Svíarnir kaupa allt hlutaféð í Advania Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2015 07:00 Gestur G. Gestsson segir kaup AdvInvest á 58,5 prósenta hlut í Advania af FSÍ um mitt síðasta ár enn vera stærstu erlendu fjárfestinguna í upplýsingatækni á Íslandi eftir hrun. fréttablaðið/pjetur Aðaleigandi Advania, AdvInvest, hefur samið við Framtakssjóð Íslands (FSÍ) um kaup á öllu hlutafé sjóðsins í fyrirtækinu. Þá kveður samkomulagið á um að öðrum hluthöfum verði boðið að selja hlut sinn á sömu kjörum. Jafnframt er stefnt að skráningu Advania í Kauphöll Íslands árið 2016 og í kjölfarið verður félagið skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi. Með skráningu á Íslandi gefst almennum fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í íslensku upplýsingatæknifyrirtæki með alþjóðalega starfsemi. Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, segir kaup AdvInvest á 58,5% hlut í Advania af FSÍ um mitt síðasta ár enn vera stærstu erlendu fjárfestinguna í upplýsingatækni á Íslandi frá hruni. „Á þeim tíma vildi FSÍ ekki selja allan hlut sinn í Advania þrátt fyrir að AdvInvest hafi sóst eftir því. Áform um skráningu í Kauphöll á Íslandi og góður gangur í uppbyggingu Advania sem íslensks fyrirtækis í alþjóðastarfsemi, auk þeirrar virðisaukningar sem það hefur skapað, gerði það að verkum að FSÍ var tilbúið til að selja hlut sinn nú,“ segir hann. Gestur segir jafnframt að þessi fjárfesting sýni tiltrú á íslensku atvinnulífi og grundvelli þess að reka upplýsingatæknifyrirtæki hérlendis. Gestur segir að eigendur Advania leggi áherslu á að kjarninn í starfsemi Advania verði áfram á Íslandi. AdvInvest er í eigu norrænna fjárfesta sem hafa langa og farsæla reynslu í upplýsingatækni og er leitt af Thomas Ivarson sem er í dag stjórnarformaður Advania. „Í því verkefni að byggja upp öflugt norrænt upplýsingatæknifyrirtæki hefur það reynst gríðarlegur styrkur fyrir stjórnendur Advania að hafa aðgengi að þeirri þekkingu, reynslu og tengslaneti sem AdvInvest kom með að stjórnarborðinu,“ segir hann. Gestur segir að aðkoma nýrra eigenda hafi þegar skilað nýjum verkefnum til Advania og fjölgað störfum hjá fyrirtækinu á Íslandi. Advania verður áfram íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar og kjarna allrar sinnar starfsemi á Íslandi. Gestur segir einnig að starfsemi Advania á Íslandi muni aukast, enda hafi það ótalmarga kosti í för með sér að reka upplýsingatæknifyrirtæki hér heima. „Við búum yfir mjög hæfu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig og takast á við ögrandi verkefni,“ segir Gestur. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Aðaleigandi Advania, AdvInvest, hefur samið við Framtakssjóð Íslands (FSÍ) um kaup á öllu hlutafé sjóðsins í fyrirtækinu. Þá kveður samkomulagið á um að öðrum hluthöfum verði boðið að selja hlut sinn á sömu kjörum. Jafnframt er stefnt að skráningu Advania í Kauphöll Íslands árið 2016 og í kjölfarið verður félagið skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi. Með skráningu á Íslandi gefst almennum fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í íslensku upplýsingatæknifyrirtæki með alþjóðalega starfsemi. Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, segir kaup AdvInvest á 58,5% hlut í Advania af FSÍ um mitt síðasta ár enn vera stærstu erlendu fjárfestinguna í upplýsingatækni á Íslandi frá hruni. „Á þeim tíma vildi FSÍ ekki selja allan hlut sinn í Advania þrátt fyrir að AdvInvest hafi sóst eftir því. Áform um skráningu í Kauphöll á Íslandi og góður gangur í uppbyggingu Advania sem íslensks fyrirtækis í alþjóðastarfsemi, auk þeirrar virðisaukningar sem það hefur skapað, gerði það að verkum að FSÍ var tilbúið til að selja hlut sinn nú,“ segir hann. Gestur segir jafnframt að þessi fjárfesting sýni tiltrú á íslensku atvinnulífi og grundvelli þess að reka upplýsingatæknifyrirtæki hérlendis. Gestur segir að eigendur Advania leggi áherslu á að kjarninn í starfsemi Advania verði áfram á Íslandi. AdvInvest er í eigu norrænna fjárfesta sem hafa langa og farsæla reynslu í upplýsingatækni og er leitt af Thomas Ivarson sem er í dag stjórnarformaður Advania. „Í því verkefni að byggja upp öflugt norrænt upplýsingatæknifyrirtæki hefur það reynst gríðarlegur styrkur fyrir stjórnendur Advania að hafa aðgengi að þeirri þekkingu, reynslu og tengslaneti sem AdvInvest kom með að stjórnarborðinu,“ segir hann. Gestur segir að aðkoma nýrra eigenda hafi þegar skilað nýjum verkefnum til Advania og fjölgað störfum hjá fyrirtækinu á Íslandi. Advania verður áfram íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar og kjarna allrar sinnar starfsemi á Íslandi. Gestur segir einnig að starfsemi Advania á Íslandi muni aukast, enda hafi það ótalmarga kosti í för með sér að reka upplýsingatæknifyrirtæki hér heima. „Við búum yfir mjög hæfu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig og takast á við ögrandi verkefni,“ segir Gestur.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira