Svíarnir kaupa allt hlutaféð í Advania Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2015 07:00 Gestur G. Gestsson segir kaup AdvInvest á 58,5 prósenta hlut í Advania af FSÍ um mitt síðasta ár enn vera stærstu erlendu fjárfestinguna í upplýsingatækni á Íslandi eftir hrun. fréttablaðið/pjetur Aðaleigandi Advania, AdvInvest, hefur samið við Framtakssjóð Íslands (FSÍ) um kaup á öllu hlutafé sjóðsins í fyrirtækinu. Þá kveður samkomulagið á um að öðrum hluthöfum verði boðið að selja hlut sinn á sömu kjörum. Jafnframt er stefnt að skráningu Advania í Kauphöll Íslands árið 2016 og í kjölfarið verður félagið skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi. Með skráningu á Íslandi gefst almennum fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í íslensku upplýsingatæknifyrirtæki með alþjóðalega starfsemi. Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, segir kaup AdvInvest á 58,5% hlut í Advania af FSÍ um mitt síðasta ár enn vera stærstu erlendu fjárfestinguna í upplýsingatækni á Íslandi frá hruni. „Á þeim tíma vildi FSÍ ekki selja allan hlut sinn í Advania þrátt fyrir að AdvInvest hafi sóst eftir því. Áform um skráningu í Kauphöll á Íslandi og góður gangur í uppbyggingu Advania sem íslensks fyrirtækis í alþjóðastarfsemi, auk þeirrar virðisaukningar sem það hefur skapað, gerði það að verkum að FSÍ var tilbúið til að selja hlut sinn nú,“ segir hann. Gestur segir jafnframt að þessi fjárfesting sýni tiltrú á íslensku atvinnulífi og grundvelli þess að reka upplýsingatæknifyrirtæki hérlendis. Gestur segir að eigendur Advania leggi áherslu á að kjarninn í starfsemi Advania verði áfram á Íslandi. AdvInvest er í eigu norrænna fjárfesta sem hafa langa og farsæla reynslu í upplýsingatækni og er leitt af Thomas Ivarson sem er í dag stjórnarformaður Advania. „Í því verkefni að byggja upp öflugt norrænt upplýsingatæknifyrirtæki hefur það reynst gríðarlegur styrkur fyrir stjórnendur Advania að hafa aðgengi að þeirri þekkingu, reynslu og tengslaneti sem AdvInvest kom með að stjórnarborðinu,“ segir hann. Gestur segir að aðkoma nýrra eigenda hafi þegar skilað nýjum verkefnum til Advania og fjölgað störfum hjá fyrirtækinu á Íslandi. Advania verður áfram íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar og kjarna allrar sinnar starfsemi á Íslandi. Gestur segir einnig að starfsemi Advania á Íslandi muni aukast, enda hafi það ótalmarga kosti í för með sér að reka upplýsingatæknifyrirtæki hér heima. „Við búum yfir mjög hæfu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig og takast á við ögrandi verkefni,“ segir Gestur. Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Sjá meira
Aðaleigandi Advania, AdvInvest, hefur samið við Framtakssjóð Íslands (FSÍ) um kaup á öllu hlutafé sjóðsins í fyrirtækinu. Þá kveður samkomulagið á um að öðrum hluthöfum verði boðið að selja hlut sinn á sömu kjörum. Jafnframt er stefnt að skráningu Advania í Kauphöll Íslands árið 2016 og í kjölfarið verður félagið skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi. Með skráningu á Íslandi gefst almennum fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í íslensku upplýsingatæknifyrirtæki með alþjóðalega starfsemi. Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, segir kaup AdvInvest á 58,5% hlut í Advania af FSÍ um mitt síðasta ár enn vera stærstu erlendu fjárfestinguna í upplýsingatækni á Íslandi frá hruni. „Á þeim tíma vildi FSÍ ekki selja allan hlut sinn í Advania þrátt fyrir að AdvInvest hafi sóst eftir því. Áform um skráningu í Kauphöll á Íslandi og góður gangur í uppbyggingu Advania sem íslensks fyrirtækis í alþjóðastarfsemi, auk þeirrar virðisaukningar sem það hefur skapað, gerði það að verkum að FSÍ var tilbúið til að selja hlut sinn nú,“ segir hann. Gestur segir jafnframt að þessi fjárfesting sýni tiltrú á íslensku atvinnulífi og grundvelli þess að reka upplýsingatæknifyrirtæki hérlendis. Gestur segir að eigendur Advania leggi áherslu á að kjarninn í starfsemi Advania verði áfram á Íslandi. AdvInvest er í eigu norrænna fjárfesta sem hafa langa og farsæla reynslu í upplýsingatækni og er leitt af Thomas Ivarson sem er í dag stjórnarformaður Advania. „Í því verkefni að byggja upp öflugt norrænt upplýsingatæknifyrirtæki hefur það reynst gríðarlegur styrkur fyrir stjórnendur Advania að hafa aðgengi að þeirri þekkingu, reynslu og tengslaneti sem AdvInvest kom með að stjórnarborðinu,“ segir hann. Gestur segir að aðkoma nýrra eigenda hafi þegar skilað nýjum verkefnum til Advania og fjölgað störfum hjá fyrirtækinu á Íslandi. Advania verður áfram íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar og kjarna allrar sinnar starfsemi á Íslandi. Gestur segir einnig að starfsemi Advania á Íslandi muni aukast, enda hafi það ótalmarga kosti í för með sér að reka upplýsingatæknifyrirtæki hér heima. „Við búum yfir mjög hæfu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig og takast á við ögrandi verkefni,“ segir Gestur.
Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Sjá meira