Gaman að elda fyrir fjölskyldu og kæra vini Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2015 08:00 Kristín segir að það hafi mótað sig að alast upp fyrir norðan. fréttablaðið/gva Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Nasdaq Iceland, ákvað eftir tíu ára starf hjá Kauphöllinni að breyta til og opna eigin almannatengslaskrifstofu. Nýja fyrirtækið hennar hefur fengið heitið Apríl almannatengsl. Kristín hefur þó ekki að fullu sagt skilið við fyrri vinnustað sinn því að hún hefur samið um ráðgjafarstörf fyrir Nasdaq á Íslandi, ásamt því að taka að sér önnur verkefni. Eftir stúdentspróf ákvað Kristín að verða kennari. Að loknu námi kenndi hún á unglingastigi í sex ár, bæði á Dalvík og í Reykjavík. Eftir það fór hún svo til Skotlands í meistaranám í almannatengslum við University of Stirling. Kristín, sem alla jafna er kölluð Kitta, er alin upp á Dalvík. „Ég hugsa að það móti alla að hafa alist upp fyrir norðan. Maður ólst upp í þessu umhverfi sem er friðsælt og fallegt og maður kann að meta þá nánd við náttúruna sem maður hefur þar. Mér þykir alltaf gott að koma heim og ég á föður þar,“ segir hún. Hún segir að uppruni hennar hafi mótað hana af því að hún fór ung að vinna og sjá fyrir sér. „Það var algengt á Dalvík og örugglega í fleiri smábæjum,“ segir hún. Ef Dalvíkingar vilji mennta sig þá þurfa þeir að fara að heiman fimmtán ára gamlir. „Og það getur verið svolítið erfitt,“ segir Kristín. Kristín segir að áhugamál sín séu einkum þau að elda fyrir fjölskylduna og kæra vini. Hún les einnig mjög mikið, fjölbreytt efni, skáldsögur, reifara, vinnutengt og ljóð. Þessa dagana er hún meðal annars að lesa ljóð eftir Ingunni Snædal vinkonu sína. Þá segist Kristín einnig hafa gaman af innanhúsbreytingum og hönnun. „Fjölskyldan fær oft að njóta fjölbreyttra pælinga minna í formi breytinga á heimilinu. Þetta getur oft verið mjög skemmtilegt og skapandi. Oft fyrir mig meira en aðra reyndar,“ segir hún. Kristín segist líka gjarnan vilja gefa sér meiri tíma fyrir jóga. Hún segist helst vilja hafa nóg fyrir stafni og fólkið sitt i kringum sig, fjölskyldu og vini. „Maður er manns gaman,“ segir Kristin Kristín á sér leynda hæfileika. Hún lærði ekki bara að verða kennari og almannatengill, heldur er hún líka með fimmta stig í söng. „Tónlist er mér hugleikin,“ segir hún en neitar því þó að hún syngi reglulega fyrir aðra. Hún sé meira að syngja fyrir sjálfa sig. Heimildir Markaðarins herma þó að Kristín troði reglulega upp á Fiskideginum mikla á Dalvík, sem haldinn er ár hvert. Og hljóti jafnan góðar undirtektir. Kristín er gift Rúnari Dýrmundi Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn saman. Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Nasdaq Iceland, ákvað eftir tíu ára starf hjá Kauphöllinni að breyta til og opna eigin almannatengslaskrifstofu. Nýja fyrirtækið hennar hefur fengið heitið Apríl almannatengsl. Kristín hefur þó ekki að fullu sagt skilið við fyrri vinnustað sinn því að hún hefur samið um ráðgjafarstörf fyrir Nasdaq á Íslandi, ásamt því að taka að sér önnur verkefni. Eftir stúdentspróf ákvað Kristín að verða kennari. Að loknu námi kenndi hún á unglingastigi í sex ár, bæði á Dalvík og í Reykjavík. Eftir það fór hún svo til Skotlands í meistaranám í almannatengslum við University of Stirling. Kristín, sem alla jafna er kölluð Kitta, er alin upp á Dalvík. „Ég hugsa að það móti alla að hafa alist upp fyrir norðan. Maður ólst upp í þessu umhverfi sem er friðsælt og fallegt og maður kann að meta þá nánd við náttúruna sem maður hefur þar. Mér þykir alltaf gott að koma heim og ég á föður þar,“ segir hún. Hún segir að uppruni hennar hafi mótað hana af því að hún fór ung að vinna og sjá fyrir sér. „Það var algengt á Dalvík og örugglega í fleiri smábæjum,“ segir hún. Ef Dalvíkingar vilji mennta sig þá þurfa þeir að fara að heiman fimmtán ára gamlir. „Og það getur verið svolítið erfitt,“ segir Kristín. Kristín segir að áhugamál sín séu einkum þau að elda fyrir fjölskylduna og kæra vini. Hún les einnig mjög mikið, fjölbreytt efni, skáldsögur, reifara, vinnutengt og ljóð. Þessa dagana er hún meðal annars að lesa ljóð eftir Ingunni Snædal vinkonu sína. Þá segist Kristín einnig hafa gaman af innanhúsbreytingum og hönnun. „Fjölskyldan fær oft að njóta fjölbreyttra pælinga minna í formi breytinga á heimilinu. Þetta getur oft verið mjög skemmtilegt og skapandi. Oft fyrir mig meira en aðra reyndar,“ segir hún. Kristín segist líka gjarnan vilja gefa sér meiri tíma fyrir jóga. Hún segist helst vilja hafa nóg fyrir stafni og fólkið sitt i kringum sig, fjölskyldu og vini. „Maður er manns gaman,“ segir Kristin Kristín á sér leynda hæfileika. Hún lærði ekki bara að verða kennari og almannatengill, heldur er hún líka með fimmta stig í söng. „Tónlist er mér hugleikin,“ segir hún en neitar því þó að hún syngi reglulega fyrir aðra. Hún sé meira að syngja fyrir sjálfa sig. Heimildir Markaðarins herma þó að Kristín troði reglulega upp á Fiskideginum mikla á Dalvík, sem haldinn er ár hvert. Og hljóti jafnan góðar undirtektir. Kristín er gift Rúnari Dýrmundi Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn saman.
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira