Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 15:00 Bjarki Diego mætir í héraðsdóm í morgun. Vísir/Ernir Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann er ákærður í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Bjarka er gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum vegna lánanna til Holt og Desulo en hann á að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Bjarki hafnar þessu og segir mestu máli skipta að fjármunir fóru aldrei út úr bankanum. Þeir hafi einfaldlega verið færðir á milli kerfa innan bankans. Ekki lánveiting Spurður út í lánveitinguna til Holt og tölvupóst sem hann sendi til starfsmanns fjárstýringar vegna lánsins sagði Bjarki: „Þetta er ekki lánveiting. Ég er þarna að staðfesta að það megi færa fjármuni inn í Infinity-kerfi bankans. Það fara engir peningar að fara út úr bankanum.” Saksóknari spurði þá hvenær hann vissi bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. „Skuldbindingin verður til þegar viðskiptin eiga sér stað þann 8. febrúar og uppgjörið á að fara fram 15. febrúar. Daginn áður hittumst við lánanefnd samstæðunnar á fundi og samþykkjum að senda lánið til lánanefndar stjórnar til samþykkis,” sagði Bjarki. Peningur ekki greiddur út Hann áréttaði það svo að peningur hafi ekki verið greiddur út úr bankanum og það hafi í raun ekki verið búið að taka ákvörðun um lánveitingu. Saksóknari reyndi þá að fá fram hvernig hann vissi að bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Bjarki sagðist ekki vita það en sagði óumdeilt í málinu að Skúla Þorvaldssyni, eiganda Holt, hefði verið boðin fjármögnun vegna kaupanna. „Það er kannski deilt um það hver nákvæmlega gaf þetta vilyrði um fjármögnunina en það er óumdeilt að það var búið að tala við Skúla um að hann ætti að fá þessa fjármögnun,” sagði Bjarki. Saksóknari sagði þá að enginn kannaðist við að hafa tekið ákvörðun um að veita lánið. „Ég get ekki svarað um það en ég tók þá ákvörðun ekki,” svaraði Bjarki. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann er ákærður í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Bjarka er gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum vegna lánanna til Holt og Desulo en hann á að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Bjarki hafnar þessu og segir mestu máli skipta að fjármunir fóru aldrei út úr bankanum. Þeir hafi einfaldlega verið færðir á milli kerfa innan bankans. Ekki lánveiting Spurður út í lánveitinguna til Holt og tölvupóst sem hann sendi til starfsmanns fjárstýringar vegna lánsins sagði Bjarki: „Þetta er ekki lánveiting. Ég er þarna að staðfesta að það megi færa fjármuni inn í Infinity-kerfi bankans. Það fara engir peningar að fara út úr bankanum.” Saksóknari spurði þá hvenær hann vissi bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. „Skuldbindingin verður til þegar viðskiptin eiga sér stað þann 8. febrúar og uppgjörið á að fara fram 15. febrúar. Daginn áður hittumst við lánanefnd samstæðunnar á fundi og samþykkjum að senda lánið til lánanefndar stjórnar til samþykkis,” sagði Bjarki. Peningur ekki greiddur út Hann áréttaði það svo að peningur hafi ekki verið greiddur út úr bankanum og það hafi í raun ekki verið búið að taka ákvörðun um lánveitingu. Saksóknari reyndi þá að fá fram hvernig hann vissi að bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Bjarki sagðist ekki vita það en sagði óumdeilt í málinu að Skúla Þorvaldssyni, eiganda Holt, hefði verið boðin fjármögnun vegna kaupanna. „Það er kannski deilt um það hver nákvæmlega gaf þetta vilyrði um fjármögnunina en það er óumdeilt að það var búið að tala við Skúla um að hann ætti að fá þessa fjármögnun,” sagði Bjarki. Saksóknari sagði þá að enginn kannaðist við að hafa tekið ákvörðun um að veita lánið. „Ég get ekki svarað um það en ég tók þá ákvörðun ekki,” svaraði Bjarki.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32
Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57