Heiðar söðlaði um eftir sautján ár í útvarpi Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2015 08:00 Heiðar Austmann Heiðar Austmann tók nýlega við sem rekstrar- og markaðsstjóri hjá Fjörefli sem rekur meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Hann var áður útvarpsmaður hjá FM957 í sautján ár. Fyrirtækið er fimmtán ára gamalt en við upphaf rekstursins bauð það Íslendingum upp á Paint Ball. Í dag starfrækir það meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi og er jafnframt viðburðafyrirtæki með viðburði nánast daglega, fyrir starfsmannafélög, grunnskóla, félagsmiðstöðvar, menntaskóla og fleiri aðila. Heiðar hefur að mestu yfirumsjón með daglegum rekstri fyrirtækisins, en ásamt honum vinna tveir aðrir hjá því. Heiðar segir þetta vera töluverða breytingu frá því að hann vann í útvarpinu með tugum annarra starfsmanna í opnu rými. „Það er töluverð breyting og maður þurfti að taka því,“ segir Heiðar. Hann sé mikil félagsvera og hafi mikla þörf fyrir að vera í spjalli við fólk. „Núna er maður allt í einu kominn í rólegra umhverfi og þar af leiðandi meira sem kemst í gagnið. Minna um truflanir,“ segir hann. Heiðar var 21 árs gamall þegar hann byrjaði að vinna á FM957 í febrúar 1998. „Þetta er í raun alveg ótrúlega mikil breyting. Því ég þekkti lítið annað en fjölmiðlaheiminn, hvernig hann virkaði. Bæði markaðsfræði sem tengist fjölmiðlum, umgjörð og allt sem er í kringum það. Ég er kominn í allt annað umhverfi en samt er það einhvern veginn eins í grunninn. Þegar maður er í fjölmiðlum snýst þetta mikið um mannleg samskipti og sölumennsku. Sem útvarpsmaður ertu alltaf að selja sjálfan þig,“ segir Heiðar. Þetta starf sé eins að því leytinu til að það snúist um mannleg samskipti og upplifun viðskiptavinarins. „Þannig að í grunninn er þetta mannleg samskipti ásamt sölukunnáttu og markaðskunnáttu,“ segir hann. Heiðar hefur í nógu að snúast utan vinnunnar. Hann er í sambúð og á tvær dætur, en sú yngri er eins árs og lætur nokkuð fyrir sér fara. „Það sem við erum að gera núna er að við erum að undirbúa næstu skref fyrir hana. Hún er að fara til dagmömmu og svo á leikskóla og svo erum við fjölskyldan að plana sumarfrí,“ segir hann. Heiðar segist hafa gaman af fótbolta og golfi, en með nýja vinnu og þetta stóra fjölskyldu sé minni tími fyrir áhugamálin en áður. Sambýliskona Heiðars heitir Stefanie Esther Egilsdóttir og þau eiga dæturnar Evu Björk Austmann, fimm ára, og Emilíu Þórunni Austmann, eins árs. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Heiðar Austmann tók nýlega við sem rekstrar- og markaðsstjóri hjá Fjörefli sem rekur meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Hann var áður útvarpsmaður hjá FM957 í sautján ár. Fyrirtækið er fimmtán ára gamalt en við upphaf rekstursins bauð það Íslendingum upp á Paint Ball. Í dag starfrækir það meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi og er jafnframt viðburðafyrirtæki með viðburði nánast daglega, fyrir starfsmannafélög, grunnskóla, félagsmiðstöðvar, menntaskóla og fleiri aðila. Heiðar hefur að mestu yfirumsjón með daglegum rekstri fyrirtækisins, en ásamt honum vinna tveir aðrir hjá því. Heiðar segir þetta vera töluverða breytingu frá því að hann vann í útvarpinu með tugum annarra starfsmanna í opnu rými. „Það er töluverð breyting og maður þurfti að taka því,“ segir Heiðar. Hann sé mikil félagsvera og hafi mikla þörf fyrir að vera í spjalli við fólk. „Núna er maður allt í einu kominn í rólegra umhverfi og þar af leiðandi meira sem kemst í gagnið. Minna um truflanir,“ segir hann. Heiðar var 21 árs gamall þegar hann byrjaði að vinna á FM957 í febrúar 1998. „Þetta er í raun alveg ótrúlega mikil breyting. Því ég þekkti lítið annað en fjölmiðlaheiminn, hvernig hann virkaði. Bæði markaðsfræði sem tengist fjölmiðlum, umgjörð og allt sem er í kringum það. Ég er kominn í allt annað umhverfi en samt er það einhvern veginn eins í grunninn. Þegar maður er í fjölmiðlum snýst þetta mikið um mannleg samskipti og sölumennsku. Sem útvarpsmaður ertu alltaf að selja sjálfan þig,“ segir Heiðar. Þetta starf sé eins að því leytinu til að það snúist um mannleg samskipti og upplifun viðskiptavinarins. „Þannig að í grunninn er þetta mannleg samskipti ásamt sölukunnáttu og markaðskunnáttu,“ segir hann. Heiðar hefur í nógu að snúast utan vinnunnar. Hann er í sambúð og á tvær dætur, en sú yngri er eins árs og lætur nokkuð fyrir sér fara. „Það sem við erum að gera núna er að við erum að undirbúa næstu skref fyrir hana. Hún er að fara til dagmömmu og svo á leikskóla og svo erum við fjölskyldan að plana sumarfrí,“ segir hann. Heiðar segist hafa gaman af fótbolta og golfi, en með nýja vinnu og þetta stóra fjölskyldu sé minni tími fyrir áhugamálin en áður. Sambýliskona Heiðars heitir Stefanie Esther Egilsdóttir og þau eiga dæturnar Evu Björk Austmann, fimm ára, og Emilíu Þórunni Austmann, eins árs.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira