. Þar er þetta kallað Hakkaþon, þar sem hópar nemenda vinna að því að leysa mjög krefjandi viðfangsefni sem eru raunveruleg viðfangsefni í samfélaginu og atvinnulífinu. Þetta er sama hugmyndin nema þarna erum við að taka fyrir viðfangsefni sjávarútvegsins,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, í samtali við Fréttablaðið.ARi Kristinn JónssonKeppnin felst í því að hópar nemenda vinna þverfaglega að því að koma að öllum þáttum sem þarf til að selja ferskt sjávarfang frá Íslandi til austurstrandar Bandaríkjanna. Ari Kristinn segir að það þurfi að horfa til markaðssetningar og sölu og allra þátta í viðskiptunum. Einnig þurfi að horfa til aðferða og tækni við hvernig afurðin er meðhöndluð, pökkuð, kæld og fleira. Þá þurfi líka að hugsa til þess hvernig varan sé flutt. „Markmiðið er annars vegar að fá nýjar hugmyndir upp á yfirborðið og hitt er síðan að vekja athygli nemenda á hver viðfangsefnin í sjávarútvegi eru,“ segir Ari Kristinn. Þá snúist ferlið um tækni, viðskipti og flutninga. Nemendur á öllum brautum HR taka þátt í keppninni. „Við höfum gert það alveg skýrt að hóparnir munu þurfa á þverfaglegri þekkingu að halda. Þeir munu þurfa að þekkja viðskipta-, markaðs- og virðisútreikninga. Þeir munu þurfa lagaþekkingu og síðan tæknihlutann, kælitækni, flutningana og fleira,“ segir Ari Kristinn.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira