Leysa þarf aflandsmál áður en útgönguskattur er settur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. maí 2015 14:15 Hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson. Vísir/Vilhelm Útgönguskattur kemur varla til greina sem tæki til að losa fjármagnshöftin fyrr en aflandskrónuvandinn hefur veruð leystur og útgreiðslur úr slitabúum lokið, að mati hagfræðinganna Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar. Nú stendur yfir blaðamannafundur þar sem þeir kynna skýrslu sem þeir unnu fyrir slitastjórn Glitnis. Í skýrslunni segir að hefðbundinn útgönguskattur geti verið gagnlegur sem hluti af svipaðri áætlun um losun fjármagnshafta og gert var í Malasíu á árunum 1998-2001. Einn og sér dugi hann þó skammt vegna umfangs aflandskrónuvandans. „Vegna smæðar gjaldeyrisforða Seðlabankans þyrfti skatturinn að vera mjög hár, sem skapar lítinn hvata fyrir fjárfesta að fara út með krónueignir sínar. Hafa þarf í huga að það eru ávallt tvær leiðir fyrir erlenda fjárfesta til þess að skipta krónueignum í gjaldeyri: Önnur er sú að kaupa gjaldeyri á íslenskum gjaldeyrismarkaði en hin er að eiga bein viðskipti við annan erlendan fjárfesti og færa þannig eignarhaldið án viðkomu á gjaldeyrismarkaðnum,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar benda einnig á að álagning slíks skatts sé þó aðeins annað form hafta, þar sem færslugjöld leysi bein bönn af hólmi. Þó sé skattheimta ætíð mun skilvirkara og sveigjanlegra tæki til að beita við losun haftanna.Málaferli sem gætu ónýtt Icesave-árangur Ásgeir og Hersir telja að stöðugleikaskattar geti orðið eitt af tækjunum til að bregðast við færsluvandanum, en með honum er átt við þann vanda sem fylgir því að flytja mikil verðmæti frá einu myntsvæði til annars í gegnum fjármagsjöfnuð, án þess að gengisskráning fari á skjön við eðlilegt jafnvægi í utanríkisviðskiptum. Það sé hins vegar mun flóknara mál hvernig slík skattheimta yrði framkvæmd í raun og veru. Þrennt gæti orkað tvímælis, eins og segir í skýrslunni: „1. Hvort unnt sé að beita skattlagningu með svo sértækum hætti. Reglan er sú að skattlagning er almenn aðgerð og færa þarf mjög góð rök til þess að skapa tilefni til þess að beita henni sem sértæku tæki, líkt og á eignir slitabúanna. 2. Ef slíkt sértækt tilefni er fyrir hendi, þá verður að varast að seilast lengra í eignaupptöku í krafti skattheimtu en það tilefni nákvæmlega leyfir. Til að mynda er álitamál hve mikið af krónueignum þarf að haldleggja og hvort slitabúunum sé gefið færi á því að koma innlendum eignum í verð fyrir gjaldeyri. 3. Slík skattlagning hlýtur alltaf að vera þrautaráð sem gripið er til þegar aðrar minna íþyngjandi leiðir hafa áður verið reyndar til hins ítrasta, s.s. gerð nauðasamnings er uppfylli þau fimm færsluvandaskilyrði sem áður eru talin. Í þessu samhengi er gjarnan vísað til meðalhófsreglu.“ Slíkur skattur á slitabúin mundi þó alltaf fela í sér lagalega áhættu fyrir ríkissjóð. Með hönum sé farið inn á ókannaðar lendur í skattlagningu „og slík ferðalög á áður óþekkta staði hljóta ávallt að fela í sér áhættu og mögulega bótaskyldu fyrir ríkissjóð er gæti ónýtt sigurinn í Icesave-málinu, eða að minnsta kosti valdið töfum á að fá skattinn greiddan. Loks gæti téður skattur einnig haft verulega íþyngjandi áhrif á innlenda aðila.“Seðlabankinn skapaði gríðarlegan vanda Peningamagn í umferð á Íslandi fjórfaldaðist á árunum 2003-2008. Sú staða myndaðist með peningaprentun í bólunni í aðdraganda hrunsins. Skýrsluhöfundar segja peningaprentunina eiga sér tvær rætur. Í fyrsta lagi lækkun bindiskyldunnar árið 2003, sem leiddi til tvöföldunar peningamagns á þremur árum og í öðru lagi lánum Seðlabanka Íslands til bankanna með veðum í ástarbréfunum svokölluðu. Þau voru veitt á árunum 2007-2008, en þá tvöfaldaðist peningamagn í umferð enn á ný. Óróleikar á alþjóðafjármálamörkuðum sem hófust um mitt ár 2007 leiddu til gríðarlegrar eftirspurnar eftir lausafé. Innlendir fjárfestar leituðust þá eftir því að innleysa margfalda hækkun á eignavirði sínu, árin á undan, og koma andvirðinu fyrir sem innistæðum. Þessu svöruðu bankarnir með lánum úr Seðlabankanum. „Þau lán voru meðal annars nýtt til þess að fjármagna hlutabréfakaup ýmissa eignarhaldsfélaga á eigin bréfum bankanna – sem raunverulega fólu í sér að almennum fjárfestum var afhent lausafé í stað hlutabréfa. Þannig var loftbóluhagnaði á hlutabréfamarkaði umbreytt í innstæður sem síðan varð borgið með ríkisábyrgð og neyðarlögum og eftir situr gríðarmikið peningamagn í umferð.“ Þó aðgerðir Seðlabankans hafi í sjálfu sér ekki verið frábrugðnar aðgerðum annarra seðlabanka á sama tíma, að mati skýrsluhöfunda, hafði peningaprentunin gríðarleg áhrif hér á landi, vegna þess hve Ísland er lítið opið hagkerfi. Fjórfjöldun peningamagns á nokkrum árum hlaut því að koma fram með miklu útflæði á fjármagnsjöfnuði og „þá sérstaklega þegar íslenskir eignamarkaðir hættu að skila undur-arðsemi er bólan sprakk.“ Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Útgönguskattur kemur varla til greina sem tæki til að losa fjármagnshöftin fyrr en aflandskrónuvandinn hefur veruð leystur og útgreiðslur úr slitabúum lokið, að mati hagfræðinganna Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar. Nú stendur yfir blaðamannafundur þar sem þeir kynna skýrslu sem þeir unnu fyrir slitastjórn Glitnis. Í skýrslunni segir að hefðbundinn útgönguskattur geti verið gagnlegur sem hluti af svipaðri áætlun um losun fjármagnshafta og gert var í Malasíu á árunum 1998-2001. Einn og sér dugi hann þó skammt vegna umfangs aflandskrónuvandans. „Vegna smæðar gjaldeyrisforða Seðlabankans þyrfti skatturinn að vera mjög hár, sem skapar lítinn hvata fyrir fjárfesta að fara út með krónueignir sínar. Hafa þarf í huga að það eru ávallt tvær leiðir fyrir erlenda fjárfesta til þess að skipta krónueignum í gjaldeyri: Önnur er sú að kaupa gjaldeyri á íslenskum gjaldeyrismarkaði en hin er að eiga bein viðskipti við annan erlendan fjárfesti og færa þannig eignarhaldið án viðkomu á gjaldeyrismarkaðnum,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar benda einnig á að álagning slíks skatts sé þó aðeins annað form hafta, þar sem færslugjöld leysi bein bönn af hólmi. Þó sé skattheimta ætíð mun skilvirkara og sveigjanlegra tæki til að beita við losun haftanna.Málaferli sem gætu ónýtt Icesave-árangur Ásgeir og Hersir telja að stöðugleikaskattar geti orðið eitt af tækjunum til að bregðast við færsluvandanum, en með honum er átt við þann vanda sem fylgir því að flytja mikil verðmæti frá einu myntsvæði til annars í gegnum fjármagsjöfnuð, án þess að gengisskráning fari á skjön við eðlilegt jafnvægi í utanríkisviðskiptum. Það sé hins vegar mun flóknara mál hvernig slík skattheimta yrði framkvæmd í raun og veru. Þrennt gæti orkað tvímælis, eins og segir í skýrslunni: „1. Hvort unnt sé að beita skattlagningu með svo sértækum hætti. Reglan er sú að skattlagning er almenn aðgerð og færa þarf mjög góð rök til þess að skapa tilefni til þess að beita henni sem sértæku tæki, líkt og á eignir slitabúanna. 2. Ef slíkt sértækt tilefni er fyrir hendi, þá verður að varast að seilast lengra í eignaupptöku í krafti skattheimtu en það tilefni nákvæmlega leyfir. Til að mynda er álitamál hve mikið af krónueignum þarf að haldleggja og hvort slitabúunum sé gefið færi á því að koma innlendum eignum í verð fyrir gjaldeyri. 3. Slík skattlagning hlýtur alltaf að vera þrautaráð sem gripið er til þegar aðrar minna íþyngjandi leiðir hafa áður verið reyndar til hins ítrasta, s.s. gerð nauðasamnings er uppfylli þau fimm færsluvandaskilyrði sem áður eru talin. Í þessu samhengi er gjarnan vísað til meðalhófsreglu.“ Slíkur skattur á slitabúin mundi þó alltaf fela í sér lagalega áhættu fyrir ríkissjóð. Með hönum sé farið inn á ókannaðar lendur í skattlagningu „og slík ferðalög á áður óþekkta staði hljóta ávallt að fela í sér áhættu og mögulega bótaskyldu fyrir ríkissjóð er gæti ónýtt sigurinn í Icesave-málinu, eða að minnsta kosti valdið töfum á að fá skattinn greiddan. Loks gæti téður skattur einnig haft verulega íþyngjandi áhrif á innlenda aðila.“Seðlabankinn skapaði gríðarlegan vanda Peningamagn í umferð á Íslandi fjórfaldaðist á árunum 2003-2008. Sú staða myndaðist með peningaprentun í bólunni í aðdraganda hrunsins. Skýrsluhöfundar segja peningaprentunina eiga sér tvær rætur. Í fyrsta lagi lækkun bindiskyldunnar árið 2003, sem leiddi til tvöföldunar peningamagns á þremur árum og í öðru lagi lánum Seðlabanka Íslands til bankanna með veðum í ástarbréfunum svokölluðu. Þau voru veitt á árunum 2007-2008, en þá tvöfaldaðist peningamagn í umferð enn á ný. Óróleikar á alþjóðafjármálamörkuðum sem hófust um mitt ár 2007 leiddu til gríðarlegrar eftirspurnar eftir lausafé. Innlendir fjárfestar leituðust þá eftir því að innleysa margfalda hækkun á eignavirði sínu, árin á undan, og koma andvirðinu fyrir sem innistæðum. Þessu svöruðu bankarnir með lánum úr Seðlabankanum. „Þau lán voru meðal annars nýtt til þess að fjármagna hlutabréfakaup ýmissa eignarhaldsfélaga á eigin bréfum bankanna – sem raunverulega fólu í sér að almennum fjárfestum var afhent lausafé í stað hlutabréfa. Þannig var loftbóluhagnaði á hlutabréfamarkaði umbreytt í innstæður sem síðan varð borgið með ríkisábyrgð og neyðarlögum og eftir situr gríðarmikið peningamagn í umferð.“ Þó aðgerðir Seðlabankans hafi í sjálfu sér ekki verið frábrugðnar aðgerðum annarra seðlabanka á sama tíma, að mati skýrsluhöfunda, hafði peningaprentunin gríðarleg áhrif hér á landi, vegna þess hve Ísland er lítið opið hagkerfi. Fjórfjöldun peningamagns á nokkrum árum hlaut því að koma fram með miklu útflæði á fjármagnsjöfnuði og „þá sérstaklega þegar íslenskir eignamarkaðir hættu að skila undur-arðsemi er bólan sprakk.“
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira