Þetta er meðal þess sem gerist í tækniauglýsingum sem sáust í Super Bowl í gær.
Super Bowl auglýsingar eru þær dýrustu sem þekkjast. Bæði er mjög mikið lagt í framleiðslu þeirra og sýningartíminn er mjög dýr. Gífurlegt áhorf er á Super Bowl og hálfrar mínútu löng auglýsing kostar 4,5 milljónir dala, eða um 600 milljónir króna.
Meðal leikara sem sjást í þessum auglýsingum eru Liam Neeson, Sarah Silverman, Kim Kardashian og Rob Riggle. Auglýsingarnar má sjá hér að neðan.