Viðskipti innlent

Askja bætir við sig fólki

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Nýjar hjá Öskju: Erla Sylvía Guðjónsdóttir og Freyja Leópoldsdóttir.
Nýjar hjá Öskju: Erla Sylvía Guðjónsdóttir og Freyja Leópoldsdóttir. Mynd/Askja
Bílaumboðið Askja hefur ráðið til starfa nýjan markaðsstjóra og nýjan gæða- og mannauðsstjóra.

Erla Sylvía Guðjónsdóttir hefur verið ráðin gæða- og mannauðsstjóri, en hún tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn Öskju.

Í tilkynningu Öskju kemur fram að Erla sé að ljúka MS-námi í mannauðsstjórnun frá HÍ en hafi einnig numið við Copenhagen Business School.

Þá hefur Freyja Leópoldsdóttir verið ráðin markaðsstjóri bílaumboðsins. Hún hefur starfað í markaðsdeild Öskju undanfarin þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×