Bændum boðið tvöfalt verð í Norðlenska Sveinn Arnarson skrifar 6. maí 2015 07:00 Kauptilboðið stendur til 21. maí og munu bændur þurfa að taka afstöðu innan þess tíma. Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði á Svalbarðseyri býður 750 milljónir króna í kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska, auk yfirtöku skulda. Þetta herma heimildir Markaðarins. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum sendi Kjarnafæði Búsæld ehf., eiganda Norðlenska, kauptilboð á dögunum í allt hlutafé félagsins. Norðlenska er samvinnufélag í eigu þeirra bænda sem leggja inn gripi til slátrunar. Bregði þeir búi er hlutur þeirra keyptur á genginu 1. Samkvæmt heimildum bauð Kjarnafæði í allt hlutafé á genginu 2,0 svo um er að ræða tvöfalt hærra verð til bænda. Óskar Gunnarsson, formaður stjórnar Búsældar ehf., segir tilboðið í skoðun innan félagsins og afstaða verður tekin til tilboðs Kjarnafæðis fyrir 21. maí næstkomandi. Samkvæmt heimildum er óeining innan stjórnarinnar um kauptilboðið. „Viðræður eru á byrjunarstigi. Við erum að skoða þetta kauptilboð innan stjórnarinnar og ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum boða til hluthafafundar þar sem afstaða verður tekin til kauptilboðsins. Ég get ekki tjáð mig um upphæðir í þessu samhengi enda er það trúnaðarmál á þessu stigi málsins,“ segir Óskar. Einkahlutafélag tengt Kjarnafæði hefur í nokkurn tíma átt fasteignir Norðlenska á Akureyri og hafa umræður um sameiningu félaganna staðið yfir með hléum frá árinu 2008. Norðlenska og Kjarnafæði eru bæði stórir aðilar í kjötvinnslu á Íslandi. Rekstur fyrirtækjanna hefur verið þungur síðustu ár. Norðlenska tapaði um 50 milljónum á síðasta ári og Kjarnafæði tapaði einnig um 40 milljónum. Kauptilboðið er liður í því að ná hagræði í rekstri fyrirtækjanna til þess að vera samkeppnishæfir í verði á kjötafurðum innanlands. Velta Norðlenska var rúmir 5 milljarðar á síðasta rekstrarári og rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir nam 147 milljónum króna. 50 milljóna króna tap varð hins vegar á rekstrinum á móti 140 milljóna króna hagnaði á árinu 2013. Aðstæður á markaði í framleiðslu kjötafurða voru erfiðar í fyrra. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, segir markmiðið með tilboðinu að ná fram hagræðingu innan greinarinnar. Hún sé mikilvæg svo hægt sé að sækja fram. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði á Svalbarðseyri býður 750 milljónir króna í kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska, auk yfirtöku skulda. Þetta herma heimildir Markaðarins. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum sendi Kjarnafæði Búsæld ehf., eiganda Norðlenska, kauptilboð á dögunum í allt hlutafé félagsins. Norðlenska er samvinnufélag í eigu þeirra bænda sem leggja inn gripi til slátrunar. Bregði þeir búi er hlutur þeirra keyptur á genginu 1. Samkvæmt heimildum bauð Kjarnafæði í allt hlutafé á genginu 2,0 svo um er að ræða tvöfalt hærra verð til bænda. Óskar Gunnarsson, formaður stjórnar Búsældar ehf., segir tilboðið í skoðun innan félagsins og afstaða verður tekin til tilboðs Kjarnafæðis fyrir 21. maí næstkomandi. Samkvæmt heimildum er óeining innan stjórnarinnar um kauptilboðið. „Viðræður eru á byrjunarstigi. Við erum að skoða þetta kauptilboð innan stjórnarinnar og ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum boða til hluthafafundar þar sem afstaða verður tekin til kauptilboðsins. Ég get ekki tjáð mig um upphæðir í þessu samhengi enda er það trúnaðarmál á þessu stigi málsins,“ segir Óskar. Einkahlutafélag tengt Kjarnafæði hefur í nokkurn tíma átt fasteignir Norðlenska á Akureyri og hafa umræður um sameiningu félaganna staðið yfir með hléum frá árinu 2008. Norðlenska og Kjarnafæði eru bæði stórir aðilar í kjötvinnslu á Íslandi. Rekstur fyrirtækjanna hefur verið þungur síðustu ár. Norðlenska tapaði um 50 milljónum á síðasta ári og Kjarnafæði tapaði einnig um 40 milljónum. Kauptilboðið er liður í því að ná hagræði í rekstri fyrirtækjanna til þess að vera samkeppnishæfir í verði á kjötafurðum innanlands. Velta Norðlenska var rúmir 5 milljarðar á síðasta rekstrarári og rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir nam 147 milljónum króna. 50 milljóna króna tap varð hins vegar á rekstrinum á móti 140 milljóna króna hagnaði á árinu 2013. Aðstæður á markaði í framleiðslu kjötafurða voru erfiðar í fyrra. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, segir markmiðið með tilboðinu að ná fram hagræðingu innan greinarinnar. Hún sé mikilvæg svo hægt sé að sækja fram.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira