Gaman að elda fyrir fjölskyldu og kæra vini Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2015 08:00 Kristín segir að það hafi mótað sig að alast upp fyrir norðan. fréttablaðið/gva Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Nasdaq Iceland, ákvað eftir tíu ára starf hjá Kauphöllinni að breyta til og opna eigin almannatengslaskrifstofu. Nýja fyrirtækið hennar hefur fengið heitið Apríl almannatengsl. Kristín hefur þó ekki að fullu sagt skilið við fyrri vinnustað sinn því að hún hefur samið um ráðgjafarstörf fyrir Nasdaq á Íslandi, ásamt því að taka að sér önnur verkefni. Eftir stúdentspróf ákvað Kristín að verða kennari. Að loknu námi kenndi hún á unglingastigi í sex ár, bæði á Dalvík og í Reykjavík. Eftir það fór hún svo til Skotlands í meistaranám í almannatengslum við University of Stirling. Kristín, sem alla jafna er kölluð Kitta, er alin upp á Dalvík. „Ég hugsa að það móti alla að hafa alist upp fyrir norðan. Maður ólst upp í þessu umhverfi sem er friðsælt og fallegt og maður kann að meta þá nánd við náttúruna sem maður hefur þar. Mér þykir alltaf gott að koma heim og ég á föður þar,“ segir hún. Hún segir að uppruni hennar hafi mótað hana af því að hún fór ung að vinna og sjá fyrir sér. „Það var algengt á Dalvík og örugglega í fleiri smábæjum,“ segir hún. Ef Dalvíkingar vilji mennta sig þá þurfa þeir að fara að heiman fimmtán ára gamlir. „Og það getur verið svolítið erfitt,“ segir Kristín. Kristín segir að áhugamál sín séu einkum þau að elda fyrir fjölskylduna og kæra vini. Hún les einnig mjög mikið, fjölbreytt efni, skáldsögur, reifara, vinnutengt og ljóð. Þessa dagana er hún meðal annars að lesa ljóð eftir Ingunni Snædal vinkonu sína. Þá segist Kristín einnig hafa gaman af innanhúsbreytingum og hönnun. „Fjölskyldan fær oft að njóta fjölbreyttra pælinga minna í formi breytinga á heimilinu. Þetta getur oft verið mjög skemmtilegt og skapandi. Oft fyrir mig meira en aðra reyndar,“ segir hún. Kristín segist líka gjarnan vilja gefa sér meiri tíma fyrir jóga. Hún segist helst vilja hafa nóg fyrir stafni og fólkið sitt i kringum sig, fjölskyldu og vini. „Maður er manns gaman,“ segir Kristin Kristín á sér leynda hæfileika. Hún lærði ekki bara að verða kennari og almannatengill, heldur er hún líka með fimmta stig í söng. „Tónlist er mér hugleikin,“ segir hún en neitar því þó að hún syngi reglulega fyrir aðra. Hún sé meira að syngja fyrir sjálfa sig. Heimildir Markaðarins herma þó að Kristín troði reglulega upp á Fiskideginum mikla á Dalvík, sem haldinn er ár hvert. Og hljóti jafnan góðar undirtektir. Kristín er gift Rúnari Dýrmundi Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn saman. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Nasdaq Iceland, ákvað eftir tíu ára starf hjá Kauphöllinni að breyta til og opna eigin almannatengslaskrifstofu. Nýja fyrirtækið hennar hefur fengið heitið Apríl almannatengsl. Kristín hefur þó ekki að fullu sagt skilið við fyrri vinnustað sinn því að hún hefur samið um ráðgjafarstörf fyrir Nasdaq á Íslandi, ásamt því að taka að sér önnur verkefni. Eftir stúdentspróf ákvað Kristín að verða kennari. Að loknu námi kenndi hún á unglingastigi í sex ár, bæði á Dalvík og í Reykjavík. Eftir það fór hún svo til Skotlands í meistaranám í almannatengslum við University of Stirling. Kristín, sem alla jafna er kölluð Kitta, er alin upp á Dalvík. „Ég hugsa að það móti alla að hafa alist upp fyrir norðan. Maður ólst upp í þessu umhverfi sem er friðsælt og fallegt og maður kann að meta þá nánd við náttúruna sem maður hefur þar. Mér þykir alltaf gott að koma heim og ég á föður þar,“ segir hún. Hún segir að uppruni hennar hafi mótað hana af því að hún fór ung að vinna og sjá fyrir sér. „Það var algengt á Dalvík og örugglega í fleiri smábæjum,“ segir hún. Ef Dalvíkingar vilji mennta sig þá þurfa þeir að fara að heiman fimmtán ára gamlir. „Og það getur verið svolítið erfitt,“ segir Kristín. Kristín segir að áhugamál sín séu einkum þau að elda fyrir fjölskylduna og kæra vini. Hún les einnig mjög mikið, fjölbreytt efni, skáldsögur, reifara, vinnutengt og ljóð. Þessa dagana er hún meðal annars að lesa ljóð eftir Ingunni Snædal vinkonu sína. Þá segist Kristín einnig hafa gaman af innanhúsbreytingum og hönnun. „Fjölskyldan fær oft að njóta fjölbreyttra pælinga minna í formi breytinga á heimilinu. Þetta getur oft verið mjög skemmtilegt og skapandi. Oft fyrir mig meira en aðra reyndar,“ segir hún. Kristín segist líka gjarnan vilja gefa sér meiri tíma fyrir jóga. Hún segist helst vilja hafa nóg fyrir stafni og fólkið sitt i kringum sig, fjölskyldu og vini. „Maður er manns gaman,“ segir Kristin Kristín á sér leynda hæfileika. Hún lærði ekki bara að verða kennari og almannatengill, heldur er hún líka með fimmta stig í söng. „Tónlist er mér hugleikin,“ segir hún en neitar því þó að hún syngi reglulega fyrir aðra. Hún sé meira að syngja fyrir sjálfa sig. Heimildir Markaðarins herma þó að Kristín troði reglulega upp á Fiskideginum mikla á Dalvík, sem haldinn er ár hvert. Og hljóti jafnan góðar undirtektir. Kristín er gift Rúnari Dýrmundi Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn saman.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira