Vantar stefnu gagnvart spillingu Ingvar Haraldsson skrifar 22. apríl 2015 07:00 Félög í Kauphöllinni koma almennt vel út hvað varðar gegnsæi. fréttablaðið/gva Félög skráð í Kauphöll Íslands koma flest vel út í rannsókn á gegnsæi samanborið við erlend stórfyrirtæki. Rannsóknin var lokaverkefni Önnu Kristínu Lobers, viðskiptafræðinema við Háskóla Íslands. Meðaleinkunn íslensku félaganna var 4,4 en í sambærilegri rannsókn Transparency International á gegnsæi hjá 124 alþjóðlegum stórfyrirtækjum fékkst meðaleinkunnin 3,8. Anna segir að það hafi komið henni skemmtilega á óvart hve vel íslensku félögin komu vel út í alþjóðlegum samanburði. Sérstaklega miðað við hve mikil pressan sé á alþjóðlegum stórfyrirtækjum um gegnsæi í viðskiptaháttum.Anna kristína LobersAnna segir þó að ýmislegt megi bæta hvað varðar gegnsæi hér á landi. Fæst fyrirtæki hafa markað opinbera stefnu gagnvart spillingu, frætt starfsfólk um helstu spillingarhvata eða gefið út hvernig starfsfólk geti bent á spillingu innan fyrirtækis án þess að setja starf sitt í hættu. Þá hafi fá félaganna markað sér stefnu um hvort veita eigi pólitísk framlög eða upplýsa um hverjir fái slík framlög. „Hjá þeim félögum sem starfa erlendis vantar upp á að sundurliða fjármálaupplýsingar, t.d. frá hvaða löndum tekjur og gjöld koma,“ bætir Anna við. Sjóvá kemur best út úr rannsókninni og fær einkunnina 7,7. Það er hærri einkunn en gefin var í alþjóðlegu rannsókninni. Icelandair endaði neðst í íslensku rannsókninni með einkunnina 1,9. Anna segir það helst skýrast af því hve lítið af upplýsingum sé hægt að nálgast um félagið, bæði hvað varðar sundurliðun á fjármálaupplýsingum og hvað varðar stefnu í baráttunni gegn spillingu. Guðrún Johnsen, leiðbeinandi Önnu, lektor við Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Gegnsæi, samtökum gegn spillingu, segir að almennt sé lítil meðvitund um hvað varðar spillingarhættur hér á landi og því sé rannsóknin gott innlegg í þá umræðu. „Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar ef spilling grasserar innan fyrirtækja,“ segir Guðrún enda hafi Íslendingar fengið að kenna á afleiðingum þess síðustu ár. „Það er mjög mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja átti sig á mikilvægi þess að sannfæra sparifjáreigendur um að þeir geri allt til að koma í veg fyrir að spilling myndist,“ segir Guðrún. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Félög skráð í Kauphöll Íslands koma flest vel út í rannsókn á gegnsæi samanborið við erlend stórfyrirtæki. Rannsóknin var lokaverkefni Önnu Kristínu Lobers, viðskiptafræðinema við Háskóla Íslands. Meðaleinkunn íslensku félaganna var 4,4 en í sambærilegri rannsókn Transparency International á gegnsæi hjá 124 alþjóðlegum stórfyrirtækjum fékkst meðaleinkunnin 3,8. Anna segir að það hafi komið henni skemmtilega á óvart hve vel íslensku félögin komu vel út í alþjóðlegum samanburði. Sérstaklega miðað við hve mikil pressan sé á alþjóðlegum stórfyrirtækjum um gegnsæi í viðskiptaháttum.Anna kristína LobersAnna segir þó að ýmislegt megi bæta hvað varðar gegnsæi hér á landi. Fæst fyrirtæki hafa markað opinbera stefnu gagnvart spillingu, frætt starfsfólk um helstu spillingarhvata eða gefið út hvernig starfsfólk geti bent á spillingu innan fyrirtækis án þess að setja starf sitt í hættu. Þá hafi fá félaganna markað sér stefnu um hvort veita eigi pólitísk framlög eða upplýsa um hverjir fái slík framlög. „Hjá þeim félögum sem starfa erlendis vantar upp á að sundurliða fjármálaupplýsingar, t.d. frá hvaða löndum tekjur og gjöld koma,“ bætir Anna við. Sjóvá kemur best út úr rannsókninni og fær einkunnina 7,7. Það er hærri einkunn en gefin var í alþjóðlegu rannsókninni. Icelandair endaði neðst í íslensku rannsókninni með einkunnina 1,9. Anna segir það helst skýrast af því hve lítið af upplýsingum sé hægt að nálgast um félagið, bæði hvað varðar sundurliðun á fjármálaupplýsingum og hvað varðar stefnu í baráttunni gegn spillingu. Guðrún Johnsen, leiðbeinandi Önnu, lektor við Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Gegnsæi, samtökum gegn spillingu, segir að almennt sé lítil meðvitund um hvað varðar spillingarhættur hér á landi og því sé rannsóknin gott innlegg í þá umræðu. „Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar ef spilling grasserar innan fyrirtækja,“ segir Guðrún enda hafi Íslendingar fengið að kenna á afleiðingum þess síðustu ár. „Það er mjög mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja átti sig á mikilvægi þess að sannfæra sparifjáreigendur um að þeir geri allt til að koma í veg fyrir að spilling myndist,“ segir Guðrún.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira