Heiðar söðlaði um eftir sautján ár í útvarpi Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2015 08:00 Heiðar Austmann Heiðar Austmann tók nýlega við sem rekstrar- og markaðsstjóri hjá Fjörefli sem rekur meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Hann var áður útvarpsmaður hjá FM957 í sautján ár. Fyrirtækið er fimmtán ára gamalt en við upphaf rekstursins bauð það Íslendingum upp á Paint Ball. Í dag starfrækir það meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi og er jafnframt viðburðafyrirtæki með viðburði nánast daglega, fyrir starfsmannafélög, grunnskóla, félagsmiðstöðvar, menntaskóla og fleiri aðila. Heiðar hefur að mestu yfirumsjón með daglegum rekstri fyrirtækisins, en ásamt honum vinna tveir aðrir hjá því. Heiðar segir þetta vera töluverða breytingu frá því að hann vann í útvarpinu með tugum annarra starfsmanna í opnu rými. „Það er töluverð breyting og maður þurfti að taka því,“ segir Heiðar. Hann sé mikil félagsvera og hafi mikla þörf fyrir að vera í spjalli við fólk. „Núna er maður allt í einu kominn í rólegra umhverfi og þar af leiðandi meira sem kemst í gagnið. Minna um truflanir,“ segir hann. Heiðar var 21 árs gamall þegar hann byrjaði að vinna á FM957 í febrúar 1998. „Þetta er í raun alveg ótrúlega mikil breyting. Því ég þekkti lítið annað en fjölmiðlaheiminn, hvernig hann virkaði. Bæði markaðsfræði sem tengist fjölmiðlum, umgjörð og allt sem er í kringum það. Ég er kominn í allt annað umhverfi en samt er það einhvern veginn eins í grunninn. Þegar maður er í fjölmiðlum snýst þetta mikið um mannleg samskipti og sölumennsku. Sem útvarpsmaður ertu alltaf að selja sjálfan þig,“ segir Heiðar. Þetta starf sé eins að því leytinu til að það snúist um mannleg samskipti og upplifun viðskiptavinarins. „Þannig að í grunninn er þetta mannleg samskipti ásamt sölukunnáttu og markaðskunnáttu,“ segir hann. Heiðar hefur í nógu að snúast utan vinnunnar. Hann er í sambúð og á tvær dætur, en sú yngri er eins árs og lætur nokkuð fyrir sér fara. „Það sem við erum að gera núna er að við erum að undirbúa næstu skref fyrir hana. Hún er að fara til dagmömmu og svo á leikskóla og svo erum við fjölskyldan að plana sumarfrí,“ segir hann. Heiðar segist hafa gaman af fótbolta og golfi, en með nýja vinnu og þetta stóra fjölskyldu sé minni tími fyrir áhugamálin en áður. Sambýliskona Heiðars heitir Stefanie Esther Egilsdóttir og þau eiga dæturnar Evu Björk Austmann, fimm ára, og Emilíu Þórunni Austmann, eins árs. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Heiðar Austmann tók nýlega við sem rekstrar- og markaðsstjóri hjá Fjörefli sem rekur meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Hann var áður útvarpsmaður hjá FM957 í sautján ár. Fyrirtækið er fimmtán ára gamalt en við upphaf rekstursins bauð það Íslendingum upp á Paint Ball. Í dag starfrækir það meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi og er jafnframt viðburðafyrirtæki með viðburði nánast daglega, fyrir starfsmannafélög, grunnskóla, félagsmiðstöðvar, menntaskóla og fleiri aðila. Heiðar hefur að mestu yfirumsjón með daglegum rekstri fyrirtækisins, en ásamt honum vinna tveir aðrir hjá því. Heiðar segir þetta vera töluverða breytingu frá því að hann vann í útvarpinu með tugum annarra starfsmanna í opnu rými. „Það er töluverð breyting og maður þurfti að taka því,“ segir Heiðar. Hann sé mikil félagsvera og hafi mikla þörf fyrir að vera í spjalli við fólk. „Núna er maður allt í einu kominn í rólegra umhverfi og þar af leiðandi meira sem kemst í gagnið. Minna um truflanir,“ segir hann. Heiðar var 21 árs gamall þegar hann byrjaði að vinna á FM957 í febrúar 1998. „Þetta er í raun alveg ótrúlega mikil breyting. Því ég þekkti lítið annað en fjölmiðlaheiminn, hvernig hann virkaði. Bæði markaðsfræði sem tengist fjölmiðlum, umgjörð og allt sem er í kringum það. Ég er kominn í allt annað umhverfi en samt er það einhvern veginn eins í grunninn. Þegar maður er í fjölmiðlum snýst þetta mikið um mannleg samskipti og sölumennsku. Sem útvarpsmaður ertu alltaf að selja sjálfan þig,“ segir Heiðar. Þetta starf sé eins að því leytinu til að það snúist um mannleg samskipti og upplifun viðskiptavinarins. „Þannig að í grunninn er þetta mannleg samskipti ásamt sölukunnáttu og markaðskunnáttu,“ segir hann. Heiðar hefur í nógu að snúast utan vinnunnar. Hann er í sambúð og á tvær dætur, en sú yngri er eins árs og lætur nokkuð fyrir sér fara. „Það sem við erum að gera núna er að við erum að undirbúa næstu skref fyrir hana. Hún er að fara til dagmömmu og svo á leikskóla og svo erum við fjölskyldan að plana sumarfrí,“ segir hann. Heiðar segist hafa gaman af fótbolta og golfi, en með nýja vinnu og þetta stóra fjölskyldu sé minni tími fyrir áhugamálin en áður. Sambýliskona Heiðars heitir Stefanie Esther Egilsdóttir og þau eiga dæturnar Evu Björk Austmann, fimm ára, og Emilíu Þórunni Austmann, eins árs.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira