Bændum boðið tvöfalt verð í Norðlenska Sveinn Arnarson skrifar 6. maí 2015 07:00 Kauptilboðið stendur til 21. maí og munu bændur þurfa að taka afstöðu innan þess tíma. Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði á Svalbarðseyri býður 750 milljónir króna í kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska, auk yfirtöku skulda. Þetta herma heimildir Markaðarins. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum sendi Kjarnafæði Búsæld ehf., eiganda Norðlenska, kauptilboð á dögunum í allt hlutafé félagsins. Norðlenska er samvinnufélag í eigu þeirra bænda sem leggja inn gripi til slátrunar. Bregði þeir búi er hlutur þeirra keyptur á genginu 1. Samkvæmt heimildum bauð Kjarnafæði í allt hlutafé á genginu 2,0 svo um er að ræða tvöfalt hærra verð til bænda. Óskar Gunnarsson, formaður stjórnar Búsældar ehf., segir tilboðið í skoðun innan félagsins og afstaða verður tekin til tilboðs Kjarnafæðis fyrir 21. maí næstkomandi. Samkvæmt heimildum er óeining innan stjórnarinnar um kauptilboðið. „Viðræður eru á byrjunarstigi. Við erum að skoða þetta kauptilboð innan stjórnarinnar og ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum boða til hluthafafundar þar sem afstaða verður tekin til kauptilboðsins. Ég get ekki tjáð mig um upphæðir í þessu samhengi enda er það trúnaðarmál á þessu stigi málsins,“ segir Óskar. Einkahlutafélag tengt Kjarnafæði hefur í nokkurn tíma átt fasteignir Norðlenska á Akureyri og hafa umræður um sameiningu félaganna staðið yfir með hléum frá árinu 2008. Norðlenska og Kjarnafæði eru bæði stórir aðilar í kjötvinnslu á Íslandi. Rekstur fyrirtækjanna hefur verið þungur síðustu ár. Norðlenska tapaði um 50 milljónum á síðasta ári og Kjarnafæði tapaði einnig um 40 milljónum. Kauptilboðið er liður í því að ná hagræði í rekstri fyrirtækjanna til þess að vera samkeppnishæfir í verði á kjötafurðum innanlands. Velta Norðlenska var rúmir 5 milljarðar á síðasta rekstrarári og rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir nam 147 milljónum króna. 50 milljóna króna tap varð hins vegar á rekstrinum á móti 140 milljóna króna hagnaði á árinu 2013. Aðstæður á markaði í framleiðslu kjötafurða voru erfiðar í fyrra. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, segir markmiðið með tilboðinu að ná fram hagræðingu innan greinarinnar. Hún sé mikilvæg svo hægt sé að sækja fram. Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði á Svalbarðseyri býður 750 milljónir króna í kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska, auk yfirtöku skulda. Þetta herma heimildir Markaðarins. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum sendi Kjarnafæði Búsæld ehf., eiganda Norðlenska, kauptilboð á dögunum í allt hlutafé félagsins. Norðlenska er samvinnufélag í eigu þeirra bænda sem leggja inn gripi til slátrunar. Bregði þeir búi er hlutur þeirra keyptur á genginu 1. Samkvæmt heimildum bauð Kjarnafæði í allt hlutafé á genginu 2,0 svo um er að ræða tvöfalt hærra verð til bænda. Óskar Gunnarsson, formaður stjórnar Búsældar ehf., segir tilboðið í skoðun innan félagsins og afstaða verður tekin til tilboðs Kjarnafæðis fyrir 21. maí næstkomandi. Samkvæmt heimildum er óeining innan stjórnarinnar um kauptilboðið. „Viðræður eru á byrjunarstigi. Við erum að skoða þetta kauptilboð innan stjórnarinnar og ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum boða til hluthafafundar þar sem afstaða verður tekin til kauptilboðsins. Ég get ekki tjáð mig um upphæðir í þessu samhengi enda er það trúnaðarmál á þessu stigi málsins,“ segir Óskar. Einkahlutafélag tengt Kjarnafæði hefur í nokkurn tíma átt fasteignir Norðlenska á Akureyri og hafa umræður um sameiningu félaganna staðið yfir með hléum frá árinu 2008. Norðlenska og Kjarnafæði eru bæði stórir aðilar í kjötvinnslu á Íslandi. Rekstur fyrirtækjanna hefur verið þungur síðustu ár. Norðlenska tapaði um 50 milljónum á síðasta ári og Kjarnafæði tapaði einnig um 40 milljónum. Kauptilboðið er liður í því að ná hagræði í rekstri fyrirtækjanna til þess að vera samkeppnishæfir í verði á kjötafurðum innanlands. Velta Norðlenska var rúmir 5 milljarðar á síðasta rekstrarári og rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir nam 147 milljónum króna. 50 milljóna króna tap varð hins vegar á rekstrinum á móti 140 milljóna króna hagnaði á árinu 2013. Aðstæður á markaði í framleiðslu kjötafurða voru erfiðar í fyrra. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, segir markmiðið með tilboðinu að ná fram hagræðingu innan greinarinnar. Hún sé mikilvæg svo hægt sé að sækja fram.
Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent