Gaman að elda fyrir fjölskyldu og kæra vini Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2015 08:00 Kristín segir að það hafi mótað sig að alast upp fyrir norðan. fréttablaðið/gva Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Nasdaq Iceland, ákvað eftir tíu ára starf hjá Kauphöllinni að breyta til og opna eigin almannatengslaskrifstofu. Nýja fyrirtækið hennar hefur fengið heitið Apríl almannatengsl. Kristín hefur þó ekki að fullu sagt skilið við fyrri vinnustað sinn því að hún hefur samið um ráðgjafarstörf fyrir Nasdaq á Íslandi, ásamt því að taka að sér önnur verkefni. Eftir stúdentspróf ákvað Kristín að verða kennari. Að loknu námi kenndi hún á unglingastigi í sex ár, bæði á Dalvík og í Reykjavík. Eftir það fór hún svo til Skotlands í meistaranám í almannatengslum við University of Stirling. Kristín, sem alla jafna er kölluð Kitta, er alin upp á Dalvík. „Ég hugsa að það móti alla að hafa alist upp fyrir norðan. Maður ólst upp í þessu umhverfi sem er friðsælt og fallegt og maður kann að meta þá nánd við náttúruna sem maður hefur þar. Mér þykir alltaf gott að koma heim og ég á föður þar,“ segir hún. Hún segir að uppruni hennar hafi mótað hana af því að hún fór ung að vinna og sjá fyrir sér. „Það var algengt á Dalvík og örugglega í fleiri smábæjum,“ segir hún. Ef Dalvíkingar vilji mennta sig þá þurfa þeir að fara að heiman fimmtán ára gamlir. „Og það getur verið svolítið erfitt,“ segir Kristín. Kristín segir að áhugamál sín séu einkum þau að elda fyrir fjölskylduna og kæra vini. Hún les einnig mjög mikið, fjölbreytt efni, skáldsögur, reifara, vinnutengt og ljóð. Þessa dagana er hún meðal annars að lesa ljóð eftir Ingunni Snædal vinkonu sína. Þá segist Kristín einnig hafa gaman af innanhúsbreytingum og hönnun. „Fjölskyldan fær oft að njóta fjölbreyttra pælinga minna í formi breytinga á heimilinu. Þetta getur oft verið mjög skemmtilegt og skapandi. Oft fyrir mig meira en aðra reyndar,“ segir hún. Kristín segist líka gjarnan vilja gefa sér meiri tíma fyrir jóga. Hún segist helst vilja hafa nóg fyrir stafni og fólkið sitt i kringum sig, fjölskyldu og vini. „Maður er manns gaman,“ segir Kristin Kristín á sér leynda hæfileika. Hún lærði ekki bara að verða kennari og almannatengill, heldur er hún líka með fimmta stig í söng. „Tónlist er mér hugleikin,“ segir hún en neitar því þó að hún syngi reglulega fyrir aðra. Hún sé meira að syngja fyrir sjálfa sig. Heimildir Markaðarins herma þó að Kristín troði reglulega upp á Fiskideginum mikla á Dalvík, sem haldinn er ár hvert. Og hljóti jafnan góðar undirtektir. Kristín er gift Rúnari Dýrmundi Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn saman. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Nasdaq Iceland, ákvað eftir tíu ára starf hjá Kauphöllinni að breyta til og opna eigin almannatengslaskrifstofu. Nýja fyrirtækið hennar hefur fengið heitið Apríl almannatengsl. Kristín hefur þó ekki að fullu sagt skilið við fyrri vinnustað sinn því að hún hefur samið um ráðgjafarstörf fyrir Nasdaq á Íslandi, ásamt því að taka að sér önnur verkefni. Eftir stúdentspróf ákvað Kristín að verða kennari. Að loknu námi kenndi hún á unglingastigi í sex ár, bæði á Dalvík og í Reykjavík. Eftir það fór hún svo til Skotlands í meistaranám í almannatengslum við University of Stirling. Kristín, sem alla jafna er kölluð Kitta, er alin upp á Dalvík. „Ég hugsa að það móti alla að hafa alist upp fyrir norðan. Maður ólst upp í þessu umhverfi sem er friðsælt og fallegt og maður kann að meta þá nánd við náttúruna sem maður hefur þar. Mér þykir alltaf gott að koma heim og ég á föður þar,“ segir hún. Hún segir að uppruni hennar hafi mótað hana af því að hún fór ung að vinna og sjá fyrir sér. „Það var algengt á Dalvík og örugglega í fleiri smábæjum,“ segir hún. Ef Dalvíkingar vilji mennta sig þá þurfa þeir að fara að heiman fimmtán ára gamlir. „Og það getur verið svolítið erfitt,“ segir Kristín. Kristín segir að áhugamál sín séu einkum þau að elda fyrir fjölskylduna og kæra vini. Hún les einnig mjög mikið, fjölbreytt efni, skáldsögur, reifara, vinnutengt og ljóð. Þessa dagana er hún meðal annars að lesa ljóð eftir Ingunni Snædal vinkonu sína. Þá segist Kristín einnig hafa gaman af innanhúsbreytingum og hönnun. „Fjölskyldan fær oft að njóta fjölbreyttra pælinga minna í formi breytinga á heimilinu. Þetta getur oft verið mjög skemmtilegt og skapandi. Oft fyrir mig meira en aðra reyndar,“ segir hún. Kristín segist líka gjarnan vilja gefa sér meiri tíma fyrir jóga. Hún segist helst vilja hafa nóg fyrir stafni og fólkið sitt i kringum sig, fjölskyldu og vini. „Maður er manns gaman,“ segir Kristin Kristín á sér leynda hæfileika. Hún lærði ekki bara að verða kennari og almannatengill, heldur er hún líka með fimmta stig í söng. „Tónlist er mér hugleikin,“ segir hún en neitar því þó að hún syngi reglulega fyrir aðra. Hún sé meira að syngja fyrir sjálfa sig. Heimildir Markaðarins herma þó að Kristín troði reglulega upp á Fiskideginum mikla á Dalvík, sem haldinn er ár hvert. Og hljóti jafnan góðar undirtektir. Kristín er gift Rúnari Dýrmundi Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn saman.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira