Gaman að elda fyrir fjölskyldu og kæra vini Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2015 08:00 Kristín segir að það hafi mótað sig að alast upp fyrir norðan. fréttablaðið/gva Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Nasdaq Iceland, ákvað eftir tíu ára starf hjá Kauphöllinni að breyta til og opna eigin almannatengslaskrifstofu. Nýja fyrirtækið hennar hefur fengið heitið Apríl almannatengsl. Kristín hefur þó ekki að fullu sagt skilið við fyrri vinnustað sinn því að hún hefur samið um ráðgjafarstörf fyrir Nasdaq á Íslandi, ásamt því að taka að sér önnur verkefni. Eftir stúdentspróf ákvað Kristín að verða kennari. Að loknu námi kenndi hún á unglingastigi í sex ár, bæði á Dalvík og í Reykjavík. Eftir það fór hún svo til Skotlands í meistaranám í almannatengslum við University of Stirling. Kristín, sem alla jafna er kölluð Kitta, er alin upp á Dalvík. „Ég hugsa að það móti alla að hafa alist upp fyrir norðan. Maður ólst upp í þessu umhverfi sem er friðsælt og fallegt og maður kann að meta þá nánd við náttúruna sem maður hefur þar. Mér þykir alltaf gott að koma heim og ég á föður þar,“ segir hún. Hún segir að uppruni hennar hafi mótað hana af því að hún fór ung að vinna og sjá fyrir sér. „Það var algengt á Dalvík og örugglega í fleiri smábæjum,“ segir hún. Ef Dalvíkingar vilji mennta sig þá þurfa þeir að fara að heiman fimmtán ára gamlir. „Og það getur verið svolítið erfitt,“ segir Kristín. Kristín segir að áhugamál sín séu einkum þau að elda fyrir fjölskylduna og kæra vini. Hún les einnig mjög mikið, fjölbreytt efni, skáldsögur, reifara, vinnutengt og ljóð. Þessa dagana er hún meðal annars að lesa ljóð eftir Ingunni Snædal vinkonu sína. Þá segist Kristín einnig hafa gaman af innanhúsbreytingum og hönnun. „Fjölskyldan fær oft að njóta fjölbreyttra pælinga minna í formi breytinga á heimilinu. Þetta getur oft verið mjög skemmtilegt og skapandi. Oft fyrir mig meira en aðra reyndar,“ segir hún. Kristín segist líka gjarnan vilja gefa sér meiri tíma fyrir jóga. Hún segist helst vilja hafa nóg fyrir stafni og fólkið sitt i kringum sig, fjölskyldu og vini. „Maður er manns gaman,“ segir Kristin Kristín á sér leynda hæfileika. Hún lærði ekki bara að verða kennari og almannatengill, heldur er hún líka með fimmta stig í söng. „Tónlist er mér hugleikin,“ segir hún en neitar því þó að hún syngi reglulega fyrir aðra. Hún sé meira að syngja fyrir sjálfa sig. Heimildir Markaðarins herma þó að Kristín troði reglulega upp á Fiskideginum mikla á Dalvík, sem haldinn er ár hvert. Og hljóti jafnan góðar undirtektir. Kristín er gift Rúnari Dýrmundi Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn saman. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Nasdaq Iceland, ákvað eftir tíu ára starf hjá Kauphöllinni að breyta til og opna eigin almannatengslaskrifstofu. Nýja fyrirtækið hennar hefur fengið heitið Apríl almannatengsl. Kristín hefur þó ekki að fullu sagt skilið við fyrri vinnustað sinn því að hún hefur samið um ráðgjafarstörf fyrir Nasdaq á Íslandi, ásamt því að taka að sér önnur verkefni. Eftir stúdentspróf ákvað Kristín að verða kennari. Að loknu námi kenndi hún á unglingastigi í sex ár, bæði á Dalvík og í Reykjavík. Eftir það fór hún svo til Skotlands í meistaranám í almannatengslum við University of Stirling. Kristín, sem alla jafna er kölluð Kitta, er alin upp á Dalvík. „Ég hugsa að það móti alla að hafa alist upp fyrir norðan. Maður ólst upp í þessu umhverfi sem er friðsælt og fallegt og maður kann að meta þá nánd við náttúruna sem maður hefur þar. Mér þykir alltaf gott að koma heim og ég á föður þar,“ segir hún. Hún segir að uppruni hennar hafi mótað hana af því að hún fór ung að vinna og sjá fyrir sér. „Það var algengt á Dalvík og örugglega í fleiri smábæjum,“ segir hún. Ef Dalvíkingar vilji mennta sig þá þurfa þeir að fara að heiman fimmtán ára gamlir. „Og það getur verið svolítið erfitt,“ segir Kristín. Kristín segir að áhugamál sín séu einkum þau að elda fyrir fjölskylduna og kæra vini. Hún les einnig mjög mikið, fjölbreytt efni, skáldsögur, reifara, vinnutengt og ljóð. Þessa dagana er hún meðal annars að lesa ljóð eftir Ingunni Snædal vinkonu sína. Þá segist Kristín einnig hafa gaman af innanhúsbreytingum og hönnun. „Fjölskyldan fær oft að njóta fjölbreyttra pælinga minna í formi breytinga á heimilinu. Þetta getur oft verið mjög skemmtilegt og skapandi. Oft fyrir mig meira en aðra reyndar,“ segir hún. Kristín segist líka gjarnan vilja gefa sér meiri tíma fyrir jóga. Hún segist helst vilja hafa nóg fyrir stafni og fólkið sitt i kringum sig, fjölskyldu og vini. „Maður er manns gaman,“ segir Kristin Kristín á sér leynda hæfileika. Hún lærði ekki bara að verða kennari og almannatengill, heldur er hún líka með fimmta stig í söng. „Tónlist er mér hugleikin,“ segir hún en neitar því þó að hún syngi reglulega fyrir aðra. Hún sé meira að syngja fyrir sjálfa sig. Heimildir Markaðarins herma þó að Kristín troði reglulega upp á Fiskideginum mikla á Dalvík, sem haldinn er ár hvert. Og hljóti jafnan góðar undirtektir. Kristín er gift Rúnari Dýrmundi Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn saman.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira